Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 18
NOKKRAR ATHUGASEMDIR Skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu er unnt aö ná án þess að reynt sé á ýtrasta veiðiþol einstakra fiskistofna. 18 VÍKINGUR ar er einmitt fjallað ítarlega um tengsl áts, vaxtarhraða þorsks og þorskafla. Þar er því lýst hversu mikil áhrif minnkandi loðnustofn hefur á vaxtarhraða þorsks og þar með á stærð stofnsins og veiðiþol hans. Þá er rétt að ítreka enn einu sinni að fæðutengsl þorsks og loðnu hafa verið rannsökuð jafn ftar- lega og raun ber vitni vegna þess að þessi tengsl eru þau mikilvægustu í fæðuvistfræði- legu tilliti hér við land, að minnsta kosti hvað nytjastofna varðar. Enda er hér um stærstu fiskstofna á íslandsmiðum að ræða. Af því leiðir aö öll önnur fæðutengsl nytjastofna hafa mun afmarkaðri áhrif bæði í vistfræðilegu og hagrænu tilliti en fæðutengsl þorsks og loönu. Rannsóknir á þessu sviði hafa verið vaxandi undan- farin ár, en verða auknar á allra næstu árum, eftir því sem fjár- veitingar heimila. 6. spurning. Hvernig er hægt að ákvarða hvað hver ein- stakur stofn þolir mikla veiði af mannavöldum þegar ekki eru til svör við þessum spurningum nema að mjög takmörkuðu leyti? Svar: Ákvarðanir um veiðiþol fiskstofna byggjast að sjálf- sögðu á fyrirliggjandi þekkingu á hverjum tíma. Enda þótt sú þekking þurfi ekki endilega að vera fullkomin eða endanleg getur hún að sjálfsögðu verið nægjanleg til þess að unnt sé að leggja fram tillögur um skynsamlega nýtingu stofn- anna, enda þótt fræðilega sé ekki úr því skorið hvert veiðiþol þeirra er nákvæmlega. Eðli málsins samkvæmt hlýtur það raunar að vera breytilegt frá einu tímabili til annars. Aðal- atriðið er að tillögur um nýtingu fiskstofna og annarra sjávar- dýra stuðli að sem mestum arði án þess að vistkerfinu sé mis- boðið. Skynsamlegri og hag- kvæmri nýtingu er unnt að ná án þess að reynt sé á ýtrasta veiðiþol einstakra fiskstofna. Saga íslenska sumargotssíld- arstofnsins og nýting hans undanfarin 30 ár er dæmi sem vert er að hafa í huga í þessu sambandi. Er Barentshafið drullupoll- ur? Úr því að ég er byrjaður að skrifa Sjómannablaðinu Víkingi þykir mér rétt að leiðrétta mis- skilning sem fram kemur í grein Jóns Kristjánssonar fiskifræð- ings í 1. tbl. Víkings 1990. „ Hvað gerðist í Barentshafi? Er Barentshafið drullupollur?" í grein sinni segir Jón m.a. þegar hann veltir fyrir sér skýringum á hruni þorskstofnsins í Barents- hafi: „Ekki vantaði skýringar, þær voru hefðbundnar. Talað var um ofveiði, rányrkju, smá- fiskadráp og breytt skilyrði í hafinu. Einnig var sett fram til- gáta um að sprengingar hefðu drepið fisk. Jakob Jakobsson forseti Alþjóða hafrannsóknar- áðsins sagði í blaðaviðtali: „Ég tel ofveiði og röskun vistkerfis- ins miklu líklegri orsakir hruns fiskstofna í Barentshafi en sprengingar í rannsókna- skyni““. Og enn heldur Jón áfram: „Allt til nú hafa skýringar á hruninu í Barentshafi verið í svipuðum dúr og nefnt var hér að ofan. Því kom mér það veru- lega á óvart að heyra nýja skýr- ingu sem brýtur í bága við allt sem hingaðtil hefurveriðsagt." Og þar hljóp á snærið hjá Jóni þar sem hann greinir frá þeirri skoðun Odds Nakken, forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar í Bergen, að sjálfát þorsksins hafi átt mikinn þátt í hruni stofnsins. Er Jón vitnar í stutt blaðaviðtal við mig þar sem ég tel að ofveiði og röskun vist- kerfisins séu líklegustu ástæður fyrir hruni þrosk- stofnsins í Barentshafi gerir hann sér ekki grein fyrir því að hér á ég fyrst og fremst við of- veiði á uppsjávarfiskum, bæði síld og loðnu. Þegar ég tala um röskun vistkerfisins á ég m.a. við selafár og allar þær gagn- virku breytingar sem urðu í Bar- entshafi, þ.m.t. að sjálfát þorsksins jókst og hann fór að éta tegundir sem venjulega eru ekki verulegur hluti af fæðu hans. Áöur en ofveiði á síld og loðnu hófst í Barentshafi höfðu oft komið jafnstórir þorskár- gangar og raun varð á um og upp úr 1983 án þess að vist- kerfið raskaðist. Það skal fús- lega viðurkennt að blaðaviðtal- ið gat orkað tvímælis án skýr- inga. Eftir að þessar línur hér að framan voru skrifaðar las ég viðtal í 2. tbl. Sjómannablaðs- ins Víkings við Per nokkurn Grotnes frá Tromsfylki í Noregi um vistkerfið og þroskinn í Bar- entshafi. Viðtalinu lýkur með þeirri fullyrðingu að „það besta sem gæti gerst nú væri að 1983 árgangurinn dræpist úr hungri". í öllu viðtalinu er Grotnes ákaflega vitur eftirá en þarna var hann einum of fljótur að kveða upp (sleggju)dóm. Um það leyti sem viðtalið birtist kom í Ijós að í Barentshafi hefur þorskurinn nóg fæði. Hvort- tveggja er að loðnuárgangur- inn frá 1987 gekk þá í stórum torfum til hrygningar við strend- ur Finnmerkur og loðnuár- gangurinn frá 1989 er mjög öfl- ugur. Allt tal um hinn óseðjandi þorskárgang er út í hött. Vist- kerfið er aö komast í samt lag og þorskurinn dafnar og þyng- ist dag frá degi. Barentshafið er sem betur fer ekki meiri drullu- pollur en svo að þar er nú þegar orðið offramboð af fæðu. Ef fram heldur sem horfir bendir allt til þess að loðnuveiðar hefj- ist þar áður en árið er liðið. Hið sama gerðist í janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.