Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 35
Köfun, erfitt en heillandi starf Köfun hefur verið stunduð á íslandi um langt árabil sem ómissandi þáttur í mannvirkjagerð í sjó og vötnum. Um hálf öld er nú liðin síðan Vita- og hafnarmálaskrifstofan réð fyrsta kafarann til starfa. Við hafnargerð á íslandi eiga kafarar meira verk að baki en svo að metið verði í sjónhending, auk þess sem þeir hafa unnið mikilsverð störf við virkjanir og lagningu sæstrengja og ýmissa annarra leiðsla neðansjávar. Tilkoma froskbúningsins um miðjan sjötta áratuginn varð til mikilla heilla. Þessi tækninýjung varð til að auðvelda og auka mjög ýmiss konar aðstoð við skip og báta, t.a.m. varð nú í flestum tilvikum auðvelt að skera veiðarfæri úr skrúfum fiskibáta. Einnig opnaði froskköfunin nýja leið til rannsókna neðansjávar. Enn má telja það sem ekki er lítils vert, að froskbúningurinn opnaði ævintýraþrá mannsins og leikgleði ný svið. Froskköfun fóru menn að stunda sem sport, náttúruskoðun og skemmtilega útivist. í viðtölum og greinum hér á eftir verður fjallað um köfun, sem atvinnu, til rannsókna og sem sport. Þó að þessu yfirgripsmikla efni séu ekki gerð nein tæmandi skil, væntir Víkingurinn þess, að þetta lesefni verði mönnum til ánægju og nokkurrar upplýsingar. Hvað imindirðu kalla þennan? Ha, hjálmfrosk? Vidtal við Kristbjörn Þórarinsson, formann Félags íslenskra kafara-. Alveg ódrepandi baktería Þegar blaðamaður Víkingsins hringdi bjöllunni heima hjá Kristbirni Þórarinssyni klukkan hálftíu að morgni, kom hann sjálfur til dyra. „Ég var nú að koma heim,“ sagði hann, „ég var kallaður í vinnu í nótt. Maður veit aldrei fyrirfram hvenær maður þarf að fara að vinna.“ En þótt Kristbjörn væri þreyttur og van- svefta, var hann ekki að telja eftir stundirnar sem við sátum og röbbuðum saman. — Hve lengi hefur þú stundað köfun, Kristbjörn? „Frá 1952. Þá byrjaði ég á að byggja síðustu dráttarbrautina sem byggð var í Slippnum í Reykjavík. Það vantaði mann til að byggja brautina. Það var um þetta leyti sem fyrstu froskkafara- búningarnir voru að koma á markaðinn, og ég keypti mér einn slíkan. Annars þurfti ég ekkert að nota hann þarna í Slippnum, þar notaði ég hjálmbúning." — Hafðirðu lært að kafa? „Þá þurfti engin próf, eins og nú á að vera samkvæmt lögunum frá 1976. Reyndar hafa þau ekki komið til framkvæmda enn, vegna VÍKINGUR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.