Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 34
í lífkerfinu að ekki verði horft framhjá þeim í framtíðinni ef á að ná hagmárksnýtingu út úr því lífkerfi sem hér er um að ræða. En að sjálfsögðu er það síðan pólitísk ákvörðun hvort menn telja ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu eða ekki. “ -Skilur þú þennan hugsunarhátt sem nú er svo mjög uppi að það eigi að vernda hvali vegna þess hversu þetta eru sérstakar og gáf- aðar skepnur? „Mér finnst mjög vont að sum af þeim samtökum sem hafa verið að beita sér í hvala- málum fara ekki rétt með upplýsingar. Miðla ekki upplýsingum með hlutlausum hætti og það er alvarlegt mál. En þeir sem segja bein- línis að þeir vilji ekki láta veiða hvali vegna þess að þeir séu fallegir eða gáfaðir - það er ekki hægt að andmæla því. Ef fólk hefur þessa skoðun á það fullan rétt á að hafa hana. Sjálfum finnst mér hvalir stórkostlegar lífver- ur eins og kannski flestar skepnur á jörðinni. Mér þykir vænt um hvalina sem skepnur en mér þykir líka vænt um lömbin í haganum. En ég held að það séu engin rök sem hnígi að því að hvalir séu gáfaðri en flest landspendýr. Ég tel að þessi ofsafengna umræða gegn hvalveiðum og selveiðum hafi náð hámarki og andi Ríósáttmálans um sjálfbæra nýdngu svífi meira yfir vötnum nú og á næstu árum en var á síðasta áratug. í stöðugri fólksfjölgun og fæðuskorti mun okkur ekki líðast að nýta ekki auðlindir með sjálfbærum hætti.” Samið við Norðmenn -Nú hefur verið nokkur stirðleiki í sam- skiptum íslendinga og Norðmanna um nokkurra ára skeið vegna fiskveiðimála. Þú komst þar að málum meðan þú varst sendi- herra. Hefur þetta haft einhver áhrif á sam- starf vísindamanna þjóðanna hvað varðar haf- og fiskirannsóknir? „Þetta hefur ekki valdið okkur neinum vandræðum í vísindasamskiptum við Norð- menn. Hins vegar átti ég samskipti við Norð- menn í mínu fyrra starfi í utanríkisþjónust- unni og gerði mikið til þess að ljúka öllum okkar málum á farsælan hátt. Ég var formað- ur íslensku samninganefndarinnar í viðræð- unum við Norðmenn um norsk - íslensku síldina og okkur tókst að leiða þau mál far- sællega til lykta. Eins bárum við gæfu til að ljúka loðnusamningunum með ágætum hætti. Þetta sýnir að við getum klárað okkar mál með viðræðum og samningum og ég býst fastlega við að innan mjög skamms tíma höfum við lokið okkar ágreiningsmálum norður í Bartentshafi. Ég held að það sé mjög mikilvægt að Norðmenn og íslendingar hætti að deila á fiskveiðisviðinu. Auðvitað skarast okkar hagsmunir þannig að ágrein- ingur getur alltaf komið upp. En okkar sam- eiginlegu hagsmunir eru svo yfirgnæfandi meiri. Þessar þjóðir þurfa að taka saman á al- þjóðavettvangi til dæmis varðandi verndun hafsins, umhverfismál og það er ekkert leyndamál að á alþjóðavettvangi hefúr verið sótt að fiskveiðum sem slíkum. Nýting sjáv- arfangs á undir högg að sækja, ekki bara hval- veiðar, heldur fiskveiðar almennt sem er mjög alvarlegt mál fyrir okkur íslendinga og við munum aldrei sigra slík stríð einir. Því er algjör nauðsyn að þær þjóðir sem á þessu lifa taki höndum saman og sporni þarna við. Því er mjög mikilvægt að við ljúkum ágreinings- málum við Norðmenn sem allra fyrst.“ „Freistaði það þín ekki að halda áfram í ut- anríkisþjónustunni? „Ég átti mjög góðan tíma þar en Hafrann- sóknarstofnunin togaði í mig. Að vel yfir- lögðu ráði ákvað ég að fara aftur til fyrri heimkynna." —En er kannski full þörf á að hafa sérstak- an sjávarútvegssendiherra? „Það er mjög mikilvægt að hafa fólk með sérþekkingu á þessum málum í utanríkis- þjónustunni. Það er ekki nokkur vafi á því. Nú er Eiður Guðnason sendiherra að koma heim og taka við þeim verkefnum að mestu leyti sem ég hafði með höndum. Hann kem- ur kannski með nokkra aðra reynslu inn í þessi samningamál en ég er viss um að hans reynsla mun koma okkur til góða.“ Deilur um fiskveiðistjórnun Hér með látum við staðar numið í þessari umræðu og snúum okkur að Hafrannsóknar- stofnuninni. í ljósi stöðugra umræðna um kvótakerfi og fiskveiðistjórnun er Jóhann spurður um afstöðu Hafrannsóknarstofnun- arinnar til núverandi fiskveiðistjórnunar. „Ég tel að það sé lítill ágreiningur í samfé- laginu um verk Hafrannsóknarstofnunarinn- ar og verulegur skilningur hjá sjómönnum og útgerðarmönnum á því sem stofnunin er að gera. Hins vegar er því ekki að neita að stofn- unin hefúr aðeins dregist inn í þessar heitu umræður um fiskiveiðistjórnun sem uppi eru í þjóðfélaginu. Það er mikilvægt að öllum sé ljóst að á okkar herðum hvílir rannsókna- og ráðgjafaskylda varðandi fiskistofnana meðan sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn hafa fisk- veiðistjórnina með höndum. Þar er um að ræða framkvæmdaatriði og þar koma önnur sjónarmið inn í en bein fiskifræðileg sjónar- mið. Hafrannsóknartofnunin hefúr ekki tek- ið neina afstaða til þess hvaða veiðistjórnun- arkerfi menn eigi helst að aðhyllast. Við höf- um hins vegar haldið því mjög ákveðið fram að það þurfi að takmarka sókn í alla fiski- stofna með þeirri nútímatækni sem fyrir er og það verði að byggja á bestu fáanlegri vís- indalegri þekkingu. Það sé einfaldlega ekki völ á neinu öðru,“ sagði Jóhann. Nú er það svo að Hafrannsóknarstofnunin er einkum nefnd í sambandi við fiskirann- sóknir. Heiti stofnunarinnar bendir hins veg- ar til þess að hlutverk hennar sé mun víð- tækara? „Já, það er alveg rétt. Stofnunin hefur mjög víðtæku hlutverki að gegna og það er skilgreint mjög skýrt í lögum. Meginmark- mið hennar er að afla sem víðtækastrar vit- neskju um hafið, sjávarbotninn og lífríki sjávar. Hún á að stuðla að hámarksafrakstri fslandsmiða, leita leiða til að auka fjölbreytni sjávarfangs og meta áhrif umhverfisþátta, veiða og annarra nytja auðlindarinnar. Síðan eru þær skyldur sem Hafrannsóknarstofnun- in hefur og snúa kannski mest að almenn- ingi, þeim sem vinna í greininni og stjórn- völdum og varða upplýsingar og ráðgjöf, Iandi og þjóð til heilla. Það er markmið rannsóknarstarfsins að tryggja það að um- fjöllun um þá þætti sem eru grundvöllur ráð- gjafar um vernd og nýtingu fiskistofnana og annarra nytjastofna sé byggt á sem traustust- um vísindagrunni. Okkar ráðgjöf á ekki að byggja á öðrum sjónarmiðum. Fyrst og fremst eigum við að veita faglega vísindalega ráðgjöf. Það er mikilvægt að okkur takist þannig til á þessum vísindalegu forsendum að almenningur, stjórnvöld og hagsmunaað- ilar geti treyst því. Sem betur fer hefúr orðið hér á landi gífurleg hugarfarsbreyting varð- andi þetta atriði og nú gera allir sér grein fyr- ir því að einvörðungu með skilvirku veiði- stjórnunarkerfi sem byggir á áreiðanlegum vísindum mun okkur auðnast að nýta þessa auðlind með skynsamlegum hætti í framtíð- inni. Tæknivæðingin er orðin svo mikil að það er mjög auðvelt að ofveiða dýrastofna í hafinu og því varúðar þörf.” Umhverfið setur rammann -En er það ekki fleira en veiðin sem hefúr áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna? „Að sjálfsögðu er það ekki bara veiðistjórn- unin sem hefur áhrif heldur líka umhverfið sjálft. Veðurfarið í hafinu, ef við getum kall- að það svo, skiptir sköpum. Menn hafa meira að segja haldið því fram að veiðarnar sem 34 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.