Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 13
Geir Arnesen og Alda Möller : Rannsóknir á mengun fiskafurda vegna þungmálma og skordýraeiturs Á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins hafa undanfarin ár verið gerðar rannsóknir á mengun fisks og fiskafurða af völdum ýmissa málma og skordýraeiturs. Til þeirra var upphaflega stofnað að beiðni fisksölusamtaka okkar og vegna reglna erlendra kaupenda, en þær hafa þróast í yfirgripsmikla úttekt á leifum þessara efna í fisk- afurðum. Þungmálmar og skordýraeitur berast til sjávar frá iðnaðar- og landbúnaðarlöndum og með straumum um höfin. Lífverum sjávarins, og þá ekki síst fiskum, hættir til að safna þessum efnum í sig, og af því stafar mengunar- hættan fyrir neytandann. Þeir málmar, sem rannsakaðir hafa verið á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eru kvikasilfur, blý, kopar og kadmíum auk sinks og járns, en fyrirhugaðar eru arsen- rannsóknir. Mest áhersla hefur verið lögð á kvikasilfursrannsóknir enda hefur kvikasilfursmengun sjávar valdið manntjóni í Japani í Japan og skaðað dýralíf t.d. í Svíþjóð. í viðskiptalöndum okkar er leyfi- legt hámark kvikasilfurs o.5—1 mg í kg fiskjar. Rannsóknir á fjölmörgum beinfisktegundum sýndu, að í þeim öllum var kvikasilfur undir þessum mörkum og í flestum fisktegundum var það minna en 0.1 mg í kg fiskjar. Hákarl, hámeri og gljáháfur voru hins vegar yfir settum mörkum og er skýringin sú, að þessir fiskar safna fremur ört í sig kvikasilfri og oft á löngum tíma. Eiturverkanir blýs eru alvarleg- ar og víða gilda strangar reglur um hámark þess í matvælum, t.d. í Bretlandi. Þar eru leyfð 2 mg/kg af blýi í flestum matvælum. Blý í ýmsum fisktegundum okkar hefur verið mælt og er yfirleitt á bilinu 0.1—0.2 mg í kg fiskjar. Þessar tölur eru mjög í samræmi við það, sem fengist hefur erlendis við rannsóknir á fiski, sem talinn er vaxa upp á ómenguðum haf- svæðum. Kopar er maðal hinna svo- nefndu nauðsynlegu málma fyrir líkamsstarfsemina og eðlilegur dagskammtur í matvælum er um 2 mg fyrir fullorðið fólk. Umfram- magn er óæskilegt og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin mælir með að dagskammtur fari ekki yfir 30—50 mg. Niðurstöður mælinga á fiskafurðum sýndu, að oftast var koparinn á bilinu 1—3 mg í kg fiskjar, en það eru svipuð gildi og fengist hafa í Noregi. Kadmíum hefur fundist í örlitlu magni í fiskafurðum, oftast minna en 0.02 mg í kg fiskjar, og er það eins og vænta má í ómenguðum fiski. Sink- og járnmælingar á fiskaf- urðum hafa ekki bent til meng- unar af þessum efnum. Yfirlitsrannsóknir á leifum skordýraeiturs í fiskafurðum eru nú langt komnar á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Könnunin nær til 13 tegunda svonefndra klórkolvetna, sem mengunar- hætta þykir stafa af erlendis og þar á meðal er DDT. Mörg þess- ara efna eyðast mjög hægt úr líf- ríkinu og því gætir mengunar- áhrifa þeirra lengi, þó að notkun sé minnkuð eða henni hætt. Rannsóknir á neyslufiski sýna, að mengun vegna skordýraeiturs er mjög lítil í flestum fisktegund- um, þó að nokkrar tegundir eitur- efnanna finnist í fiski. Eiturefnin safnast í fitu fisksins og mengunin verður þeim mun meiri, sem fisk- urinn er feitari. Leifar skordýra- eiturs eru því meiri í síld og loðnu, sem eru feitfiskar en í þorski og ýsu, sem eru mjög fitulitlir fiskar. Rannsóknir á þorskalýsi sýna greinilega mengun og mest er af DDT og niðurbrotsefnum þess. Magn eiturefnanna hefur mælst mjög svipað og í lýsi í Bretlandi og Kanada, þ.e. 1—2 mg í kg lýsis af DDT og skyldum efnum samtals. Ráðgert er að fylgjast vel með lýsi áfram af þessum sökum. Athuganir á fiskmjöli sýna, að í flestum mjöltegundum okkar eru leifar skordýraeiturs innan þeirra mengunarmarka, sem kaupendur okkar setja. Þó eru fitumestu mjöltegundirnar nálægt settum mörkum og er fyllsta ástæða til að vera vel á 'verði framvegis, ef kaupendur fylgja reglum sínum fast eftir. VÍKINGUR 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.