Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 9
Rannsóknastofnun fiskiðnadarins Fjölþætt verkefni — Víö- tæk áhrif á fískiönaðinn Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins á rætur að rekja til þess er Fiskifélag fslands réði til sín sér- fræðing í fiskiðnaði árið 1934, dr. Þórð Þorbjarnarson sem félagið hafði styrkt til náms. Hann hóf þegar störf það ár en var við fram- haldsnám á vetrum til 1937. Má því segja að starfsemi Rannsókna- stofu Fiskifélags íslands hefjist árið 1934. Fiskifélagið rak svo rannsóknastofuna til ársins 1965, er gerð var sú skipulagsbreyting að hún var gerð að sjálfstæðri ríkis- stofnun, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, er heyrir undir Sjávar- útvegsráðuneytið. Dr. Þórður Þorbjarnarson veitti þessari stofnun forstöðu, en hann lést árið 1974. Þá var dr. Björn Dagbjarts- son skipaður forstjóri og hefir gegnt því starfi síðan. Árið 1934 hófst dr. Þórður þeg- ar handa um rannsóknir á víta- mínmagni þorskalýsis, sem þá var í miklu verði, einmitt vegna þess. Hann sýndi fram á breytileika vítamínmagnsins eftir stærð fisks, árstíðum o.fl. Um þetta leyti var farið að selja þorskalýsið eftir vítamínmagni og höfðu því þessar rannsóknir mikla þýðingu. Þá hóf hann og rannsóknir á vítamínmagni lýsis úr lifur margra annarra fiska og sýndi fram á að karfalifrarlýsi var auðugt af víta- mínum. Þetta leiddi til þess, að árið 1935 var farið að veiða karfa til bræðslu og var lifrin hirt sér- staklega. Árið 1936 var farið að bræða hana sér með svonefndri sódabræðslu, sem Þórður tók upp og þróaði. Var karfinn unninn þannig fram að stríði, á Sólbakka við Önundafjörð, á Siglufirði og Patreksfirði. Þessi starfsemi hafði mikla þýðingu, því að mikil vinna var við þetta og veruleg verðmæti Svava H. Stefánsdóttir, efnafræðingur við gasgreiningu. VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.