Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Side 18
Umsjón: Hilmar Snorrason ntdn ht kúmi Þær 20 verstu [ júlímánuði heimsótti skip Aiþjóða flutningaverkamanna- sambandsins ITF, Global Mar- iner, Reykjavík sem var fyrsta höfn skipsins á heimssiglingu sinni. Tilgangur þessa ferðar er að kynna líf sjómanna með sýningu. Við upphaf ferðarinn- ar birtu samtökin lista 20 út- gerða sem hefðu þann vafa- sama heiður að vera talin verstu skipafélög í heimi. Fyrir- tækin eru: Adriatic Tankers, Sherimar, Polembros (öll grísk), PT Berjaya Bintang Samudera (Indónesía) lonia Management (Grikkiand), First Line (Suður-Kórea) Eurostar (Grikkland), Selfinvest (Rúmen- ía), Blasco (Úkranía), Alfa Mar- ine (Gínea), Mylinda (USA), Sohtorik (Tyrkland), Olivine (ísrael), AB Maritime Kapelco, Kapelco, Good Faith Shipping (öll grisk), Navrom (Rúmenía, Vangship (Noregur) Garibe Internacional (Kólombía) og Mertix Enterprices (Bretland). Kvartanir gagnvart þessum út- gerðum hafa sett þær á þenn- an lista og meðal þess sem þeim er gefið að sök er að borga ekki laun, lág laun, yfir- gefa áhafnir, barsmíðar, skort- ur á sjúkraaðhlynningu og jafn- vel manndráp en hjá einu þeirra var skipverji frá Indónesíu drepinn fullyrða samtökin. Eigandi þess fyrir- tækis sem trjónaði á toppnum, Panagis Zissimatos, gerði Adriatic Tankers gjaldþrota og áhafnir skipanna biðu í allt að 10 mánuði eftir að fá laun sín borguð. Þegar útgerðin varð gjaldþrota var ástand skipa þess svo slæmt að í sumum tilfellum dugði ekki söluand- virði þeirra til að borga laun á- hafnar. ■ Laumufarþegar Þeir áttu ekki sjö dagana sæla áhöfn og útgerð grísks stórflutningaskips sem varð fyrir því að fá tvo laumufar- þega um borð í Suður-Afríku. Það tók heila fjóra mánuðu að koma mönnunum frá borði og þá höfðu fjögur ríki hafnað allri aðstoð við að koma þeim í land. Laumufarþegamir fundust undir vélarúmsgólfi tveimur dögum eftir að skipið fór frá Richard Bay í Suður-Afríku á leið til Ítalíu. í Ijós kom að þeir væru frá Tansaníu og var annar þeirra án nokkurra skii- ríkja. Tryggingafélag skipsins hóf þegar tilraunir til að koma mönnunum í land í Ítalíu en varð ekki ágengt sökum nýrra laga sem þá höfðu verið sett í landinu varðandi ólöglega inn- flytjendur þannig að enga hjálþ var þar að fá. Skipið var síðan mánuð í slipp í Tyrklandi og allan tímann var reynt að koma þeim þar í land. Yfirvöld kröfðust stöðugt nýrra trygg- inga og pappíra og þegar búið var að útvega þá var óskað eftir enn meiri pappírum. Þegar skipið hélt þaðan var ekki enn komið nægjanlegt magn af papþírum og tryg- gingum til að hægt væri að koma mönnunum í land. Þaðan hélt skipið til Novor- ossiysk í Rússlandi en þar var því algjörlega hafnað að taka mennina í land hvað þá að skoða málið. Skipið tók oliu í Piraeus og þá var leitað að- stoðar fánaríkis skipsins sem krafðist þess að skipið yrði látið bíða þar til að mennirnir væru komnir í flugvél og hún væri farin á loft. Þessu gátu hvorki eigandi né leigutaki skipsins unað og hélt það því áleiðis til Houston í Banda- ríkjunm með mennina áfram um borð. Þegar þangað kom tók ioks við skilningur á málinu og var útlendingaeftirlitið tilbúið til að veita sína aðstoð. Kom í Ijós að annar mannanna var góður kunningi þeirra enda hafði hann áður gert tilraun til að komast til Bandaríkjanna. Mennirnir voru settir upp í flugvél í Miami sem flaug með þá til Suður Afríku eftir 4 mánaða heimssiglingu en til öryggis var þeim gefið róandi lyf til að þeir efndu ekki til óláta og jafnframt var vörður látinn fylgja þeim heim. ■ Slæmur aðbúnaður ‘ Meira af vettvangi ITF. í nýlegri könnun sem sam- tökin létu gera á búnaði skip- verja kemur fram að fjórðungur aðspurðra sjómanna sögðust hafa orðið fyrir kynþáttaáreitni meðan 10% sögðust hafa verið beittir andlegu ofbeldi. í þessari könnun voru 6,504 sjómenn spurðir um aðbúnað og vinnuaðstöðu. 11 % sögð- ust hafa orðið að borga til að fá skipsrúm en 43% þeirra voru Indónesíubúar. Skip skráð í Rúmeníu, Rússlandi og Úkraníu fengu lægstu einkun með lengstan vinnutíma, lægstu launinn og í versta ástandi. Margir sögðust þéna minna á mánuði en lágmarks- launin 1.100 dollarar kveða á um og voru um 84% Filips- eyinganna sem spurðir voru sem sögðust hafa minna á mánuði en þá upphæð. Það er vonandi ekki þetta sem menn eru að sækjast eftir með að koma á fót íslenskum skráningafána. Vilja nýja pappíra Loftskeytamenn á Filipps- eyjum vilja fá stjórnvöld þar í landi til að breyta réttindum sínum í stýrimannsréttindi þar sem starf þeirra muni leggjast niður frá og með febrúar á næsta ári. Þeir fara fram á að reynsla þeirra í starfi verði metin til styttingar á skólagöngu vilji þeir spreyta sig á stýrimanns- \ prófinu. ■ 18 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.