Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 50
Þýsk borg sem margir þekkja: Cuxhaven vill mejri samskipt við Islendinga Þeir eru margir íslensku sjómennirnir sem komnir eru á miðjan aldur sem þekkja þýsku borgina Cuxhaven við ósa Elbufljóts, en þangað sigldu íslenskir tog- arar mjög oft með afla af íslands- og Græn- landsmiðum og karfa úr Rósagarðinum. Margir þeirra minnast góðra stunda meðan staldrað var við í Cuxhaven. Gengi borgar- innar í hugum íslenskra sjómanna og skip- stjóra hefur hins vegar verið upp og niður í áranna rás. Nú vilja borgaryfirvöld í Cux- haven hins vegar efla viðskipd við íslendinga verulega og hafa í þeim tilgangi vakið ræki- lega athygli á sjálfum sér og þeim möguleik- um sem íslendingum standa þar til boða í sambandi við fiskinnflutning til Þýskalands um Cuxhaven. VlNABÆJARSAMSKIPTI VIÐ HAFNFIRÐINGA „Það er ekki langt síðan Ingimundur Sig- fússon sendiherra vakti athygli mína á mikl- um og vaxandi vinabæjarsamskiptum Hafn- arfjarðar og Cuxhaven sem komust á í kjölfar sjávarútvegssýningarinnar á íslandi árið 1987,“ sagði Rudolf Meiboom, forstjóri fiskmarkaðarins í Cuxhaven í móttöku fyrir íslenska viðskiptasendinefnd sem þar var fyr- ir skömmu. „Síðan þetta vinabæjarsamband komst á hafa samskiptin verið náin og stöðugt vaxandi, klúbbar hafa verið stofnaðir og gagnkvæmar heimsóknir eiga sér stað. Vináttubönd hafa verið og eru að skapast, við höfum haft þá ánægju að taka á móti íslensk- um listamönnum og ungu Au Pair fólki sem dvalið hefur hjá okkur um lengri og skemm- ri tíma. Hápunktur þessa samstarfs er þó í mínum huga íslensku menningardagarnir NSUER F.SCHER6I 50 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.