Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 51
• ,1III hér í Cuxhaven 1.-26. september 1993, þegar torg í miðbæ okkar fékk nafnið Hafnarfjarðartorg. Tengslin milli Islands og Cux- haven hafa verið að styrkjast síð- asta áratuginn, en í þau hefur þó vantað sterk viðskiptasambönd,“ sagði Rudolf Meiboom." Hvers vegna Cuxhaven? En hvers vegna ættu Islending- ar að horfa til Cuxhavenhafnar fremur en einhverra annarra þýskra hafna og hvað getur Cux- haven gert fyrir Islendinga. Munu Islendingar hagnast á því að skipta við Cuxhaven fremur en aðrar hafnir? Rudolf Meiboom telur að svo sé og segir að ísland hafi alla í Cuxhaven er fjöldi verslana og notalegra veitingastaða, svo sem við Deichstrasse sem liggur úr miðbænum í átt til hafnarinnar. tíð verið stór þáttur í þýskum fiskveiðum og fiskveiðistefnu og nægi þar að minna á hin þekktu karfamið við Island sem enn eru köll- uð Rósagarðurinn og minnir á að þýskur sjávarútvegur var lengstum meira og minna háður afla af íslandsmiðum. Þetta hafi þó fengið snöggan endi á áttunda áratugnum þegar íslendingar færðu fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur. Afleiðingarnar urðu þær að úthafsveiðafloti Þjóðverja varð nánast að engu á fáum árum. I dag séu gerðir út fáeinir togarar undir þýskum fána, flestir undir stjórn íslensk-þýskra fyrirtækja. Hvað vill Cuxhaven MEÐ Ísland? Hvað er það sem gerir ísland svona áhuga- vert fyrir Þjóðverja, þjóð sem er minni en 300 þúsund manns, eða sem svarar hálfri íbúatölu Bremenborgar? Hvers vegna er Cuxhavenborg að vekja athygli Islendinga á sjálfri sér? Rudolf Meiboom spurði einmitt þessarar spurningar í fyrrnefndu boði með íslensku viðskiptanefndinni. Hann rakti sögu sam- skipta íslendinga og Cuxhaven eftir stríð. Hann sagði að vissulega hefðu Cuxhafenbúar farið heldur halloka úr þeirri þróun sem orð- ið hefði í þessum samskiptum en fyrir því Fiskihöfnin í Cuxhaven er mjög rúmgóð og löndunaraðstæður eru fyrirtak eins og sést á þessari teikningu af aðstæðum. Höfnin er á krossgötum samgönguleiða á landi og sjó til allra helstu markaðssvæða Evrópu. væru ríkar ástæður og báðir aðilar yrðu að laga sig að þeim breyttu aðsstæðum sem skapast hafa í áranna rás. Fiskveiðar séu aðalatvinnuvegur Islend- inga og standi fyrir þremur fjórðu tekna landsmanna. Þess vegna sé það skiljanlegt að íslendingar hafi sótt og sæki hart rétt sinn til fiskimiðanna umhverfis landið og hafi tekið sér 200 mílna lögsögu. Það hafi einfaldlega verið spurning um líf og dauða þjóðarinnar. En einmitt þess vegna geti Þjóðverjar og þá sérstakiega Cuxhavenbúar ýmis- legt af þeim lært. í FREMSTU RÖÐ „Vegna þess hve fiskveiðar eru stór þáttur í efnahagslífi íslendinga, er það þeim nauð- synlegt að vera sífellt í fremstu röð þjóða í nýtingu fiskistofna og veiðum og vinnslu og framleiðslu sjávarafurða. Það hefur þeim tek- ist og m.a. þessvegna komu þeir helst til greina sem aðaleigendur að DFFU og MHF útgerðarfélögunum í Cuxhaven á sínum tíma,“ segir Meiboom, en þessi fyrirtæki eru nú í eigu útgerðarfélaga á Akureyri. Mie- boom segir að eftir að íslendingar tóku að stjórna DFFU kynntust menn í Cuxhaven iðnaði tengdum fiskveiðum, svo sem hönn- un og framleiðslu á veiðarfærum og fisk- vinnslutækjum. Samfara hraðri tækniþróun hafa orðið til háþróuð rafeindatæki til nota við veiðar og vinnslu, nákvæmar vogir, tölvu- sjón og þrívíddartölvur. „Eg er sannfærður um að Islendingar og Þjóðverjar kunna báðir SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.