Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 62
Kanadamenn fundu þorskinn
Krafan um aukinn þorskkvóta var loks svo
hávær að stjórnvöld ákváðu að fá kanadíska
fiskifræðinga til að rannsaka málið með fær-
eysku hafrannsóknastofnuninni og fara yfir
gögn hennar. Niðurstöður Kanadamann-
anna urðu þær að miklu meira væri af þorski
á miðunum en færeysku líffræðingarnir
höfðu álitið. Kvótinn hafði verið ákveðinn
10 þúsund tonn árið 1995 en mælt var með
því að auka hann í 15-17 þúsund tonn. Eftir
að stjórnmálamenn höfðu fjallað um málið
var þó ákveðið að auka hann enn í 18.500
tonn, sem var nærri því sem sjómenn höfðu
lagt til, en þeirra tillaga var 19 þúsund tonn.
Því hafði hins vegar nokkru áður verið hafn-
að sem hreinni og klárri dellu. Það er hins
vegar verulegt umhugsunarefni hversu niður-
staða Kanadamannanna var nærri því sem
sjómenn töldu að óhætt væri að veiða.
Reyndin varð þegar í stað sú að afli jókst
verulega strax þegar kvótinn hafði verið auk-
inn og allt bara það saman við álit kanadísku
vísindamannanna um stærð þorskstofnsins í
færeysku lögsögunni. Afli togaranna var
mjög góður og sömu sögu var að segja um
afla Iínuskipanna sem fengu metafla þá um
sumarið og enn sömu sögu var að segja af afla
handfærabáta. Þetta var stökkbreyting frá því
1993 þegar fiskveiðistjórn Evrópusambands-
ins mælti með að veiða ekki neitt og upp í
það sem hún mælir með á næsta fiskveiðiári,
sem er 24 þúsund tonn, og er harla nærri 30
þúsund tonna meðalaflans á árum áður.
Líffræðingar viðurkenna nú að það sem
gerðist með þorskinn sé ráðgáta. Veiðistofn-
inn nú er það stór að hann getur einfaldlega
ekki hafa nánast þurrkast út fyrir fáum árum.
Stofninn hlýtur að hafa farið burt, en hvert,
er ráðgáta. Það hlýtur hins vegar að vera ljóst
að þegar úr æti þorsksins dró þá fór hann.
Þegar ætið kom aftur þá kom líka þorskurinn
til baka. En reynslan hlýtur að kenna okkur
að það er mun erfiðara en menn héldu áður
að áætla stærð þorskstofnsins.
Kvóti eða sóknardagakerfi
Efnahagur Færeyinga hrundi í lok níunda
áratugarins og í byrjun þess tíunda Að hluta
til gerðist þetta vegna ytri aðstæðna og að
hluta vegna efnahagsstefnunnar. Því til við-
bótar eyðilögðust markaðirnir árið 1988 þeg-
ar þýsk sjónvarpsstöð sýndi stórar myndir af
hringormi yfir allan sjónvarpsskjáinn.
Hringormurinn er sníkjudýr sem lifir í fiski,
en er talinn hættulaus. Hann var hins vegar
með þessu gerður að gríðarlegri ófreskju sem
leiddi til verðhruns á helsta útflutningsmark-
aði okkar og bætti enn frekar í þá efnahag-
skreppu sem komin var.
Óábyrg efnahagsstefna færeyskra stjórn-
valda gerði einnig sitt til að valda öfugþróun
í efnahagslífinu, en mestu skipti þó hvarf
þorsks og ufsa. Efnahagur okkar hrundi og
bankarnir hrundu og nauðsynlegt reyndist að
taka lán hjá dönsku stjórninni til að koma í
veg fyrir að bankarnir yrðu gjaldþrota. En
þessi lán voru veitt með hörðum skilmálum
og meðal þeirra var það að koma skyldi á
kvótakerfi, en höfuðforsenda slíks kerfis er sú
að það séu yfirleitt stöðugir fiskistofnar í haf-
inu til að skipta upp með þeim hætti. Kvóta-
kerfinu var komið á eins og svo væri.
Þorsk- og ýsukvótar voru ákveðnir út frá
því að þessir stofnar væru nánast engir til, en
ufsakvótar eins og ástand ufsastofnsins væri
gott. Þess vegna var togurum úthlutað mikl-
um ufsakvótum en mjög litlum þorsk- og
ýsukvótum. Hefði ástand stofnanna haldist
óbreytt, hefði þetta kannski reynst raunhæft,
en það fór á annan veg.
Að vísu er nánast ómögulegt að
meta stærð fiskistofna, eins og ég
sagði áðan, en þar að auki reyndist
ómögulegt að stjórna kvótakerfinu
þegar þorskgengdin jókst gríðarlega
umfram ufsann. Það reyndist einfald-
lega ómögulegt annað en að veiða
þorskinn fyrst, en síðan ufsann, sem
þó átti að vera uppistaðan í aflanum.
Auðvitað kallar slíkt kerfi á það að
þorski er í stórum stíl kastað fyrir
borð. Menn vilja ekki koma ekki með
mikinn umframafla að landi. Þá kall-
ar sh'kt kerfi á það einnig að þorskur-
inn fær nýtt nafn og er landað og
bókfærður undir öðrum tegundaheit-
um. Þetta þýðir að allar tölulegar
upplýsingar verða vitlausar.
Miklar umræður hafa farið fram
um kvótakerfið og hvernig hægt verði
að stjórna fiskveiðum og komast hjá
fyrrnefndum vandamálum og fisk-
vinnslan hefur bent stjórnvöldum á að ekki
er hægt að una við kerfi þar sem leyfður afli er
ekki í neinu samræmi við magn fiskjar í sjón-
um. Að kröfu fiskvinnslunnar var sett á fót
nefnd um fiskveiðistjórnun, sem í eiga sæti
fulltrúar vinnslunnar, sjávarútvegsyfirvöld og
fiskifræðingar. Margir efuðust um að þannig
samansett nefnd kæmist nokkurntíman að
niðurstöðu, en ef niðurstaða ætti yfihöfuð að
finnast, yrði nefndin að vera algerlega sam-
mála um hana.
Gagnstætt því sem búist var við, tókst
nefndinni að finna niðurstöðu. í ársbyrjun
1996 lagði hún til að kvótakerfinu yrði hætt
og í þess stað tekið upp stjórnkerfi byggt á
friðun veiðisvæða og sóknardögum. Veiði-
svæðum verður ýmist alveg lokað eða einstök
veiðisvæði bönnuð um lengri eða skemmri
tíma einstökum veiðarfærum. Þetta kerfi
gekk í gildi 1. júní 1996 og enn er of snemmt
að segja til um hvort það nær tilgangi sínum.
Úthafsveiðar
I gamla daga byggðust fiskveiðar Færey-
Frá Runavík.
62
Sjómannablaðið Víkingur