Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 18
þegar endurnýjun flotans fór fram (Jón Jónsson ofl. 1976). Þrátt fyrir aukna veiðigetu hvalbátanna, þegar tekið hefur verið tillit til breytinga í reglum um hvalveiðar, þá hefur veiðin farið minnkandi miðað við af- kastagetu. Röksemdin um minnkandi afla miðað við veiði- getu hefur verið notuð í áratugi sem röksemd fyrir minnkandi stofnstærð og ofveiði veiðidýra. Við ofveiði langreyðar í S-höf- um kom í ljós, að samfara hruni stofnsins lækkaði mjög aldur dýr- anna við kynþroska, og var orðinn 6 ár um 1960 (Lockyer 1972). Á íslandsmiðum er kynþroskaaldur langreyðar nú um 6—7 ár, sem óneitanlega bendir til mikils veiðiálags á stofninn (Lockyer 1978). Athuganir á hvalategundum veiddum frá Hvalfjarðarstöðinni öðrum en langreyði hafa verið 18 mjög litlar. Búrhvalur er tegund sem er mjög á fallanda fæti í heiminum og tillögur um friðun hans hljóta sífellt meiri stuðning. Á næsta hvalveiðiþingi, í júli 1979, verður m.a. lögð fram tillaga um friðun búrhvals næstu þrjú árin, meðan ítarleg úttekt verði gerð á fyrirliggjandi gögnum um ástand búrhvalastofna. Eru þetta við- brögð til að reyna að ná saman upplýsingum sem annars kynnu að berast of seint, enda hafa afla- kvótar verið svo ríflegir hjá hval- veiðiráðinu, að 1978 tókst ekki að veiða uppí þá í N-Kyrrahafi, þrátt fyrir stöðuga lækkun kvótans í áraraðir (Mar. Act. Newsl. 1979). Koma skipsins Rainbow War- rior á Islandsmið síðastliðið sumar vakti umtalsverða athygli. Yfir- lýstur tilgangur veru skipsins á íslandsmiðum var að trufla hvalveiðar, en för skipsins hingað var væntanlega ekki síður til að vekja athygli á hvalveiðum okkar íslendinga. Islendingar einir þjóða stunda nú veiðar á langreyði, og búrhvalurinn sem við veiðum í umtalsverðum mæli er einnig mjög á fallanda fæti vegna gegndarlausrar ofveiði undan- farna áratugi. Hví stunda íslendingar enn veiðar á þessum sjávardýrum? Hvalveiðar eru “arðbær“ at- vinnuvegur, sem kostar lítinn mannafla, litla og ódýra orku og mun minna fjármagn en margar aðrar atvinnugreinar. Hjá Hval hf. hafa unnið á þriðja hundrað manns undanfarnar vertíðar (3—4 mán), og orkan sem fyrir- tækið notar er fyrst og fremst svartolía og rafmagn. Afrakstur- inn hefur svo verið nær 1% útflutingstekna þjóðararinnar ár- lega. En réttlætir það hvalveiðar okkar? Andstaðan gegn hvalveiðum í heiminum hefur aukist mjög verulega undanfarin ár. Þekking- in á gegndarlausri ofveiði hvala undanfarna áratugi, í þeim til- gangi að breyta þessum risum hafsins í dýrafóður og skóáburð, hefur opnað augu margra fyrir miskunnarleysi keppninnar um að ná hámarksgróða (Whal Man 1978). Nauðsyn á takmörkun og stjórnun hvalveiða var þegar ljós snemma á þessarri öld og leiddi til stofnunar „Alþjóða“ hvalveiði- ráðsins (nú með 19 aðildarlönd- um) árið 1949. Strax í upphafi skilgreindi hvalveiðiráðið það sem sitt hlutverk að tryggja áframhald hvalveiða í heiminum. Fyrsta verk þess var að setja veiðikvóta í S-höfum, enda voru stofnar steypireyðar og hnúfubaks þá að hruni komnir. Kvótinn var settur 16.000 steypireyðareiningar (1 steypireyður = 2 langreyðar = 2'/2 hnúfubakur = 6 sandreyðar). Með þessari kvótasetningu var VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.