Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 18
þegar endurnýjun flotans fór fram (Jón Jónsson ofl. 1976). Þrátt fyrir aukna veiðigetu hvalbátanna, þegar tekið hefur verið tillit til breytinga í reglum um hvalveiðar, þá hefur veiðin farið minnkandi miðað við af- kastagetu. Röksemdin um minnkandi afla miðað við veiði- getu hefur verið notuð í áratugi sem röksemd fyrir minnkandi stofnstærð og ofveiði veiðidýra. Við ofveiði langreyðar í S-höf- um kom í ljós, að samfara hruni stofnsins lækkaði mjög aldur dýr- anna við kynþroska, og var orðinn 6 ár um 1960 (Lockyer 1972). Á íslandsmiðum er kynþroskaaldur langreyðar nú um 6—7 ár, sem óneitanlega bendir til mikils veiðiálags á stofninn (Lockyer 1978). Athuganir á hvalategundum veiddum frá Hvalfjarðarstöðinni öðrum en langreyði hafa verið 18 mjög litlar. Búrhvalur er tegund sem er mjög á fallanda fæti í heiminum og tillögur um friðun hans hljóta sífellt meiri stuðning. Á næsta hvalveiðiþingi, í júli 1979, verður m.a. lögð fram tillaga um friðun búrhvals næstu þrjú árin, meðan ítarleg úttekt verði gerð á fyrirliggjandi gögnum um ástand búrhvalastofna. Eru þetta við- brögð til að reyna að ná saman upplýsingum sem annars kynnu að berast of seint, enda hafa afla- kvótar verið svo ríflegir hjá hval- veiðiráðinu, að 1978 tókst ekki að veiða uppí þá í N-Kyrrahafi, þrátt fyrir stöðuga lækkun kvótans í áraraðir (Mar. Act. Newsl. 1979). Koma skipsins Rainbow War- rior á Islandsmið síðastliðið sumar vakti umtalsverða athygli. Yfir- lýstur tilgangur veru skipsins á íslandsmiðum var að trufla hvalveiðar, en för skipsins hingað var væntanlega ekki síður til að vekja athygli á hvalveiðum okkar íslendinga. Islendingar einir þjóða stunda nú veiðar á langreyði, og búrhvalurinn sem við veiðum í umtalsverðum mæli er einnig mjög á fallanda fæti vegna gegndarlausrar ofveiði undan- farna áratugi. Hví stunda íslendingar enn veiðar á þessum sjávardýrum? Hvalveiðar eru “arðbær“ at- vinnuvegur, sem kostar lítinn mannafla, litla og ódýra orku og mun minna fjármagn en margar aðrar atvinnugreinar. Hjá Hval hf. hafa unnið á þriðja hundrað manns undanfarnar vertíðar (3—4 mán), og orkan sem fyrir- tækið notar er fyrst og fremst svartolía og rafmagn. Afrakstur- inn hefur svo verið nær 1% útflutingstekna þjóðararinnar ár- lega. En réttlætir það hvalveiðar okkar? Andstaðan gegn hvalveiðum í heiminum hefur aukist mjög verulega undanfarin ár. Þekking- in á gegndarlausri ofveiði hvala undanfarna áratugi, í þeim til- gangi að breyta þessum risum hafsins í dýrafóður og skóáburð, hefur opnað augu margra fyrir miskunnarleysi keppninnar um að ná hámarksgróða (Whal Man 1978). Nauðsyn á takmörkun og stjórnun hvalveiða var þegar ljós snemma á þessarri öld og leiddi til stofnunar „Alþjóða“ hvalveiði- ráðsins (nú með 19 aðildarlönd- um) árið 1949. Strax í upphafi skilgreindi hvalveiðiráðið það sem sitt hlutverk að tryggja áframhald hvalveiða í heiminum. Fyrsta verk þess var að setja veiðikvóta í S-höfum, enda voru stofnar steypireyðar og hnúfubaks þá að hruni komnir. Kvótinn var settur 16.000 steypireyðareiningar (1 steypireyður = 2 langreyðar = 2'/2 hnúfubakur = 6 sandreyðar). Með þessari kvótasetningu var VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.