Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 14
hafnarnefnd í Grundartanga fór þess á leit við þáverandi samgönguráðherra, Halldór Blöndal, að lögbinda lóðsskyldu þangað þá stakk ráðherra við fótum. Þá voru helstu rök okkar sem þá vorum í hafnarnefndum á Akranesi og Grundar- tanga að uppákomur sem þessar yrðu, það hefur því miður ræst. Ég sé fyrir mér að nú þegar félagið verður orðið á landsvísu að þá munum við að taka tæknina í okkar þjónustu og semja við skólana á landsbyggðinni sem hafa yfir að ráða fjarfundarbúnaði og fé- lagsfundir sem væntanlega verða haldnir milli jóla og nýárs eins og verið hefur verði haldnir með þeirri tækni þannig að fundarstjórn sé þar sem mestar líkur eru á um mætingu síðan verði tengiliður á þeim stöðum sem boðið verður upp á fjarfundi og menn geti þannig tekið þátt í og fylgst með umræðum og greitt at- kvæði um hin ýmsu málefni. Með þess- um hætti tel ég að félagið geti orðið enn virkara og menn geti átt þess frekar kost að koma sjónarmiðum sínum og ábend- ingum á framfæri. Á þennan hátt er ég viss um að sé möguleiki á að virkja menn til starfa og fá fram lifandi um- ræðu um félagið og kjaramálin og önnur þau mál sem kjör okkar varðar, ég er sannfærður um að ef við tökum tæknina í okkar þjónustu á þennan hátt þá mun- um við verða að öflugri liðsheild og bet- ur í stakk búnir að taka afstöðu til mála og álykta um þau. Ég er mjög bjartsýnn á að okkar nýstofnaða féiag verði okkur öllum tii hagsbóta og muni gefa okkur tækifæri til að vinna í ýmsum þeim mál- um sem segja má að hafi ekki verið tæki- færi til að vinna í sem skildi , þar á ég m.a. við upplýsingaflæði til félaga, en ég tel að við eigum að leggja ofuráherslu á að hafa heimasíðuna lifandi og gagnvirka og gefa út félagsblað sem yrði fagblað á- samt því að gefa upplýsingar um hin ýmsu mál sem félagið fjallar um, en ég er viss um að það kemur mörgum á óvart hversu mikill tími af starfsemi félaganna fer í að verja kjör og lagaumhverfi okkar starfa milli þess sem samningar eru laus- ir. Ég er viss um að með bættum upplýs- ingum þá munu menn sjá að á hverjum degi er verið að fjalla um mál sem skipta miklu máli og ef ekkert væri að gert þá værum við í mun verri stöðu en raunin er því stöðugt er verið að setja lög og reglugerðir er okkar störf varða og fer mikill tími og orka í að koma okkar sjónarmiðum til skila á þeim vettvangi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá samþjöppun í sjávarútvegi sem hefur átt sér stað að undanförnu, það má því segja að okkar samþjöppun sé að hluta til svar við þeirri þróun og ég vona að með því að safna okkar vopnum á þennan hátt þá verðum við betur í stakk búnir til að takast á við þau mál sem framundan eru, en af nógu er að taka. Mjög brýnt er að okkur takist að fá stjórnvöld til að búa þannig um hnútana að okkur takist að snúa við þeirri þróun sem hefur verið í siglingum til og frá landinu. Ef okkur tekst að fá stjórnvöld til að taka undir okkar sjónarmið hvað þau mál varðar þá er aldrei að vita nema skipafélögin sjái sér hag i að nota starfs- krafta okkar félaga í auknum mæli og við gætum hugsanlega séð fram á aukna sókn í Stýrimannaskólann í framtíðinni. Kannski má segja að þetta sé óskhyggja og ekki í takt við raunveruleikann en við verðum að trúa því að ef við gefum ekki árar í bát þá munum við sjá árangur, en eins og máltækið segir þá holar dropinn steininn og við verðum að trúa því að ekki sé allt unnið fyrir gíg þótt okkur finnist stundum að lítið gangi. Að lokum við ég óska okkur öllum til hamingju með okkar nýja félag og vonast til að okkur takist að virkja þá orku sem sannanlega býr í okkar félagsmönnum því ef það tekst þá er engu að kvíða með framtíðina. Guðlaugur Jónsson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar V ’ Já, það er stór dagur hjá okkur í dag við stofnun nýs félags. Það hefur verið draumur hjá mér um langan tíma að sameina félögin og vonandi klárast það hér í dag. Það var laugardaginn 7. október 1893 að það hittust rösklega 20 skipstjórar og stýrimenn á þilskipum i Reykjavík og stofnuðu Ölduna og er hún því orðin 110 ára og þar með elsta stéttarfélag á ís- landi. Félagið hefur starfað allan tfmann síðan hér í Reykjavík. Það hefur verið mikil starfsemi hjá félaginu öll jiessi ár og til gamans má geta að félagið sá fyrir söfnun til að gera styttu af Jóni Sigurðs- syni sem stendur við Austurvöll og ekki má gleyma að nefna að árið 1912 var ungur sjómaður við nám í Kaupmanna- höfn, Jóhannes Kjarval að nafni. Það var þannig ástand hjá honum að hann sótti um styrk til Alþingis til að geta stundað nám áfrarn, en honum var hafnað. Þá kom til kasta Öldunnar og söfnuðust 209 krónur sem voru sendar út, upphæðin er ekki há á núvirði, en samt jafngilti hún góðum árslaunum skipstjóra á þessum tíma. Félagið færði út kvíarnar og svo var það upp úr 1960 að menn frá Snæfells- nesi, Þorlákshöfn og Hornafirði gengu í Ölduna og er félagið þannig skipað í dag. Það var á miðju síðasta ári sem at- kvæðagreiðsla í félaginu fór fram og kom það mér skemmlilega á óvart að rúm I

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.