Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 31
Frá 18. landsþingi S.V.F.Í. 18. Landsþing Slysavarnafélags íslands var haldið dagana 4.—6. maí sl. í húsi félagsins á Granda- garði. Samtals sóttu þingið 180 manns, fulltrúar og umdæmis- stjórar björgunarsveita félagsins. Þinginu var slitið á sunnudags- kvöldið, þar sem lýst vara- stjórnarkjöri. Gunnar Friðriksson var einróma kjörinn forseti SVFÍ til næstu þriggja ára, en hann hefur gegnt þeim störfum frá 1960. Aðrir í stjórn félagsins eru: Ingólfur Þórðarson, Reykjavík, Hulda Viktorsdóttir, Reykjavík, Haraldur Henrýsson, Reykjavík, Hörður Friðbertsson, Reykjavík, Eggert Vigfússon, Selfossi og Baldur Jónsson, Reykjavík. Full- trúar landsfjórðunga í aðalstjórn voru kjörnir Halldór Magnússon, frá Hnífsdal, Egill Júlíusson frá Dalvík, Gunnar Hjaltason frá Reyðarfirði, og Jón Þórisson frá Reykholti, Borgarfirði. Hulda Sigurjónsdóttir frá Hafnarfirði, sem verið hefur í stjórn samtakanna síðan 1966 gaf ekki kost á sér til stjórnarkjörs. Daníel Sigmundsson frá ísafirði, sem verið hefur fulltrúi Vestur- landsfjórðungs í vara- og aðal- stjórn félagsins síðan 1964 lét af stjórnarstörfum. Þá urðu nokkrar breytingar í varastjórn. A þinginu fluttu eftirtaldir að- ilar framsöguerindi: Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, um aukið öryggi á sjó, Óli H. Þórðar- son, framkv.stj. Umferðarráðs greindi frá störfum ráðsins og ræddi umferðina í dag, Ólafur K. Björnsson, yfirsímritari Fjar- skiptastöðvarinnar í Gufunesi ræddi um fjarskiptamál almennt, Jóhannes Briem úr björgunarsveit Ingólfs í Reykjavík greindi frá VÍKINGUR störfum milliþinganefndar SVFÍ í fjarskiptamálum. Starfsmenn félagsins höfðu einnig framsögn á hendi, Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri. sagði frá heimsókn til slysavarna- og björgunaraðila í Englandi og sýndi jafnframt skyggnur frá þeirri ferð auk þess sem hann sagði frá nýafstaðinni alþjóða sjó- slysavarna- og björgunarráð- stefnu í Hollandi, og Oskar Þór Karlsson, erindreki ræddi málefni björgunarsveita félagsins og slysavarnir almennt. Ýmsar ályktanir þingnefnda Varðandi slysavarna- og björg- unarmál voru samþykktar margar ályktanir og verður nú getið þeirra helstu: Skipulags- og laganefnd fjallaði ítarlega um þær tillögur er lágu fyrir um breytingar á lögum fé- lagsins. Var samþykkt að vísa þeim til stjórnar er var falið að skipa sérstaka milliþinganefnd til að vinna úr þeim gögnum og skila áliti er lagt yrði fram á aðalfundi félagsins, eigi síðar en einu ári fyrir næsta landsþing svo að næg- ur tími væri til stefnu til þess að kynna framkomnar breytingar hjá deildum félagsins. Fjárhagsnefnd hafði til umfjöll- unar endurskoðaða reikninga fé- lagsins fyrir árið 1978 og fjár- hagsáætlun fyrir árið 1979 og lagði hvorttveggja til samþykktar án athugasemda. Framkominni tillögu um stofnun sérstaks lána- sjóðs til að standa undir fjár- mögnun á byggingu björgunar- stöðva og ýmissa tækjakaupa var vísað til félagsstjórnar og milli- þinganefndar til að gera tillögur um, hvort bæri að stofna slíkan sjóð og á hvern hátt ætti að fjár- magna hann. Þá„ mælti nefndin eindregið með, að deildahapp- drætti félagsins yrði framhaldið og hvatti deildir félagsins til stór átaka í söfnun nýrra félaga til aukinna félagsgjalda. Allsherjarnefnd tók til með- ferðar skýrslu stjórnar félagsins 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.