Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Page 21
Skiljan
kostnaður við að tengja þennan bún-
að rétt við sjóskiljuna á hverjum
stað. flutningskostnaður á hrognum í
frystihús eða hræðslu og vinnslu-
kostnaður. Ekki er gert ráð fyrir svo-
kallaðri grófskilju í þessum kostnaði.
Að lokum skal þess getið, að
vatnsnotkun við löndun á loðnu er í
mörgum tilfellum óhófleg. Nauðsyn-
legt hlutfall við dælingu á loðnu fyrir
flestar gerðir af löndunardælum er
40% loðna á móti 60% vatni. Til
að hefja dælingu þarf því að fylla
barka og dælu auk einhvers vatns í
kringum dælu eða samanlagt u.þ.b.
5m3. Auk þess þarf að bæta vatni
sem samsvarar því magni, sem fer
með loðnunni í bræðslu. Við löndun
á t.d. 1000 t. af loðnu þarf því með
fyllstu endurnýtingu u.þ.b. 5+40
= 45m3 af vatni. Ef öllu vatni, sem
notað er við löndun á 1000 t. af
loðnu er veitt í höfnina og ferskvatn
tekið í staðinn, þá þarf löndun u.þ.b.
5 + 1500 = 1505 m3 af vatni. í
Reykjavík er landið allt að 50.000 t.
á hverri vertíð og ef jafnmargir rúm-
metrar ferskvatns eru notaðir, þá
gerir það a.m.k. 2.5 milljónir kr.
Með fyllstu endurnýtingu dælu-
vatnsins má lækka þessa tölu niður í
112.5 þúsund kr.
aldrei
neitt
fyrir
mig
Þetta eru staðlausir statir,
því áföllin geta hcnt
hvern sem er.hvar senr er.
Það er raunsæi að tryggja.
Hikið ekki Hringið strax
ALMENNAR
TRYGGINGAR
Pósthússtræti 9, sími 17700
H
F
VÍKINGUR
407