Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 21
Benedikt Valsson hagfræðingur og framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands skrifar. Þvingað fiskverð Undir vetrarlok Iauk þriðja verkfalli sjó- manna á fiskiskipum sem þeir hafa staðið fyr- ir á þessum áratug vegna deilna um fiskverð. I tvö skipti af þremur hafa stjórnvöld skorist í leikin með því að banna tímabundið verk- föll sjómanna. Samhliða þessum afskiptum sínum af frjálsum samningum hlutaðeigandi aðila hafa stjórnvöld beitt sér fyrir öðrum að- gerðum til að draga úr langvarandi deilu milli sjómanna og útvegsmanna, þar sem rót vandans er að finna í einhliða fiskverðsá- kvörðun útvegsmanna/fiskverkenda. Aðgerðir stjórnvalda frá síðastliðnu vori eru af tvennum toga. í fyrsta lagi er sett á laggirnar Verðlagsstofa skiptaverðs sem hefixr þann tilgang að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna. Verðlagsstofa skal stuðla að réttu uppgjöri af hálfu útgerð- armanna. í öðru lagi er stofnað kvótaþing til að miðla kaupum og sölum aflamarks með það markmið að gera kvótaviðskipti gegn- umsærri og slíta óeðlileg tengsl milli sægreifa og leiguliða í fiskveiðum. Hvort framantald- ar aðgerðir stjórnvalda muni duga til þess að leysa aðsteðjandi vanda vegna verðmyndunar á fiski og réttu uppgjöri á aflahlut sjómanna, getur tíminn einn leitt í ljós. Hins vegar er þegar kominn upp ágreiningur milli samtaka sjómanna og Verðlagsstofu um verkefni og verklag stofimnar. Einnig hafa komið fram sprungur í kvótaþingið, þar sem útvegsmenn hafa skotið aflamarki framhjá þinginu með því að leigja fiskiskip milli rekstraraðila. Einhliða ákvarðað fiskverð er þvingað fisk- verð. Slíkt verð er afsprengi af togstreitu um tekjuskiptingu innan sjávarútvegsins þar sem útvegsmenn/fiskverkendur hafa að undan- förnu verið að færa sig upp á skaftið í ásælni sinni til þeirra verðmæta sem myndast í fisk- veiðum á kostnað sjómanna. Segja má að til- raunin til að semja um svonefnt frjálst fisk- verð milli einstakra áhafna fiskiskipa og út- gerðarmanna hafi mistekist einfaldlega vegna þess að margir af þeim síðarnefndu hafa mis- notað aðstöðu sína til að þvinga niður fisk- verð eða halda því niðri. Þessu til stuðnings er vísað til misgengis milli þróun verðs sjávar- afurða og hráefnis sem átt hefur sér stað á undanförnum misserum. í töflu I er sýnd breyting afurða- og hráefnisverðs helstu botnfisktegunda á tímabilinu júní 1996 til á- gúst 1998. Eins og sést á töflu 1 vantar mikið upp á að fiskverð í beinni sölu til fiskverkenda hafi fylgt eftir breytingu afurðaverðs. Reiknað misgengi sýnir hvað fiskverð í beinni sölu þarf að hækka mikið til að ná sömu hlutfalls- legu breytingu afurðaverðs eins og á tímabil- inu sem hér er til umfjöllunar. Þannig þarf þorskur að hækka strax að meðaltali um 19%, ýsa um 14%, karfi rúmlega 11% og ufsi um 12%. Það skal tekið skýrt fram, að þótt misgengi milli afurða- og hráefnisverði yrði eytt með þeim hækkunum sem hér eru tilgreindar, má alls ekki skilja málið þannig að þá sé allt fallið ljúfa löð, hvað fiskverð snertir. Hafa ber hugfast að fiskverð í beinni sölu hefur verið og er meira og minna “skakkt.” Og það verður áfram skakkt þrátt fyrir leiðréttingu á því misgengi sem greint er frá hér að framan. Skekkjan verður sennilega ávallt til staðar svo lengi sem fiskverð í beinni sölu er lægra en það verð sem fæst fyrir fisk af sömu tegund og gæða á uppboðsmarkaði. Hvers vegna er verð á karfa allt að helmingi lægra í beinni sölu en á uppboðsmarkaði hér- lendis? Svarið er augljóst, fiskverð í beinni sölu er þvingað. Þessu til frekari staðfesting- ar má vísa til nýlegrar (síðsumars sem ekki er talinn besti sölutíminn) sölu Breka VE á karfa í Bremerhaven, þar sem meðalverð var 165 krónur á kíló fyrir úthafskarfa (djúp- karfi). A sama tíma er verð á karfa í beinni sölu hérlendis þvingað í 36 krónur á kíló sem gefur til kynna nálægt fimmfaldan verðmun Þorskur*) Ýsa*) Karfi Ufsi*) Breyting afurðaverðs landfrystingar og söltunar í íslenskum krónum, júní 1996 - ágúst 1998 19,5% 23,5% 15,1% 20,0% Breyting fiskverðs í beinni sölu til fiskverkenda, júní 1996 - júní 1998 0,3% 8,6% 3,4% 6,9% Misgengi milli afurða- og hráefnisverðs 19,1% 13,7% 11,3% 12,3% *) Slægður fiskur. Heimildir: Þjóðhagsstofnun og Fiskifélag íslands. Sjómannablaðið Víkingur 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.