Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Síða 36
tugum. Hún hefúr verið að stækka og styrkj- ast. Þekkingin hefur verið að aukast en hún verður náttúrlega seint nógu góð og við þurf- um alltaf að vera að gera betur. Ekki síst í ljósi þess að veiðigetan er alltaf að aukast vegna tæknibreytinga og við þurfum stöðugt að vera meira á varðbergi um að fara vel með stofnana. Eftir því sem tæknin vex og þrýst- ingur á nýtingu veiðistofnana eykst verður krafan um nákvæmari vitneskju og nákvæm- ari veiðiráðgjöf stöðugt meiri. Við erum alltaf nær mörkunum sem við megum ekki fara framyfir. Það eitt krefst þess að við styrkjum vísindalegan grunn veiðiráðgjafarinnar á næstu árum og að við aukum á nákvæmni mælinganna eftir því sem við getum.“ —Er hægt að auka þessa nákvæmni og þá með hvaða hætti? „Það getum við gert með meiri gagnasöfn- un og úrvinnslu, bæði með okkar leiðöngr- um og auknu samstarfi við þá sem eru úti á hafi. Við teljum mikilvægt að byggja starf- seminni öruggan ramma í framtíðinni bæði hvað varðar húsnæði og aðstöðu. Við erum að fá nýtt rannsóknarskip og það þarf að tryggja rekstrargrundvöll þess. Nýtt skip mun stytta úthald okkar í erfiðum vetrar- veðrum norður í Dumbshafi vegna þess að þetta er stærra skip og frátafir verða minni vegna veðurs.” Kanna nýjar lendur -Breytir nýja skipið ykkar möguleikum að öðru Ieyti? „Það er ekki vafi á því. Við ætlum meðal annars að nota þetta skip til að kanna nýjar lendur. Það er mjög mikilvægt að okkur verði á næstu árum gert kleift að kanna djúpmið. Nýja skipið mun hafa mikla toggetu og við getum farið út með stærstu og bestu veiðar- færi mun dýpra og fjær landi en við höfum gert á þeim skipum sem við höfúm núna til umráða. En þetta getum við ekki nema það sé verulegur vilji til þess að við förum í þessu nýju verkefni. Að kanna nýja stofna á djúp- miðum er mjög kostnaðarsamt því úthald á svona skipi er dýrt. En ég tel þetta algjörlega nauðsynlegt viðfangsefni og þá ekki síst með tilliti til flökkustofna sem eru innan og utan okkar Iögsögu og kvótauppskipti geta orðið á alþjóðavettvangi á komandi árum. Þar mun rannsóknarframlag hverrar þjóðar hafa veru- leg áhrif á hvaða hlut hver þjóð ber úr býtum. Þetta á náttúrlega við um stofn eins og kolmunnastofninn, makríl og fleiri stofna.“ -Er hugsanlegt að enn séu ófundin ein- hver gjöful fiskimið sem við getum nýtt? „Á undanförnum árum hafa verið að finn- ast nýjir möguleikar en auðvitað eru takmörk sett fýrir því hversu margir stórir nýtanlegir fiskistofnar uppgötvast á komandi árum. Fyrir nokkrum árum var talað um ýmsar smærri miðsjávartegundir torfufiska sem hugsanlega stóra ónýtta auðlind og er gulllax- inn dæmi um það. Sá stofn virðist hins vegar ekkert gríðarlega stór og er jafnframt hæg- vaxta en menn munu eflaust hefja veiðar á ýmsum ónýttum tegundum á komandi árum. En af þeim tegundum sem enn eru ó- „Það er alveg óhætt að segja það að Hafrann- sóknarstofnunin nýtur mikils trausts á alþjóð- vettvangi. Þetta rann- sóknarsvið er mjög al- þjóðavætt og þar eru mikil alþjóðatengsl. Varðandi alla aðalráð- gjöf okkar þá förum við með hana á erlendan vettvang og viðrum hana þar. nýttar er kolmunninn líklegast stærsti stofn- inn sem kann að veita okkur verulega búbót á næstu árum því þar erum við að fá inn mjög sterka árganga.“ —Nú er ekki vafi á að Hafrannsóknarstofn- unin nýtur trausts landsmanna en hvernig stendur hún sig á heimsvísu? „Það er alveg óhætt að segja það að Haf- rannsóknarstofnunin nýtur mikils trausts á alþjóðvettvangi. Þetta rannsóknarsvið er mjög alþjóðavætt og þar eru mikil alþjóða- tengsl. Varðandi alla aðalráðgjöf okkar þá förum við með hana á erlendan vettvang og viðrum hana þar. Það er fastur hluti af okkar ráðgjafaferli að fá álit erlendra sérfræðinga á því sem við erum að gera. Enda er það mjög mikilvægt að fá einhvers konar mælikvarða á starfsemina og reyna að hafa einhver viðmið sem geta leiðbeint okkur um hvort við erum á réttri leið eða ekki. Við vorum áðan að tala um brjóstvitið og reynslu sjómanna sem þátt í okkar starfi. Annar mikilvægur þáttur er að fá alþjóðlegan samanburð á okkar vinnu og aðferðafræði og það er gert reglulega.“ Rannsóknir á vistkerfinu -Þú talar um mikilvægi þess að styrkja starfsemi stofnunarinnar. í hverju á það eink- um að felast? „Það er hægt að gera það á ýmsa vegu. Það er hægt að fara og ná í meiri mælingar svo ná- kvæmnin verði meiri. Einnig er hægt að fara í fleiri rannsóknarleiðangra og taka fleiri sýni. En allt tekur þetta tíma og kostar peninga. Einnig er mikilvægt að reyna stöðugt að þróa nýjar aðferðir og vera opinn fýrir nýjum að- ferðum ásamt því að ástunda sjálfsgagnrýni. Þótt okkar starf verði íýrir gagnrýni á opin- berum vettvangi þarf það ekki vera neitt slæmt heldur getur það verið okkur hjálp og styrkur ef það er gert af sanngirni. En þessar rannsóknir okkar á vistkerfinu eru mjög mik- ilvægar meðal annars í tengslum við umræð- una varðandi áhrif hugsanlegrar loftslags- breytinga á lífkerfið. Til þess að ná betri ár- angri með nýtingu lífvera þurfum við að skilja betur allt þeirra umhverfi og umgjörð. Við þuríúm að rannsaka frekar áhrif okkar veiða á vistkerfið og vera reiðubúin að sitja fýrir svörum á erlendum vettvangi þar að lút- andi. Góðar rannsóknir og nákvæmar niður- stöður er eina vopnið sem við höfum í þeirri umræðu. Þá getum við hreinlega sýnt fram á að við höfum rannsakað málið mjög ná- kvæmlega og höfum stjórn á málunum. Góð og öflug rannsóknarstarfsemi á næstu árum getur því orðið okkar sterkasta vopn í mark- aðssókn fýrir íslenskar sjávarafurðir. Það verður spurt um ástand þeirra stofna sem við erum að nýta. Við getum heldur ekki sýnt framá að hreinleiki íslenska hafsvæðisins sé mikill nema með marktækum rannsóknum sem standast ítrustu rýni á alþjóðlegum vett- vangi. Allt kostar þetta auðvitað peninga en við erum líka tilbúin að forgangsraða verk- efnum og hagræða í okkar rekstri.“ -Hvað með áhrif veiðarfæra á botninn og annað svo sem sjávargróður? „Það eru hlutir sem við erum að rannsaka og höfum áætlanir um að auka þar við. Þetta hefur verið rannsakað gegnum tíðina en er nokkuð flókið mál. Erfitt er að einangra ein- staka áhrifaþætti og sjá hverjir eru mestu á- hrifavaldar á þróun lífríkis á tilteknu svæði. Hvort það eru veiðarfæri, umhverfisþættir eða samkeppni í kerfinu. Þetta er ekki auð- veld spurning en hún er mikilvæg. Við höf- um fullan hug á að sinna þessum þætti betur en gert hefur verið og það er líka ákveðin hreyfing erlendis í þessa átt. Einnig höfúm við á síðustu árum komið mjög að þróun allskyns skiljubúnaðar. Guðni heitinn Þor- steinsson var ákaflega ötull við það og þar er skarð fýrir skildi. En við ætlum að sinna því 36 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.