Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 26
land 1928 - 1937. í þætti sem
nefnist Ur vélarúminu er þýdd
grein sem nefnist „Ljósvarpa
fyrir fiskiflotann“ og er þar
greint frá því að mörg þýsk
fiskiskip séu nú búin ljós-
vörpu, sem nefnist ljóskastari
í dag. í þætti frá lofstkeyta-
mönnum er fjallað um bygg-
ingu „krystalmóttakara." Þá
skrifar „Loftskeytamaður"
skondinn pistil þar sem
menn eru beðnir um að
æpa ekki ógurlega í tal-
stöðvarnar nú þegar síld-
veiðin sé að hefjast. „Styrk-
ur stöðvarinnar eykst ekk-
ert við það, þótt sá, sem í
hana talar, öskri af lífs og
sálar kröftum," segir
greinarhöfúndur.
Birtar eru myndir frá
Sjómannadeginum og
Sjómannasýningunni. Loks má
nefna grein þar sem fundið er að efni grein-
arkorns sem Magnús Jónsson guðfræðipró-
fessor hafði skrifað í Lesbók Morgunblaðs-
ins. Þar mun prófessorinn hafa minnst á ör-
yggismál sjómanna en að mati
greinarhöfundar Víkingsins hefur Magnús
ekkert vit á þeim málum. ■
Af öðru efni 1. tölublaðs má nefna afmæl-
isgrein um Jón Bergsveinsson erindreka
Slysavarnarfélagsins sextugan og í opnu
blaðsins er kort yfir skip sem fórust við ís-
Siglufjörðu
I mikilli sókn á sex-
tíu ára afmælinu
Sjómannablaðið Víkingur hefúr komið út
í sextíu ár. Það er nokkuð langur aldur fyrir
tímarit á íslandi. Vissulega hefúr oft staðið
tæpt um rekstur blaðsins og vissulega hafa
verið uppi þær skoðanir að sennilega væri
best að hætta að gefa út blaðið.
Sem betur fer var sú ákvörðun aldrei tekin,
heldur hafa eigendur blaðsins, það er Far-
manna- og fiskimannasamband íslands og
aðildarfélög þess og þá um leið félagar í öll-
um skipstjóra- og stýrimannafélögum á
landinu, ákveðið að standa áfram að útgáfú
Víkingsins. Það eru ekki mörg ár frá því að
alvarlega staða blaðsins olli eigendum þess
miklum áhyggjum, rétt ákvörðun var tekin
þrátt fyrir alla vafa um möguleika blaðsins.
Það var rétt ákvörðun að halda áfram. Frá
því að blaðið stóð afar illa, fyrir aðeins fáum
árum, hefur margt breyst, nánast allt til batn-
aðar. Fjárhagsstaða Sjómannablaðsins Vík-
ings er ailt önnur en hún var, það hefúr tek-
ist að gjörbreyta afkomunni.
Það er ekki bara að fjárhagsstaðan hafi
breyst til batnaðar. Eftir að áskrifendum
hafði fækkað, en það sama gerðist víða eftir
að virðisaukaskattur var settur á fjölmiðla,
hefur blessunarlega tekist að fjölga áskrifend-
um á ný og það svo um munar. Það þýðir
samt ekki það að ekki megi betur gera og það
kallar á að við öll, bæði við sem störfúm við
blaðið, og sjómenn sameinist um að gera enn
betur.
Það er gott til þess að vita að nú þegar
möguleikar til afþreyingar aukast verulega
fjölgi áskrifendum að Víkingnum. Það segir
okkur að hann á fúllt eins mikið erindi í dag
og þeir töldu sem hleyptu blaðinu af stokk-
unum á sínum tíma.
Ég sem þetta skrifa hef verið ritstjóri
blaðsins frá því í ársbyrjun 1993. A þeim
árum hafa orðið umskipti í rekstrinum.
Vissulega hefúr okkur sem störfúm við blað-
ið langað að gera meira, en staðan hefúr ekki
leyft miklar sóknir.
Allan þann tíma sem ég starfað við blaðið
hef ég notið samstarfs sama fólks, það er
framkvæmdastjórans Benedikts Valssonar,
auglýsingastjórans Sigrúnar Gissurardóttir,
ritarans Olgu Herbertsdóttur og auk Bene-
dikts hafa setið í ritnefnd þeir Guðjón A.
Kristjánsson og Hilmar Snorrason.
Þetta ágæta samstarfsfólk á þakkir skyldar
eftir að hafa verið með að sigla Víkingnum á
öruggan sjó. ■ Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri.
26
Sjómannablaðið Víkingub