Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Qupperneq 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Qupperneq 46
gjald til sjóðsins, sér þau réttindi að hálfu og allir sjóðfélagar eigi frjáist val um það hvort þeir láta þessa skerðingu koma til fram- kvæmda eða ekki. í íjórða lagi verði að hafa það hugfast, að allir sjóðfélagar sem hefja töku lífeyris á aldr- inum 60-65 ára hafi við gildistöku reglugerð- arinnar orðið fyrir 0,4% skerðingu ellilífeyris fyrir hvern mánuð sem vantar upp á fullan 65 ára aldur. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort taka lífeyris var byrjuð eða ekki þegar reglugerðin gekk í gildi. Það megi hins vegar A IIII nvu RAFMÓTORAR Stærðir: 0,18-900 kW JOHAN RÖNNING HF slmi: 568 4000 - http://www.ronning.is telja að það hefði verið fullkomin mismunun og brot á jafnræðisreglu ef þeir sjóðfélagar einir, sem byrjað höfðu töku lífeyris sam- kvæmt eldri reglum um Lífeyrissjóð sjó- manna, hefðu haldið þeim óskertum. Lífeyrissjóðurinn taldi að þegar horft væri til málsástæðna væru engin rök til þess að taka kröfur Svavars Benediktssonar til greina. í það minnsta geti það ekki leitt til bóta- skyldu Lífeyrissjóðs sjómanna að löggjafinn færi ekki að stjórnlögum eða standi ekki við loforð um aukin og bætt lífeyrisréttindi sjó- mönnum til handa. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs taldi að kröfum í máli þessu væri ranglega beint gegn ríkissjóði. Réttur sjóðfélaga til líf- eyrisgreiðslna sé á hendur lífeyrissjóðnum, en ekki á hendur ríkissjóði. Sama eigi við um þann grundvöll, sem lífeyrisréttindi séu reiknuð út frá og um fjárhæð ellilífeyris. Dómur Svavari f VIL I niðurstöðu Héraðsdóms í málinu segir meðal annars að þegar Svavar hafi byrjað töku lífeyris úr Lífeyrissjóði sjómanna hafi gilt um sjóðinn lög frá 1974 með síðari breydngum. Það sé álit dómsins að lífeyrisréttindi Svavars, sem hann öðlaðist samkvæmt lögunum njóti réttar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Enda þótt talið hafi verið að fjárhagsvandi lífeyrissjóðs- ins ætti rætur að rekja til töku lífeyris sjóðsfé- laga á aldursskeiðinu 60-65 ára verði ekki lit- ið svo á, að það veiti stjórn sjóðsins heimild til að skerða lögbundin réttindi þessa hóps frek- ar en annarra. Sú ráðstöfun að skerða réttindi afmarkaðs hóps lífeyrisþega til þess að bæta fjárhag Iífeyrissjóðsins fari í bága við gildandi jafnræðisreglu. Dómurinn telur því skerðing- una á lífeyrisrétdndum Svavars, sem átti sér stað með setningu reglugerðar, ekki standast ákvæði 65. og 72. gr. stjórnarskrárinnar og beri lífeyrissjóðurinn bótaábyrgð gagnvart Svavari Benediktssyni vegna þess. Þá segir í niðurstöðu dómsins, að ákvæði um að reglugerð Iífeyrissjóðsins skuli staðfest af ráðherra hafi verið í lögunum um lífeyris- sjóðinn frá upphafi án þess að þau hafi kveð- ið á um hverja þýðingu það hafi eða hvers ráð- herra eigi að gæta við staðfestinguna. Reglu- gerðin sé ekki stjórnvaldsfyrirmæli, enda sam- in af sjóðstjórninni og ekki birt í stjórnartíð- indum. Þrátt fyrir þetta lítur dómurinn svo á, að með því að krefjast staðfestingar ráðherra á reglugerðinni sé löggjafmn að tryggja að með henni séu ekki sett ákvæði, er gangi á svig við lög. Dómurinn hafi komist að þeirri niður- stöðu að skerðing lífeyris Svavars hafi verið ólögmæt og lífeyrissjóðurinn beri bótaábyrgð gagnvart honum. Með því að staðfesta reglu- gerðina í hinum ólögmæta búningi hafi fjár- málaráðherra einnig bakað sér bótaábyrgð gagnvart Svavari. Því verða lífeyrissjóðurinn og fjármálaráðherra dæmdir óskipt til að greiða Svavari stefnukröfurnar með vöxtum. 46 Sjómannablaðið VIkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.