Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 10
féllu þjóðarbúinu í skaut. Árið 1935 brást síldin hrapallega og var því af karfabræðslunni góð búbót. Sódabræðslan var svo tekin upp við bræðslu á þorskalifrargrút 1937 og hefir verið notuð fram á þennan dag. Síðar átti svo Þórður frumkvæðið að því að farið var að vinna þorskalifur og grút með nýrri aðferð, svonefndri sogeimun Gamla góða merkið TRETORN Merki stígvélanna sem sjó- menn þekkja vegna gæð- anna. Fáanleg: Með eða án trésóla. Með eða án karfahlífar Stígvélin sem sérstaklega eru framleidd með þarfir sjómanna fyrir augum. EINKAUMBOÐ JÓN BERGSSON H/F LANGHOLTSVEGI 82 REYKJAVÍK SI'MI 36579 10 og var hún notuð hérlendis í rúm tuttugu ár. Rannsóknastofa Fiskifélags ís- lands og arftaki hennar Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins hafa haft mjög mikil áhrif á þróun fiskiðnaðarins í landinu. Auk þess sem þegar hefir verið getið má nefna að nýtingu fiskslógs til mjölframleiðslu var tekin upp fyrir forgöngu Rannsóknastofn- unar. Hið sama má einnig segja um nýtingu loðnunnar til mjöl- og lýsisframleiðslu, en þá fékk Þórð- ur í lið með sér nokkra athafna- menn úr fiskiðnaðinum. Rannsóknastofan átti einnig mikinn þátt í því að farið var að nýta soð sildarverksmiðjanna en það rann áður í sjóinn. Það var þó ekki fyrr en síldin fór að veiðast við Austfirði að skriður komst á það mál, þó að upplýsingar um þá framleiðslu hefðu komið fram í lok stríðsins. Um 1950 kom upp mikill vandi í sambandi við saltfiskverkun, svonefnd saltgula, sem olli mjög miklu tjóni. Það vandamál var leyst í Rannsóknastofunni og reyndist stafa af örlitlu magni af kopar í saltinu. Fyrir nokkrum árum voru gerðar víðtækar tilraunir með söltun síldar við mismunandi skilyrði og sýnt fram á, hve mikil- vægt það er að síldin sé verkuð við rétt hitastig. Þá má nefna, að á síðasta áratug hafa verið gerðar miklar rann- sóknir á gæðum eggjahvítu í fiski og fiskmjöli og áhrifum t.d. hita á gæði eggjahvítunnar við fram- leiðslu á fiskmjöli. Nú á síðustu árum hafa rannsóknir mjög beinst að breytingum á eggjahvítu þorsks við mismunandi næringar- skilyrði og áhrif þess á gæði fisks- ins til vinnslu. Rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið síðustu árin í Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins hafa leitt til vél- væðingar við nýtingu grásleppu- hrogna og loðnuhrogna. Enn má nefna að miklar rann- sóknir hafa farið fram síðustu árin á því hvernig best megi nýta kol- munna til manneldis bæði með frystingu og skreiðarverkun. Þeim rannsóknum er engan veginn lok- ið þó að mikilsverðar niðurstöður hafi þegar fengist. Af öðrum rannsóknum sem enn standa yfir, má nefna framleiðslu á humarkrafti úr humarúrgangi og fiskkrafti úr spærlingi o.fl., en slíkar vörur eru mjög verðmætar. Ymiskonar rannsóknir hafa farið fram á vinnslu humars og hörpudisks. Þá hafa og farið fram rann- sóknir á því, hvernig spara má vatn í frystihúsum og hvernig nýta megi betur orku í loðnuverk- smiðjum en það er mikilvægt at- riði með sí vaxandi eldsneytis- kostnaði. Á síðustu árum hafa og verið teknar upp rannsóknir á því, hvernig nýta megi fiskslóg o.fl. betur en gert er. Hér hefir einungis verið getið nokkurra helstu verkefna, sem unnið hefir verið að. Rannsókna- stofnunin gefur út ársskýrslu, sem komið hefir út reglulega frá árinu 1965 og er þar að finna nánari grein fyrir öðrum verkefnum. Þá gefur stofnunin og út tímarit sem nefnist Tæknitíðindi og hefir að geyma ýtarlegar skýrslur um margskonar verkefni. Út eru komin yfir 100 hefti. Bæði árs- skýrslu og Tæknitíðindum er dreift endurgjaldslaust til fjölda aðila. Náin og góð samvinna hefir ávallt verið við allar greinar fisk- iðnaðarins og einkum sölusam- tökin. Rannsóknastofnunin hefir og náið samband við margar erlend- ar rannsóknastofnanir sem starfa á svipuðum grundvelli. Starfsmenn Rannsóknastofn- unarinnar eru um 40 og skiptist hún í 3 deildir: gerladeild, efna- fræðideild og tæknideild. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.