Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Side 24
Fyrsta tölublað Víkingsins innastéttm verður að fá málgagn Sjómannablaðið Víking- ur hóf göngu sína árið 1939 og kom 1. tölublaðið út í júní. Heiti blaðsins var raunar „Víkingurinn" og sjómannablað sem undir- titill. í ávarpi Bárðar Jak- obssonar ritstjóra til les- enda gerir hann nokkra grein fyrir ástæðum þess að ráðist var í þessa útgáfu. Hann minnir á að öll sam- tök, félög og flokkar eða starfsgreinar sem hafi talið sig einhvers megnug hafi komið sér upp málgagni. Ein sé sú stétt manna sem þrátt fyrir brýna þörf hafi ekki enn ráðist í að gefa út málgagn að staðaldri og það sé sjómannastéttin. Með tilliti til þess hve hafið og þeir sem sjómennsku stundi sé stór og sterkur þáttur í íslensku þjóðlífi megi einstakt heita að jafn lengi hafi dregist að þessi þáttur þjóðlífsins eignaðist sitt eigið málgagn. í ávarpinu segir að mörg- um sem um þessi efni hafi hugsað hafi verið það ljóst að sjómannastéttin yrði að fá sitt eigið málgagn sem starfaði án sérstakrar stjórnmálaafstöðu og væri eingöngu helgað málefnum sjómanna- Fyrsta tölublað Víkingsins. stéttarinnar. Eini ópólitíski aðilinn sem um væri að ræða á þessu sviði væri Farmanna- og fiskimannasamband ís- lands og það hafi hafist handa í þessu augnamiði. Ritstjórinn segir ennfrem- ur að því miður sé þetta fyrsta eintak blaðsins ekki eins vel frá gengið að efn- isvali og æskilegt hefði ver- ið. „Vegna alveg sérstakra og raunar óvæntra orsaka" hafi orðið að hraða mjög útkomu blaðsins, en ekki er gerð grein fyrir því hvaða orsakir lágu þar að baki. Minnt er á að blaðið sé orðið til vegna sjó- mannastéttarinnar og fyrir hana. Því þurfi sjómenn sjálfir að skrifa í blaðið. Boðað er að Víkingurinn komi næst út 1. ágúst og „tvisvar í mánuði þaðan af, þar til honum vex svo afl og auður að hann getur lagt í fjölbreyttari, ötulli og tíðari víking, og þarf von- andi ekki lengi eftir því að bíða.“ Hallgrímur Jónsson skrifar fyrir hönd ritnefnd- ar og segir meðal annars að blaðið muni ekki láta nein málefni sjómannastéttar- innar sér óviðkomandi en leggi það eitt til málanna sem það telji sjó- mannastéttinni sem heild fyrir bestu. 24 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.