Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 35
brustu var voðinn vís. Ég ætlaði mér því, við fyrsta tækifæri, að beita upp í, og „leggja í rétt“. Eins og allir sjómenn vita, koma alltaf öðru hvoru stór ólög — oft þrír sjóir, skaflar — og svo smækkar aftur, og þá koma „lög“ um stund. Ég ætlaði mér þess vegna að sæta fvrsta tækifæri til að snúa, og beita upp í. Ég stóð því og blíndi, fullur eftirvæntingar og beið næsta lags, sem ég ætlaði að nota á þennan hátt. — En svo varð það furðulega! Það kom ,.lag“, ágætt tækifæri, en ég lét það framhjá fara. Ég veit ekki hvers vegna, og skil það ekki ennþá. Það komu lög aftur mörgum sinnum og ég lét þau ónotuð og aðhafðist ekkert. Ég get ekki gert neina grein fyrir þessu. Það er mér algerlega hulið. Hitt veit ég, hefði ég gert það, sem ég ætlaði þá, væri þessi saga aldrei sögð -— og ennþá einu sinni eitt skip týnst í hafi með allri áhöfn og eng- inn kunnað frá að segja. Ég beið enn fulla klukkustund eða meir. Loks segi ég við stýrimann minn: „Ætli það sé ekki best að snúa í rétt horf og halda áfram.“ Það tókst ágætlega að víkja skipinu í rétta stefnu í næsta lagi og þurfti þó mikla að- gæslu. Sjórinn var afskaplegur. Hann var vámagnaður, en svipmikið var það þó, að sjá þessa tröllauknú öldugafla rísa aftan við skipið, sveifla skut þess upp eins og aspar- laufi, brotna með þórdunum og æða fram báðum megin um leið og fram- stafn stakkst í bólakaf. Skipið sat í grænni tóft. Ég minnist löngum þessarar of- viðrisnætur. Það var ógn og tign að sjá þetta öldurót. Skipið hentist af einum stórsjónum á annan. Var- síminn glóði af maurildi og af eld- ingum bjarmaði svo, að fremur glögg skuggamynd af siglum, reyk- háf og öllum skipsreiða sló á öldu- bökin framundan. Og svo í tilbót allur stormhvinurinn, sem söng í hverju reipi og öskur ólmra Ægis- dætra úti í myrkrinu, grenjandi á VÍKINGUR bæði borð. Var þetta framar öllu venjulegu og hefi ég þó á sætrjám flotið lengstum ævi minnar. Stormurinn hélst fram undir miðjan morgun, en þá slotaði að nokkru, auðsjáanlega. Veður fór batnandi. Ég vék þá af verði, en að síðustu segi ég við stýrimanninn, sem tók við stjórn: „Munið að láta mig tafarlaust vita, ef nokkuð sérstakt bcr yður fyrir augu.“ Þetta var, ó- hætt að segja, að öllu leyti, sérkenni- leg fyrirskipun og óvenjuleg, úti á miðju Atlantshafi! — En ég lofa Guð fyrir að ég skipaði svona fyrir. Ég gekk því næst til herbergis míns, smeygði mér úr hlífðarfötunum, lagðist endilangur á gólfið með „talberann við eyrað.“ Ég steinsofn- aði á augabragði. Dyggð stýrimanns míns, gjörhygli og glöggskyggni brást ekki. Það var skömmu fyrir dagmál, að hann vakti mig og tjáði mér að allfjarri á stjórnborða bæri eitthvað fyrir augu, sem virtist fljót- andi. Það sæist óglöggt og aðeins endrum og eins, er það lyptist á hæstu ölduhryggi, en væri svo í hvarfi, algjörlega, löngum stundum. Ég þaut upp í skvndi til að líta þetta eigin augum, greip sjónauka minn og beindi honum að þessu. Ég gat ekki betur séð en að þetta væri seglskip. Mér flaug jafnskjótt í hug að hrakviðri það, sem á undan hafði gengið og verið gæti að skip þetta væri i háska statt. Það var aðeins eitt ráð til, að vita meira um þettat og það var að fara þangað. Ég vék því á stjórnborða og lét horfa í átt að þessu. Nú, ef ekkert væri að, var ekki annað en að kasta kveðju á það, bjóða því að bera fréttir um að allt gangi vel. Það varð brátt augljóst, að eitt- hvað var bogið við siglingu þessa skips. Einu sinni þegar upp létti mikilli haglhryðju sá ég að á fram- siglu þess og stórsiglu blöktu aðeins smáslitrur af seglum, og nokkru síð- ar, að þilfarið var gjörsamlega rúið. Enginn bátur eða skýli eða neitt annað, er venjulega átti þar að vera. Skipið var mjög sjósigið og gat lítið af sér borið. I fáum orðum: Þetta allt virtisl mjög uggvænlegt. Allir voru tafarlaust kallaðir á þiljur og björgunarbátur losaður og hafður til reiðu. Rétt á eftir sá ég hið alþjóðlega neyðarmerki „N“ og ,,C“, sem boðar hið örlagaþrungna: „Við erum í nauðum staddir. Æskjum skjótrar hjálpar!“ Það var í mörgu að snúast nú. Svarmerki vort var jafnskjótt gefið — „Merkið“ — „Erum á lcið til bjargar,“ og bresku litirnir dregn- ir upp á stöngina í skutnum. Oskað var eftir mönnum til að fara í bát- inn. Allir buðust til á augabragði og tafarlaust. Bátnum var sveiflað út, albúnum til að síga niður. Ég tjáði stýrimanni hvernig björgun skyldi hagað, bað honum fararheilla og fól hann Guði á vald. Hann valdi sér mcnn og þeir stukku allir niðttr í bátinn, hver á sinn stað. Olíu var dælt í sjóinn, óspart til að lægja öldubrotin, því að ennþá var hauga- sjór — já — og jafnvel meira en það. Þegar áhrifa olíunnar hafði gætt svo, sem vænta mátti, á hléborða, var bátnum rcnnt í sjó og andartaki síðar var hann laus frá skipinu og á leið að seglskipi þessu, sem mátti nú með nokkru sanni, fremur kallast ,,flak.“ „Idaho“ var nú settur á skrið og tók nú stóran sveig til að komast hlémegin við seglskipið ,en jafnframt var höfð stöðug aðgát á bátnum. Það er nú svo, að það er ekki ein- göngu sjógangurinn, scm þarf að óttast við svona atvik, að nálgast flak, heldur getur og verið hætta af ýmsum hlutum, brotnum trjábút- um o.þ.h., sem á vegi verða og geta grandað báti. Brátt vortt allar hendur á lofti, að hafa hvaðeina tiltækt, sem hægt var, þegar báturinn kæmi aftur. Á- breiðum og þurrum fötum var safn- að saman. Annar bátur var og leyst- ur og hafður til taks, ef svo kynni að fara, að þessttm hlekktist eitt- hvað á. 421

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.