Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 51
Siggi og Ólafur Bjarnason, báöir á tímamótum. Siggi að gefa út fyrstu plötuna og báturinn er 25 ára á þessu ári. „Sjómennskan hefur breyst síð- an kvótinn kom og svo eru alltaf þessi lögskipuðu frí. Það er einna helst erfitt að komast á æfingar með strákunum ef maður er seint í landi.“ Siggi neitar því ekki að hann hefði viljað leggja tónlistina alveg fyrir sig. „Það hefði verið ægilega gaman að hafa áhugamálið að atvinnu, ég viðurkenni það. Ég hefði þá líka lært meira í músík. En mér líkar sjómennskan vel og svo auðvitað skipta tekjurnar líka máli. Ég held ég muni ekki hætta á sjónum en ef vel gengur væri ég til að taka mér frí til að sinna tónlistinni," segir hann. Með tilkomu pöbbanna hefur vinnuum- hverfi hljómsveita breyst. Núna eru færri stór böll og minna að gera á þeim vettvangi yfir sumarið. Hins vegar er þokkalegt að gera á veturna þegar hljómsveitin spilar á árshátíð- um og þorrablótum og öðrum skemmtunum í héraði. Siggi byrjaði ungur til sjós og fljótleg gerð- ist hann kokkur. Frá árinu 1980 hefur hann kokkað fyrir áhöfnina á Ólafi Bjarnasyni sem Valafell hf. gerir út. Utgerðarmaðurinn og skipstjórinn, Björn Erlingur Jónasson, hefúr stutt við bakið á syngjandi kokknum sínum og styrkti útgáfu plötunnar. Fleiri styrktu útgáfuna og ekki má gleyma framlagi fjöl- skyldu Sigga. Hann býr í miklu kvennaríki með eig- inkonu sinni og þremur dætrum. Tvær þeirra, Sig- ríður og Guðlaug, syngja með honum á plötunni og sú þriðja, Eygló, hannaði plötuumslagið. Eiginkon- an, Guðmunda Wíum, var svo framkvæmdastjóri og sá um fjármálahliðina. Eina afabarnið er líka kven- kyns og heitir Sara Líf. Siggi er því ekki einn á báti í spilamennskunni. „Þær fara vel með mig stelpurnar og ég gæti þetta ekki án þeirra stuðnings,11 segir Siggi (Huldu, Bóbó, Mundu) Hösk. tónlist- armaður og kokkur í Ólafsvík. ■ TEXTl: JÚHmm Á.H. JÚHANNSDOmR. UÚSMYMyR AF SlGURBI HOSKULDSSlM: ÁLFONS FmSSON. ZOÐIAC í fremstu röð frá upphafi Viðurkennclir af Sigfinga$tofiuiii Islands ÉlGEIRI Bíldshöfða 16 sími 587 7666 fax 587 7665 Sjómannablaðið VfKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.