Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Síða 35
slíkar séu lítill áhrifaþáttur í þessu, heldur séu það umhverfisskilyrðin sem ráði. En ég held að allir sem hugsa þetta í alvöru sjái að það er ekki rétt. Auðvitað setur umhverfið ramm- ann og segir til um það hvort hægt er að búa á þessu landi eða ekki. En ég held að það eigi fyrst og fremst við þegar til langs tíma er lit- ið, áratuga eða alda. Umhverfið setur ákveð- in skilyrði og auðvitað eru þau síbreytileg en til stutts tima getum við haft áhrif á afkomu- möguleika árganga með því að stýra okkar at- höfnum. Besta sönnun þessa kemur í ljós ef við skoðum þróun þorskstofnsins á þessari öld og áhrif styrjaldaráranna á afkomu stofnsins. Það dró verulega úr veiðum bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og það hafði gríðar- leg áhrif á vöxt og viðgang þorsksstofnsins í kjölfarið á þessum árum. Dánartíðnin snar- minnkaði og stofnarnir náðu að rétta úr kútnum. Meira segja má mæla samskonar breytingar við sóknarminnkunina sem varð við útfærslu landhelginnar. Þetta eru dæmi sem við höfum og sýna að veiðar hafa áhrif. Þó svo að við séum á mörkum kalds og hlýs sjávar verðum við að sjálfsögðu fyrir langtíma sveiflum sem verða í umhverfmu og förum ekki varhluta af þeim. En sem betur fer virð- umst við vera fyrir sunnan þá línu sem setur skorðurnar um hvort þorskstofninn getur lif- að hér eða ekki. Þó svo að hér komi slæmt ár- ferði í langan tíma hverfur þorskurinn ekki. Hins vegar er Grænland það miklu norðar að versnandi skilyrði skipta þar sköpum eins og hvarf þorskstofnsins er skýrt dæmi um. Sama gæti hugsanlega átt við strendur Kanada.“ Taka mið af reynslu sjómanna —Þú leggur mikla áherslu á vísindin og vís- indarannsóknir í starfi stofnunarinnar. Sjó- menn benda hins vegar oft á reynslu kyn- slóðanna og telja að ekki megi líta framhjá þekkingu þeirra sem lengi hafa stundað sjó- inn án þess að hafa numið æðri vísindi á skólabekk? „Þegar ég tala um að hlutirnir séu byggðir á vísindum þá segi ég nú bara eins og er að það eru ekki góð vísindi ef menn taka ekki mið af reynslu sjómanna. Sá vísindamaður í fiskifræði sem ekki hefur lagt sig fram um að nýta sér reynslu þeirra sem hafa verið á haf- inu og starfað við nálægð hafsins um langan aldur stundar ekki góða aðferðafræði. Það má svo margt af sjómönnum læra á sama hátt og þeir sem stunda vísindi á landi geta lært margt gott af bændum. Vandinn er hins veg- ar sá að vísindi sem ganga út á að meta magn „Ég held aö það blandist engum hugur um það í dag að við náðum að gjörbreyta öllum þekking- argrunni um hvalastofna við ísland á þessum árum.“ og stærðir krefjast einhverra talnaraða til að meta hlutina með tölfræðilegum aðferðum, líkindafræði, sem er mikilvægur hluti fiski- fræðinnar og oft er erfitt að beita þekkingu sjómanna og kynslóðanna í þessu tilliti. En ef ungur fiskifræðingur reynir að kynnast reynsluheimi sjómanna eins vel og hann get- ur held ég að hann öðlist ákveðið innsæi og hæfileika til þess að túlka sínar niðurstöður. Og það er grundvallaratriði. Maður á aldrei að trúa tölum og útreikningum alveg blint. Slíkt er mjög slæm vísindanálgun. Niður- stöður á alltaf að skoða í ljósi reynslunnar og þess raunveruleika sem þú telur að sé til stað- ar. En vísindamaður má ekki vera njörvaður niður í einhver fyrirfram ákveðin trúarbrögð og jafnvel reyndir sjómenn geta líka verið skeikulir þannig að þeirra skoðanir og reynslu þarf að taka með fyrirvara eins og annað. Við tölum um skammtímaminni og lang- tímaminni en það eru ýmsir sem gleyma fljótt og telja ástandið aldrei verra eða betra en í dag, jafnvel þótt þegar betur sé skoðað standist slíkar fullyrðingar ekki. Vísindamað- ur veitir ekki ráðgjöf á grunni brjóstvits en hann á að kynna sér að hvaða niðurstöðu menn hafa komist með brjóstvitinu. Hann getur svo farið út á haf og reynt að prófa hvort tilgátur brjóstvitsins séu réttar. Þannig geta vísindamenn á svo margan hátt nýtt sér reynslu sjómanna og ég held að það geri allir góðir vísindamenn." -Eigið þið á Hafrannsóknarstofnuninni mikið samstarf við sjómenn? „Við eigum mikið samneyti við sjómenn og eigum alla daga samtöl við þá og aðra sem koma að sjávarútvegi. Það er okkur mikill stuðningur í rannsóknarstarfinu að finna púlsinn. Hvað er að ske í veiðunum? Hvað finnst sjómönnum og öðrum sem til þekkja? Þessa vitneskju þarf vitaskuld að vega og meta en samststarf er bráðnauðsynlegt.” Ábyrgð okkar er mikil -Þegar allar rannsóknir og mælingar hafa verið gerðar og tillit tekið til reynslu sjó- manna gefið þið út álit um hvað megi taka mikið úr hverjum fiskistofni. Stjórnvöld eru farin að fara eftir ykkar ráðleggingum undan- tekningalaust og því má segja að ykkar álit ráði miklu um afkomu þjóðarinnar á hverj- um tíma. Þetta er því ekki lítið vald sem þið hafið? „Ég er ekki sammála því að við höfum mikið vald. Auðvitað er ráðgjöf Hafrann- sóknarstofnunarinnar mjög mikilvæg en stjórnvöld á hverjum tíma hafa valdið til að ákveða hvort þau fara eftir ráðgjöfinni. Hún á að vera byggð á vísindalegum forsendum og okkar bestu þekkingu. En við höfum ekkert um það að segja hvort farið er eftir þessari ráðgjöf eða ekki. Ég vil því alls ekki tala um vald í þessu sambandi en hins vegar er ábyrgð okkar mikil vegna þess að okkur er treyst fyr- ir því afla þessara mikilvægu upplýsinga, leggja faglegt mat á þær og gefa ráð. Það er stórt og ábyrgðarmikið verkefni. Ég held að stofnunin hafi verið að þróast með mjög já- kvæðum hætti á undanförnum árum og ára- SjÓMANNABLAÐIÐ VíKINGUR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.