Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 11
Sveinn Jónsson, skipstjórí í Þorlákshöfn, er farinn til Noregs ásamt fjöl- skyldunni. Hann segist hafa gefist upp á kvótakerfinu og öllu því sem því fyigir óM una „Ég fæ pláss til sjós um leið ég kem út, en ekki sem skip- stjóri, þó ég stefni að því,“ sagði Sveinn Jónsson, skip- stjóri í Þorlákshöfn, þegar rætt var hið hann. Hann og fjölsyld- an höfðu þá pakkað búslóðinni niður og voru tilbúin að yfirgefa Island og herjar á ókunnar slóðir í Noregi. En hvað gerir að skiptsjóri í góðu plássi tekur stíka ákvörð- un? „Ég hef fengið nóg af kvóta- kerfinu. Kannski er þetta svart- sýni hjá mér. Ég þekki ekki vel til kvótakerfsins í Noregi, en veit að þar í landi er ekki framselj- anlegur kvóti. Á þeim bát sem ég hef, ásamt félögum mínum, verið að horfa til, er ákveðin út- hlutun í þorski og síld og annað er frjálst. Eins er kerfið með þeim hætti, að ef til dæmis þorkskvótinn klárast er leyfiiegt að fara á aðrar tegundir, en þá má þorskurinn ekki fara yfir tuttugu prósent af afla. Ekkert af þessu er framseljanlegt. Hvað varðar síldina er þetta með þeim hætti, að ef illa gengur að veiða hana, þá verð- ur sóknin frjáls.“ Það er á þér að heyra að þú sért, ásamt fleirum, að huga að bátakaupum, erþað ekki rétt skilið? „Jú, ásamt Norðmönnum. Þeir verða að eiga sjötíu pró- sent í sjávarútvegsfyrirtækjum.“ Það er á þér að heyra að þú sért að gefast upp á kvótakerf- inu hérá landi? „Já, en ég er ekki að kvarta undan þeim sem ég hef verið að vinna hjá, það er Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum, þá getur aldrei verið samstaða meðal sjómanna og útvegs- manna, þegar við erum að fá 75 til 80 krónur fyrir þorskinn þegar hægt er að selja hann á 90 krónur. Þetta er bláköld staðreynd. Ég vill kanna hvort ekki sé að vinna við þetta undir öðrum kringumstæðum. Þetta er alltaf að versna. Afkoman hefur verið ágæt, en kvótinn færist sífellt á færri hendur, það fer hver báturinn á eftir öðrum í niðursögun." Voruð þið lengi að taka þessa ákvörðun? „Nei. Við ætluðum ekki að flytja, hvað þá til annarra landa. Það var í maí sem við fórum að hugsa um þetta. Ef ég á að segja eins og er, þá erum við ekki viss um að hvort við erum að gera rétt. Þeir Norðmenn sem ég hef talað við vilja sann- færa mig um að ég sé að gera rétt.“ En félagar þínir hér heima, hvað tónn eríþeim varðandi þetta, öfunda þeirþig kannski? „Ég er ekki frá því. Ég er ekki í neinni upþreisn, ég vil skoða norska kerfið." Þú segist ekki vera fupp- reisn, en það ersamt vegna kvótakerfisins sem þú ákveður að fara, er það ekki einhvers- konar uppreisn? „Það má kannski segja það. Sjávarútvegsstefnan kallar á þetta, hún kallar líka á fækkun sjómanna. Þetta er nokkur óvissa, þar sem ekkert er ákveðið, en ég held að norska kerfið sé mannlegra en það sem við búum við.“ Sveinn á fjögur börn, það yngsta er á fyrsta ári og það elsta er þrettán ára. Það er því sex manna sjómannsfjölskylda sem er farin til Noregs þegar blaðið kemur út, og það vegna starsfumhverfisins hér á landi. BRflUn mgfiF S S Mældu fljótt - nákvæmt - þægilega - mældu með Braun ThermoScan PRO-1 eyrnahitamælinum. Rannsóknir sýna að PRO-1 hentar mjög vel við mælingu á ofkælingu þar sem hann mælir kjarnahita líkamans. Mælisvið er 20*-42.2* C. PRO-1 er nú notaður daglega af fjölda sjúkrahúsa hérlendis. n Háihvammur 16 Simi 555 3100 UOfina ehf 220 Hafnarfjörður fax 565 3455 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.