Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 17
Erlendur Jónsson líffræöingur:
Hvalveidar
Meðan hvalir skipuðu sess í
hámenningu þjóða við Miðjarð-
arhafið, litu strandbúar V- og N-
Evrópu á þá sem mikinn forða
kjöts og olíu. Baskar voru sú þjóð
sem gerðu hvalveiðar að stóriðn-
aði. Þeir stunduðu veiðarnar á
árabátum og notuðu handskutla
til að drepa fórnardýrin, sem
aðallega voru sléttbakar. Veið-
arnar höfðu strax á 13. og 14. öld
útrýmt sléttbökum úr Biskaya-
flóa. Þá hófst sóknin norður með
ströndum Evrópu.
í lok 16. aldar og í byrjun
þeirrar 17. náðu hvalveiðar allt
norður til Svalbarða, Jan Mayen
og íslands, þar sem landstöðvar
voru reistar. Baskar stunduðu þá
veiðar við ísland og er talið að
fyrsti hvalasérfræðingur íslend-
inga, Jón Guðmundsson lærði,
hafi kynnst hvalategundum og
hvalveiðum af Böskum. Ásóknin í
hvali var gífurleg og veiðarnar svo
gegndarlausar, að við upphaf 18.
aldar hafði sléttbökum verið út-
rýmt við Svalbarða (Slijper 1962).
Krafa 18. aldar um aukið ljós-
meti réði miklu um að leitað var
nýrra fanga, og varð búrhvalurinn
fyrir valinu. Búrhvalurinn er
tannhvalur og lifir mikið á
smokkfiskum sem halda sig í
djúpum sjó. Aðalútbreiðsla hans
er í hlýjum sjó, þar sem hjarðir
kúa, kálfa og ókynþroska dýra
synda um ásamt einum tarfi.
Kynþroska tarfar, sem ekki ná
forystu í hjörðum, halda til kald-
ari hafsvæða á sumrum. Búr-
hvalakjöt hefur þótt óætt alla tíð,
en mikil olía sem þeir gefa af sér
dró margar siglingaþjóðir út í
hvalveiðar á 18. öld. Hámark
varð í veiðunum á árunum 1820
— 1850, en þá veiddust um 10.000
hvalir árlega. Ofveiði og slæmt
ástand stofna, ásamt fundi og
hagnýtingu jarðolíu um miðja 19.
öld olli samdrætti í búrhvalaveið-
um er leið á öldi 19. öldina.
I lok 19. aldar verða veiðar
reyðarhvala mögulegar vegna til-
komu hraðskreiðra gufuskipa og
skutulbyssu. Norðmenn stóðu
fremstir þjóða í hvalveiðum á
þessum tímum, og er reyðar-
hvalastofnar fóru að láta á sjá
vegna ofveiði við Noregsstrendur
fluttu þeir sig um set. Þeir reistu
hvalstöðvar m.a. á Færeyjum, ír-
landi og á íslandi. Þeir reistu
fyrstu hvalstöð sína hérlendis í
Alftafirði árið 1883, en þær risu
síðan hver af annarri á Vest-
fjarðakjálkanum (Jón Jónsson
1964).
Veiðarnar hérlendis jukust allt
til ársins 1902, og hvalbátum
fjölgaði að sama skapi (mynd).
Áhrif ofveiði komu harkalega í
ljós 1910 er hvalastofnarnir bók-
staflega hrundu. Það var því
nokkuð sjálfgert að veiðar legðust
af 1915 er alþingi setti lög er
bönnuðu hvalveiðar hérlendis. En
friðunin stóð ekki lengi. því að á
árunum 1929—1934 stunduðu
norsk verksmiðju.skip veiðar hér
við land og veiddu þá alls 469
hvali. Árið 1935 tók til starfa
hvalstöð á Tálknafirði sem starf-
aði þar í 5 ár, en lagðist niður
vegna síðari heimsstyrjaldarinnar
(Jón Jónsson 4964).
Árið 1948 var reist hvalstöð í
Hvalfirði, og starfar hún enn.
Fjórir hvalveiðibátar hafa verið
gerðir út árlega frá stöðinni, en
veiðigeta þeirra jókst um nær 40 %
( mynd) á árunum 1960— 1966
VÍKINGUR
17