Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 13
Geir Arnesen og Alda Möller : Rannsóknir á mengun fiskafurda vegna þungmálma og skordýraeiturs Á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins hafa undanfarin ár verið gerðar rannsóknir á mengun fisks og fiskafurða af völdum ýmissa málma og skordýraeiturs. Til þeirra var upphaflega stofnað að beiðni fisksölusamtaka okkar og vegna reglna erlendra kaupenda, en þær hafa þróast í yfirgripsmikla úttekt á leifum þessara efna í fisk- afurðum. Þungmálmar og skordýraeitur berast til sjávar frá iðnaðar- og landbúnaðarlöndum og með straumum um höfin. Lífverum sjávarins, og þá ekki síst fiskum, hættir til að safna þessum efnum í sig, og af því stafar mengunar- hættan fyrir neytandann. Þeir málmar, sem rannsakaðir hafa verið á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eru kvikasilfur, blý, kopar og kadmíum auk sinks og járns, en fyrirhugaðar eru arsen- rannsóknir. Mest áhersla hefur verið lögð á kvikasilfursrannsóknir enda hefur kvikasilfursmengun sjávar valdið manntjóni í Japani í Japan og skaðað dýralíf t.d. í Svíþjóð. í viðskiptalöndum okkar er leyfi- legt hámark kvikasilfurs o.5—1 mg í kg fiskjar. Rannsóknir á fjölmörgum beinfisktegundum sýndu, að í þeim öllum var kvikasilfur undir þessum mörkum og í flestum fisktegundum var það minna en 0.1 mg í kg fiskjar. Hákarl, hámeri og gljáháfur voru hins vegar yfir settum mörkum og er skýringin sú, að þessir fiskar safna fremur ört í sig kvikasilfri og oft á löngum tíma. Eiturverkanir blýs eru alvarleg- ar og víða gilda strangar reglur um hámark þess í matvælum, t.d. í Bretlandi. Þar eru leyfð 2 mg/kg af blýi í flestum matvælum. Blý í ýmsum fisktegundum okkar hefur verið mælt og er yfirleitt á bilinu 0.1—0.2 mg í kg fiskjar. Þessar tölur eru mjög í samræmi við það, sem fengist hefur erlendis við rannsóknir á fiski, sem talinn er vaxa upp á ómenguðum haf- svæðum. Kopar er maðal hinna svo- nefndu nauðsynlegu málma fyrir líkamsstarfsemina og eðlilegur dagskammtur í matvælum er um 2 mg fyrir fullorðið fólk. Umfram- magn er óæskilegt og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin mælir með að dagskammtur fari ekki yfir 30—50 mg. Niðurstöður mælinga á fiskafurðum sýndu, að oftast var koparinn á bilinu 1—3 mg í kg fiskjar, en það eru svipuð gildi og fengist hafa í Noregi. Kadmíum hefur fundist í örlitlu magni í fiskafurðum, oftast minna en 0.02 mg í kg fiskjar, og er það eins og vænta má í ómenguðum fiski. Sink- og járnmælingar á fiskaf- urðum hafa ekki bent til meng- unar af þessum efnum. Yfirlitsrannsóknir á leifum skordýraeiturs í fiskafurðum eru nú langt komnar á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Könnunin nær til 13 tegunda svonefndra klórkolvetna, sem mengunar- hætta þykir stafa af erlendis og þar á meðal er DDT. Mörg þess- ara efna eyðast mjög hægt úr líf- ríkinu og því gætir mengunar- áhrifa þeirra lengi, þó að notkun sé minnkuð eða henni hætt. Rannsóknir á neyslufiski sýna, að mengun vegna skordýraeiturs er mjög lítil í flestum fisktegund- um, þó að nokkrar tegundir eitur- efnanna finnist í fiski. Eiturefnin safnast í fitu fisksins og mengunin verður þeim mun meiri, sem fisk- urinn er feitari. Leifar skordýra- eiturs eru því meiri í síld og loðnu, sem eru feitfiskar en í þorski og ýsu, sem eru mjög fitulitlir fiskar. Rannsóknir á þorskalýsi sýna greinilega mengun og mest er af DDT og niðurbrotsefnum þess. Magn eiturefnanna hefur mælst mjög svipað og í lýsi í Bretlandi og Kanada, þ.e. 1—2 mg í kg lýsis af DDT og skyldum efnum samtals. Ráðgert er að fylgjast vel með lýsi áfram af þessum sökum. Athuganir á fiskmjöli sýna, að í flestum mjöltegundum okkar eru leifar skordýraeiturs innan þeirra mengunarmarka, sem kaupendur okkar setja. Þó eru fitumestu mjöltegundirnar nálægt settum mörkum og er fyllsta ástæða til að vera vel á 'verði framvegis, ef kaupendur fylgja reglum sínum fast eftir. VÍKINGUR 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.