Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Side 22
á karfa hérlendis og í Þýskalandi. - Hvað skyldu margar vörutegundir sýna fimmfald- an verðmun milli fslands og Þýskalands um þessar mundir? Það skal upplýst að breytingar fiskverðs á innlendum uppboðsmörkuðum falla mun betur að breytingu afurðaverðs á viðmiðun- artímanaum, en fiskverð í beinni sölu til fisk- verkenda. Þetta sýnir enn og aftur yfirburði uppboðsmarkaða við eðlilega verðmyndun á fiski hérlendis. í töflu 2 eru sýnd verðhlutföll fisks sömu tegunda milli uppboðsmarkaða og beinnar sölu í júní 1996 og 1998. Einnig er sýnd hlutdeild uppboðsmarkaða í magni helstu botnfisktegunda sem ráðstafað er til vinnslu hérlendis árin 1988 og 1997. Tölur um verðhlutföll í töflu 2 sýna hversu verð á uppboðsmarkaði er hlutfallslega hærra en verð í beinni sölu. Verð á þorski á upp- 22 boðsmarkaði var um 55% hærra en í beinni sölu í júní 1998 en aftur á móti tæplega 22% hærra í júní 1996. Ekki aðeins í þorski held- ur einnig í ýsu, karfa og ufsa hefur verðbil milli markaða og beinnar sölu aukist á und- anförnum árum. Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að þvingun fiskverðs í beinni sölu til fiskverkenda í landfrystingu og söltun hef- ur aukist á síðustu árum. Þróun hlutdeildar uppboðsmarkaða í heildarafla til vinnslu innanlands hefur verið afar jákvæð. Fyrsta heila árið sem uppboðs- markaðir störfuðu var 1988. Þá fór tæplega tíundi hver þorskur í gegnum markaði. Á ár- inu 1997 fór þriðji hver fiskur um markað af heildarþorskafla sem fór fiskvinnslu innan- lands. Þessi þróun hefúr verið enn jákvæðari fýrir ýsu og ufsa. Hins vegar virðist of lítið hlutfall af karfa, miðað við annan botnfisk, fara á markað, 95 100 ÞORSKUR til vinnslu innanlands 1988 - 1997 BelnsaB 60 40 Selt é markatf l 988 1389 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 ÁR 95 ÝSA til vinnslu innanlands 1988 - 1997 Beinsala 60- -v/' ^✓•''Sett á markaai 10 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 ÁR ÁR enda er verð á honum í beinni sölu afar skakkt. í viðræðum milli fulltrúa samtaka sjó- manna og útvegsmanna vegna endurnýjunar kjarasamninga hafa sjómenn margítrekað kröfu sína um allan fisk á markað og/eða markaðstengt verð. Þessu hafa viðsemjendur sjómanna hafnað. f upphafi var kröfunni hafnað vegna þess að viðsemjendurnir töldu sig ekki hafa umboð til að gera slíkan samn- ing, þar sem þriðji aðili -fiskvinnslan- átt hlut í máli. Þessi röksemd er löngum fokin út um gluggann þar sem útvegsmenn geta samið fyrir hönd fiskvinnslunnar um fiskverð á vettvangi úrskurðarnefndar sjómanna. Full- trúar útvegsmanna hafna einnig kröfunni um allan fisk á markað á grundvelli þess að þá sé verið að slíta í sundur samfellt fram- SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta Einnig skoðun og viðgerð bjargbúninga Gúmmíbátaþjónustan Eyjaslóö 9, Örfirisey sími 551: 4010 Fax: 562 4010 Tafla 2: Verðhlutfall milli uppboðsmarkaða og beinnar sölu júní 1998: Verðhlutfall milli uppboðsmarkaða og beinnar sölu júní 1996: Hlutdeild uppboðsmarkaða í heildar- afla til vinnslu innanlands**): Árið 1997 Árið 1988 Þorskur*) Ysa*) Karfi Ufsi*) 54,7% 69,6% 76,1% 42,3% 21,9% 9,1% 53,3% 20,3% 33,0% 62,7% 13,9% 43,7% 8,9% 20,6% 15,5% 16,7% *) Slægður fiskur. **) Fiskur til neyslu innanlands meðtalinn. Heimildir: Fiskifélag íslands.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.