Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 19
ntdn íír Aclmi Þrettán skipverjar á rúmenska flutninga- skipinu Smirdan hafa hafst við um borð í skipi sinu á alþjóðlegu hafsvæði undan Singapúr síðan í janúar 1997. Skipið, sem er i eigu Navrom og var nefnt í listanum yfir verstu skipafélög í heimi, hafði strandað í Malacca áður en því var siglt áleiðis til Singapúr. Þegar þan- gað kom neituðu þar- lend yfirvöld skipinu að koma inn í lögsögu þeirra nema að fyrir lægi trygging fyrir tjóni sem það gæti valdið sem afleiðingu af strandi þess. Þetta gat útgerðin ekki upp- fyllt sökum peninga- leysis og því var skip- inu lagt utan lögsög- unnar. Löng rifa er á skipinu fyrir ofan sjó- línu og höfðu skip- verjarnir steypt í hana til að koma í veg fyrir að skipið sykki. Farmur er í skipinu sem eru soya- baunir en sjálf- íkveikja hefur orðið tvisvar í farminum sem varð til þess að áhöfnin kaus að hafa lestarlúgur opnar. Þá fór farmurinn að úldna og nú er yfir skipinu mikill ammoniaks- fnykur sem er orðinn skaðlegur áhöfninni. Ekki eru þó miklar líkur á að áhöfninni verði komið til hjálpar því skipið er ekki í kyrrsetningu og því ekki hægt að yfirgefa það og óttast menn að það eina sem geti komið áhöfninni til hjál- par er að skipið sökkvi þar sem ástand þess er orðið mjög alvar- legt. ■ Tvær smáfréttir Árekstur Það er ekki bara þoka og snjóbyljir sem geta valdið van- dræðum til sjós. Nýlega varð árekstur milli sementsflut- ningaskipsins Nafto Cement Two og Paros í Súezskurði og ástæðan var gífurlegur sand- stormur sem skipin lentu í. Ekki urðu þó miklar skemmdir á skipunum. ■ Öflug útgerð Ekki er að frændum okkar Dönum að hæða þegar kemur að siglingum. Stærsta kaup- skipaútgerð Dana A.P. Möller pantaði í júní s.l. 14 gámaskip, fjögur 4.300 TEU frá Kóreu, fjögur 2.200 TEU frá Taiwan og sex 3.700 TEU frá sinni eigin skipasmíðastöð í Odense. Engin smá pöntun á einu bretti. ■ Ve kindi á farþega- skipum Farþegaskipið Regal Princess varð að hætta siglingum í júní s.l. þar sem skipið var i Bresku-Kól- ombíu eftir að 300 farþeg- ar og skipverjar höfðu sýkst í þremur ferðum í röð af vírus sem oraskaði niðurgang og hitasótt. Veikin herjaði venjulega f einn til tvo daga og var I fyrstu talið að um matar- eitrun hafi verið að ræða. Eftir ítarlega rannsókn benti ekkert til þess en talið var að einhverjir far- þegar hafi komið með sýk- ina um borð. Á skipinu er 700 manna áhöfn og getur það flutt 1.600 farþega. ■ Meiri veikindi Það eru fleiri farþega- skip sem hafa átt í vanda vegna veikinda. Breska farþegaskipið Edinburgh Castle, sem er 32.000 tonn að stærð, varð einnig að hætta siglingum tímabundið eftir að bakt- eríur sem valda herman- naveiki fundust í vatni skipsins. 800 farþegum og 400 skipverjum var smalað í land og var þeim sagt að leita læknishjálpar ef þau yrðu vör einhverra ein- kenna innan 10 daga, s.s. niðurgang, höfuðverk, hita og hósta. Slíkur ófögnuður um borð í skemmtiferða- skipi getur verið dýrkeypt- ur því 900 afpantanir bár- ust í kjölfarið. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.