Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 29
um, sem stórtap er fyrir skipið
að flytja, en í byggðinni eiga
e.t.v. tugir manna atvinnu sína
og afkomu undir nefndri flutn-
ingaþjónustu.
4. Farmgjaldataxtar strand-
ferðaskipanna eru að mestu án
tillits til vegalengda og er það
liður í því að jafna nokkuð að-
stöðu fólks til lífsframfæris í
hinum ýmsu byggðum, en auð-
vitað kostar meira að flytja um
langan veg en skamman. Reykja-
vík er yfirgnæfandi mesta flutn-
ingamiðstöðin, og hafa því flutn-
ingar strandferðaskipanna mjög
verið bundnir við þau landsvæði,
sem erfiðast hafa átt um sam-
g'öngur við Rvík, auk Vest-
mannaeyja, sem hafa sérstöðu.
5. Að undanskildu því hvað
millilandaskipin kunna að flytja
af vörum til og frá hinum mörgu
dreifðu höfnum landsins, eru
vörubílar aðalkeppinautar strand-
ferðaskipanna um vöruflutning,
en að því er snertir t.d. Austur-
og Vesturland, þá er flutninga-
þjónusta bíla á langleiðum sem
kunnugt er mjög stopul að vetr-
inum og þjónusta strandferða-
skipanna þá algerlega ómissandi.
Yfir sumarið draga svo bílar
stórlega úr flutningum strand-
ferðaskipanna og spilla rekstrar-
afkomu þeirra, þótt það séu ekki
eingöngu landleiðaflutningar,
sem hagstæðir eru og ódýrari á
nefndum árstíma, hið sama gild-
ir um sjóleiðaflutninga. Þeir eru
yfirleitt einnig langhagstæðastir
útgerð skips að sumrinu.
6. Sigling strandferðaskips í
hinum lengri strandferðum á
nótt sem degi, eftir að ferð er
hafin, felur í sér margþættan
launakostnað í lágmarksútköllum
og skorti umsamdra hvíldartíma
skipvei-ja við lestun og losun
VÍKINGUR
Greiðsla tjóna
Ekkert sérleyfi
Vegalengdirnar
Hafnargjöld
Hagstjórn
Bætta aðstöðu
farms o.fl. En um þjóðhagslegt
óhagræði er varla hægt að tala
í þessu sambandi heldur milli-
færslu fjármuna milli innlendra
aðila, og þýðingarmest virðist að
nýta mjög dýr tæki (skipin), sem
7. Strandferðaskipin sjálf
þurfa að greiða hafnagjöld, þar
sem þau leggjast að bryggjum
eða bólvirkjum, auk þess sem
hafnargjöld eru lögð á næstum
allar fluttar vörur, bæði á sendi-
höfnum og móttökuhöfnum, og
skapar slíkt í raun og veru
stefnumarkandi óhagræði fyrir
sjóflutninga gagnvart öðrum
flutningaleiðum. Er þetta íhug-
unarvert mál, því að hafnirnar
eru yfirleitt kjölfesta atvinnu- og
efnahags í aðliggjandi byggðum
og hafnirnar skortir víðast fé,
þannig að ef það ekki fæst af
viðskiptum, þarf að leggja það til
á annan hátt.
8. Augljóst er, að umrætt fyr-
irkomulag, sem ríkir hér á landi
um innanlandsflutninga felur í
sér óþarflega mikla fjárfestingu
í vöruflutningabílum, sem að
verulegu leyti eru dæmdir úr leik
að vetrinum og valda að staðaldri
á öðrum tímum kostnaðarsömu
sliti og skemmdum á þjóðvegum.
Þessu fylgir svo slæm nýting
fjárfestingar í strandferðaskip-
um á þeim árstíma, einmitt þeg-
ar bezt og hagstæðast er að sigla
og framkvæma mikla flutninga.
9. Er hér um að ræða veiga-
mikið og margþætt fjárhagsmál,
þar sem skortur hyggilegrar yfir-
stjórnar virðist leiða til óþarfrar
eyðslu á búskap þjóðarinnar. 1
Vestur-Þýzkalandi var fyrir
nokkrum árum fjallað um svipað
mál á þann hátt, að ríkisstjórnin
beinlínis bannaði langleiðaflutn-
inga ýmiss þungavarnings, svo
sem kola, stáls og byggingarefna
149