Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 39
Niöri í sjónum er heillandi heimur Viðtal við Erling Hauksson sjávarlífiræðing um köfun sem sport og til rannsókna — Hvenær byrjaðir þú að kafa? „Sautján ára gamall, eða árið 1966. Við byrjuðum saman ég og félagi minn, Karl Gunnarsson." — Hvað dró þig að þessu? „Ég hafði lesið bækur eftir Cousteau, Hinn þögla heim (hefur verið þýdd á íslensku), The Living Sea o.fl.; einnig bækur eftir Hans Hass um náttúruskoðun neðan- sjávar. Þessar bækur vöktu áhuga minn á neðansjávarlífi." — Hefurðu lært köfun? „Já, í Bergen, þegar ég var við háskólanám þar. Ég lærði hjá Áhugakafarafélagi stúdenta í Bergen (SUB). Þar tók ég próf, skriflegt og verklegt, og fékk skír- teini 3ja stjörnu C.M.A.S. (Frönsk skammstöfun fyrir alþjóðlegu áhugakafarasamtökin).“ — Hélstu áfram að kafa eftir að þú komst heim frá námi? „Já, ég kom heim í janúar 1978 og hef kafað dálítið síðan. Ég fór þá aftur að kafa með félaga mín- um, Karli. Við gengumst fyrir stofnun áhugamannahóps um köfun. Ég hef kennt nokkrum mönnum. Þetta er um 20 manna hópur sem haldið hefur saman. Starfsemi hópsins hefur legið niðri núna yfir veturinn, en við byrjum áreiðanlega aftur í sum- ar.“ — Er formleg félagsstofnun fyrirhuguð? „Það er líklegt að stofnaður verði formlega klúbbur áhuga- kafara eftir fyrirmynd frá Norðurlöndum.“ — Er spennandi að kafa? „Það má kannski líkja köfun Við Kleifarvatn. Þeir félagarnir Erlingur og Karl búa sig undir að kanna vatnið. VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.