Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 24
Fjórtán ár liðu frá því fyrst var rætt um að STOFNA SAMTÖK ÍSLENSKRA SJÓMANNA OG ÞAR TIL Farmanna- OG FISKIMANNASAMBAND Íslands varð til. Vélstjórar voru fyrstir til að hreyfa við hugmyndinni. Það var Sigurjón Kristjánsson, sem sat í stjórn Vélstjórafélags íslands, sem bar upp á fimdi í félaginu tillögu 10. júlí 1922. Tillagan var á þá leið að Vélstjórafélagið gengist fyrir að íslenskir sjómenn, skipstjórar, vélstjórar, sfyrimenn og jafnvel hásetar skip- uðu tólf manna ráð, Farmannaráði íslands, sem ætlað var að hafa með höndum málefni sjómanna og gæta hagsmuna þeirra. Hallgrímur Jónsson 1936 - 1937 Hallgrímur Jónsson vélstjóri var formaður undirbúningsstjórnar að stofnun Farmanna- og fiskimannasambands fslands, frá „stofn- fundi“ 8. desember 1936 og fram á árið 1937. Hallgrímur sat í stjórn FFSI frá árinu 1940 til 1955. Ásgeir Sigurðsson 1937-1961 Ásgeir Sigurðsson var kjörinn forseti á fyrsta þingi Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands 1937 og var hann endurkjörinn forseti á öllum þingum meðan hann lifði, en þegar hann féll frá átti hann eftir tvö ár af síðasta kjörtímabili sínu. Ásgeir var forsteti í nærri 24 ár og gegndi hann embættinu lengur en aðr- ir. Egill Hjörvar 1961 Egill Hjörvar vélstjóri tók við þegar Ásgeir Sigurðsson féll frá. Hann gaf ekki kost á sér til forsetakjörs á þinginu sem haldið var tveimur mánuðum eftir að hann tók við. Egill átti auk þess sæti í stjórn FFSÍ árin 1955 til 1961. Stjórn Vélstjórafélagsins samþykkti að leggja tillöguna fyrir aðalfund félagsins þenn- an sama dag. Aðalfundurinn samþykkti til- löguna og kosin var þriggja manna nefnd til að fylgja henni eftir og koma henni tii fram- kvæmda. 1 framhaldi af samþykkt vélstjóra voru nokkrir fundir haldnir. Eigi að síður má segja að hugmyndin hafi nánast dagað uppi. Stýrimenn næstir Það munu hafa verið félagar í Sfyrimanna- félagi Islands sem næst hreyfðu hugmynd- inni að stofnun Farmnna- og fiskimanna- 24 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.