Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 41
Suðrænn fiskur við kóralrif. Myndina tók Erlingur í Rauðahafi. köfun að ég get nýtt hana á þenn- an hátt. Ég vildi gjarnan koma því að hér, að geysimikil verkefni eru óunnin við könnun á lífríki sjávar, ekki síður á grunnsævi en djúp- sævi. Með köfun er unnt að beita svipuðum aðferðum við slíka könnun og beitt er á landi. Við strendur landsins eru uppeldis- stöðvar ýmissa nytjafiska og ann- arra lífvera, sem áreiðanlega er þörf á að rannsaka betur en gert hefur verið.“ — Hefurðu kafað eitthvað er- lendis? „Já, í Noregi, við vesturströnd Svíþjóðar og svo suður í Rauða- hafi. Rauðahafið er paradís fyrir kafara. Það er svo hlýtt og tært, og stórkostlega falleg kóralrif eru þar og mikið líf að skoða.“ — Þurfa menn aðstoð eða leið- beiningar til að byrja að kafa? „Já, það er nauðsynlegt. Maður fær líka meira út úr köfun, ef hann fær góðar leiðbeiningar. Það er varasamt að kafa einn, það þarf ekki nema smáóhapp til þess að illa geti farið ef enginn er nærri. Það er líka miklu skemmtilegra að kafa með góðum félaga. Enginn ætti að byrja köfun, nema hann sé vel hraustur. Læknisskoðun er nauðsynleg. Ef menn viðhafa alla nauðsynlega varúð, þá geta menn notið þessa sports ríkulega. Hér við strendur Islands er víða heillandi náttúra neðansjávar og gefur alls ekki eftir grunnsævi við nágrannalönd okk- ar. Ef til vill væri ástæða til að friða viss svæði fyrir röskun vegna mannvirkja eða úrgangs. 41 Kafari neðansjávar. Erlingurtók myndina. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.