Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 48
Alþingi setti lög um ellilífeyrisgreiðslur til sjómanna frá 60 ára aldri án þess að tryggja sérstaka fjármögnun „Það má kannski segja að það hafi verið mistök á sínum tíma að sjóðurinn byrjaði að borga mönnum lífeyri er þeir urðu sextugir án þess að vita hvaðan peningarnir ættu að koma. Það er ekki hægt að standa undir slík- um greiðslum til ákveðins hóps nema taka þá peninga af einhverjum öðrum hópum,“ sagði Arni Guðmundsson framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs sjómanna um niðurstöðu Héraðs- dóms í máli Svavars Benediktssonar gegn sjóðnum. ,AIh fram til ársins 1994 var Lífeyrissjóður sjómanna eingöngu byggður á lögum og það villti mönnum nokkuð sýn og talið að ríkið bæri einhverja ábyrgð á sjóðnum. Líka vegna þess að sjóðurinn var rekinn í Trygginga- stofnun ríkisins þar til fyrir nokkrum árum. \ Sjóðurinn ber hins vegar algjörlega ábyrgð á sér sjálfur líkt og aðrir almennir lífeyrissjóðir sem starfa samkvæmt reglugerðum. Þar sem þessi sjóður er byggður á lögum getur Alþingi breytt reglum hans þegar því sýnist án þess að spyrja sjóðinn. Það gerðist árið 1981 þegar þessi svokallaða 60 ára regla var sett sem hluti af einhverjum félagsmálapakka sem verið var að úthluta til sjómanna. Þar kom ekkert fram um hver ætti að fjármagna þessa tryggingu, en okkur finnst með hliðsjón af lögunum að ríkið beri alla ábyrgð í þessu máli,“ segir Arni ennfremur. Að sögn Árna stóð sjóðurinn í árangurs- lausum viðræðum og deilum við stjórnvöld árum saman eftir lagasetninguna frá 1981, til að reyna að fá einhverja peninga upp í kostn- að við þessa 60 ára reglu. Sjóðurinn hafi haft ómældan kostnað afþessari lagasetningu í 13 ár og segja megi að það hafi verið alltof seint sem sjóðurinn áttaði sig á því, að peningar til greiðslu ellilífeyris frá sextugsaldri kæmu hvergi annars staðar en frá öðrum sjóðfélög- um. Ríkið ber alla ábyrgð ,Að undangenginni tryggingafræðilegri úttekt á stöðu sjóðsins var ljóst að taka yrði á fjárhagsvanda hans. Samin voru ný lög um þann ramma sem sjóðurinn starfar innan líkt og aðrir almennir lífeyrissjóðir og reglugerð Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna sett þar að lútandi. Samkvæmt hinni nýju reglugerð geta menn áfram byrjað að fá greiddan ellilífeyri úr sjóðnum sextugir, en þurfa hins vegar að sæta því að fá lægri greiðslur á mánuði en hinir sem byrja síðar að taka úr sjóðnum. Þetta er í rauninni ein- falt mál. Sá sem vill byrja töku úr sjóðnum fimm árum fyrr en einhver annar tekur minna út í hverjum mánuði. En þegar litið er til 15 til 20 ára tímabils eru þessir menn kannski að fá sömu heildarupphæðina greidda,“ segir Árni. En mátti ekki láta þá sem voru byrjaSir að fá greidd ellilaun jýrir 65 ára aldur halda því áfram, en takafyrir aðfleiri bœttust í hópinni „Þá spyrja menn á móti: Er eitthvað rétt- læti í því að þeir sem eru nýbyrjaðir að taka sinn ellilífeyri 60 ára fái að halda því áfram án skerðingar, en þeir sem eru rétt að komast á þennan aldur verði að sæta lækkun? Mönn- um fannst það ekki sanngjarnt og þarna yrði að gæta jafnræðis. Allir undir 65 ára aldri yrðu að hlýta því að þessi réttur væri ekki eins og hann var áður. Þessi reglugerð var sam- þykkt samhljóða í stjórn lífeyrissjóðsins. Með því að fjármálaráðuneytið samþykkir svo reglugerðina hlýtur ráðuneytið að vera að leg- gja blessun sína yfir það að ákvæði reglugerð- arinnar standist lög.“ Skerðing óhjákvæmileg Voru ekki aðrar leiðir fœrar en grípa tilþess- arar skerðingar til að laga fyárhagsstöðu sjóðs- ins? „Tryggingafræðingurinn segir í sinni nið- 48 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.