Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 22
Sæmundur Guðvinsson blaðamaöur 22 VÍKINGUR RÁÐHERRA GAFST UPP Á ÚTFLUTNINGS VERÐUR NÆSTA SKREFIÐ AÐ AFNEMA EINOKUN SÍF ? Vart er hægt að taka það sem algildan sannleik að bannið sem sett var um tíma á útflutning á flöttum, flökuðum og hausuðum fiski hafi verið nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að skemmdur fiskur færi á markað erlendis eins og sjávarútvegs- ráðuneytið hélt fram. Hér var í raun verið að reyna að tryggja Sölu- sambandi íslenskra fiskframleiðenda nægi- legt framboð á hráefni til saltfiskverkunar uppí fyrirframsölu. Þetta var einnig liður í þeim átökum sem hafa átt sér stað um það hvort SÍF eigi áfram að hafa einkaleyfi á útflutningi á saltfiski. Forráðamenn SÍF telja að til þess að halda uppi verðinu og tryggja sölu á allri framleiðsl- unni þurfi SÍF að hafa einka- leyfi á sölu saltfisks. Aðrir segja þetta firru og benda á að þeir sem hafa flutt flattan fisk út til söltunar þar hafi fengið mun hærra verð en SÍF og gæðin staðist ströngustu kröfur. Þá eru margir þeirrar skoðunar að með tilkomu uppboðsmarkaða áfiski hafi grundvelli fyrir einka- leyfi einhverra aðila á sölu fisks úr landi í raun verið kippt í burtu. Ef fiskmarkaðir eigi að halda áfram verði þeir sem þar kaupa fisk að hafa frelsi til að selja hann hvert sem er. Samkeppni eða einkaleyfi Eftir að útflutningur á frystum fiski var í raun gefinn frjáls í nóvember árið 1987 af Jóni Sig- urðssyni viðskiptaráðherra er það aðeins útflutningur á salt- síld og saltfiski sem er háður einkaleyfum. Ekki hafa verið miklar umræður um að breyta fyrirkomulagi á sölu saltsíldar, en öðru máli gegnir um saltfisk- söluna. SÍF var stofnað árið 1932 og hafa samtökin allar göt- ur síðan verið nær einráð um útflutning á saltfiski. Allar til- raunir til að brjóta á bak aftur þetta fyrirkomulag hafa runnið út í sandinn. Innan vébanda SÍF eru langflestir saltfiskfram- leiðendur landsins sem munu vera hátt á fjórða hundrað og þeir sem hafa verið að selja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.