Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Síða 27
Eleseus
• Sölvason
sextugur
við þá breytingu öll meiri og hæfari
til sóknar en áður.
Það er langróið frá Bíldudal og
má nærri geta að oft hefur Elli séð
hann svartan á ferðum sínum, djúpt
af Kóp eða Látraröst, og suður á
Breiðafjörð var einnig sótt.
Elli er kjarkmaður mikill, sem
hann á kyn til og lætur sér ekki
allt fyrir brjósti brenna, glöggur og
laginn stjórnandi og hélst vel á
mönnum alla sína formannstíð. Ar-
ið 1960 hætti Elli útgerð og for-
mennsku á Steinbjörgu og fluttist
til Reykjavíkur og síðar til Hafnar-
fjarðai’ og bvr nú að Selvogsgötu 14
þar í bæ.
Fyrstu árin hér syðra, fór hann
á bát sínum Ornólfi vestur á firði til
handfæraveiða á sumrin ,en hélt suð-
ur á bóginn er hausta tók, og var þá
oftast einn á ferð í misjöfnum veðr-
um. Undanfarin ár hefur hann róið
frá Sandgerði, á litlum bát sem
hann á, er heitir Sædís og aflað vel.
Ég óska þér innilega til hamingju
með sextugsafmælið og megi fiski-
sæld fylgja þér hér eftir, sem hingað
Eleseus Marís Sölvason er fædd-
ur 25. september 1915, að Lónseyri
við Arnarfjörð og varð því sextugur
25. september síðastliðinn, Elli, eins
og hann er oftast kallaður er sonur
Pálínu Eleseusardóttur og Sölva
Bjarnasonar er lengi bjuggu að
Steinanesi við Arnarfjörð. Sölvi
Bjarnason var annálaður dugnað-
ar- og aflamaður á sinni tíð.
Snemma hneigðist hugur Ella til
sjósóknar og hefur verið svo æ síð-
an. 1940 létu þeir feðgar smíða 6
tonna bát á Bíldudal, og tók Elli við
formennsku á honum og var með
hann í 20 ár. Bát þennan smíðaði
Gísli Jóhannssson bátasmiður og
hlaut hann nafnið Steinbjörg, falleg
og mikil happaflevta. Upphaflega
var Steinbjörg opinn bátur, eða að-
eins yfirbyggð að framan og svo yfir
vél. Seinna var hún dekkuð og varð
„Steinbjörg."
VlKINGU R
413