Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 48
Þessi miklii skip nota Svíar milli Finnlands og Svíþjóðar og má þö aka á bíl milli landanna. Ncðri nivndin sýnir rútuna. 90.000 farþega á ári og 30.000 bíla, en á síðasta ári flutti fyrirtækið 3 milljónir manna yfir sundið og 600.000 bíla. Félagið siglir allt að 60 ferðir á dag yfir sundið á annatímum og á nú þrjú ný stór skip í pöntun til að anna betur flutningaþörfinni. Er þetta gott dæmi um þörfina fyrir slík skip. Danskar ferjur Danmörk er að nokkru leyti eyja, eða eyjar öllu heldur, og það er fróðlegt að fylgjast með hvernig samgöngur á sjó ganga þar fyrir sig. Danir geta ekið hvert sem er um Evrópu, og þurfa í raun og veru aðeins að fara með skipi yfir Eyrarsund og Stórabelti. Jótar geta ekið til Þýskalands og þurfa ekki á ferjum að halda. Samt er það svo að í Danmörku eru starf- ræktar 90 bíla- og járnbrautar- ferjur yfir annatímann. Miklar skipulagsbreytingar eiga sér nú stað hjá dönsku ferj- unum. Mols Linan og Jóska Ferjufélagið hafa sameinast um 48 siglingar um Kattegat, og hafa samræmt bókunarkerfi sín og sölukerfi og með því móti hefur verið unnt að fækka um eina ferju á Grenaa — Hundestad leiðinni. (Álaborg — Kaupmannahöfn). Sumar af þessum ferðum eru yfir sund, sem ekki eru brúuð, en milli margra þessara staða er unnt að aka, a.m.k. hægt að fara styttri ferjuleið, ef menn vildu. Ef ferjukerfið er skoðað þá eru beinar ferjuferðir t.d. frá Vestur-Þýskalandi til eftirtalinna borga á Norðurlöndum: Bergen, Faborg, Bagenkop, Körsör, Oslo, Rödby, Gedser, Gautaborg, Hel- sinki, Helsingjaborg, Malmö, Ronne, Trelleborg og Tallin. Frá Bretlandi er siglt með bíla og farþega til eftirtalinna hafna á Norðurlöndum: Kaupmanna- höfn, Gautaborg, Esbjerg, Kristjansand, Oslo, Stavanger og Bergen. Frá Hollandi eru ferjur til Gautaborgar. Frá Amsterdam til Kristjansand, Stavanger og Berg- en. Auk þess eru Rússar, Pólverjar og Austurþjóðverjar með beinar ferjusiglingar til Norðurlanda. Það sem einkum er athyglisvert, VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.