Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 40
flutningaþörf og afkastagetu skipa. Þessu gæti þjóðin ekki annað i dag. Það þýðir að nú þegar er siglingaþekkingu þess- arrar eyþjóðar, sem á alla sína flutninga- hagsmuni undir sjálfstæði í þessari grein, að blæða hratt út. Sú blóðtaka getur til lengri tíma valdið því einnig að íslend- ingar missi yfirráð landhelgisgæslu við landið í hendur erlends valds vegna þekkingarskorts eins og var allt fram til fyrri hluta síðustu aldar. Því er þetta rakið hér að samtökunum þykir nauðsynlegt að vekja athygli stjórnvalda á þeim vanda sem hér blasir við. Því miður er tjónið nú þegar orðið svo mikið að langan tíma getur tekið að breyta vörn í sókn á þessum markaði og því þarf að verða breyting á hið fyrsta. Ljóst er að alþjóðlegur kaupskipamark- aður lagar sig ekki að sérhagsmunum okkar þannig að laga þarf íslenskan kaupskipamarkað að þessum alþjóða- markaði eins og nágrannaþjóðir okkar hafa gert m.a. af sömu orsökum og hér eru raktar. Reykjavík 11. febrúar 2004. Árni Bjarnason forseti Farmanna- og fiskimannasambands Islands og formað- ur Félags skipstjórnarmanna. Böðvar Kárason, Nemendafélagi Vél- skóla íslands Einar Örn Einarsson form. Nemenda- félags Stýrimannaskólans Helgi Laxdal form. Vélastjórafélags ís- lands Jónas Garðarsson form. Sjómannafé- lags Reykjavíkur Magnús Harðarson varaform. Félags skipstj órnarmanna Öldungar úti á lífinu Tveir háaldraðir vinir ákváðu að bregða undir sig betri fætin- um í síðasta sinn og sletta ærlega úr klaufunum. Steðjuðu í bæ- inn, fóru á hvern barinn á fætur öðrum og helltu vel uppá sig. Seint um kvöldið ákváðu þeir að slútta þessu með því að heim- sækja gleðihús. Þegar þeir skjögruðu þar inn virti maddaman þá fyrir sér með fyrirlitningu og kallaði svo í aðstoðarstúlkuna: - Ég fer ekki að leggja neina af stelpunum undir þessa for- drukknu öldunga. Þeir eru orðnir svo gamlir og fullir að þeir vita ekkert í sinn haus. Farðu upp á herbergi númer fimm og sjö og settu gúmmídúkkur í rúmin. Maddaman rukkaði síðan þá gömlu um hátt gjald fyrir þá þjónustu sem þeir fengju brátt og þeim var vísað til herbergj- anna. Þegar þeir slöguðu heim all löngu síðar segir annar: - Ég held að mín stelpa hafi verið dauð. - Ha, dauð? Af hverju segirðu það? - Nú, hún hreyfðist svo einkennilega og gaf ekki frá sér neitt hljóð. Hinn var hugsi um stund en segir svo: - Ég held að mín hafi verið galdranorn? - Hvað segirðu! Af hverju heldur þú það? - Jú, mér varð það á í hita leiksins að narta í hálsinn á henni og þá rak hún við með miklum hávaða og þyrlaðist svo bara út um opinn gluggann og hvarf. íslendingur meðal enskra Gárungarnir halda því fram að islenskur knattspyrnuþjálfari sem starfað hefur í Englandi í nokkur ár hafi verið illa talandi á enska tungu þegar hann hóf þar störf. Hafi breskir leikmenn oft átt í stökustu vandræðum með að skilja hvað hann var að fara. Þessu til sönnunar voru eftirtalin dæmi nefnd um orðalag þjálf- arans: - The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuend- anum. - I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið ineð því. - Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vett- lingatök. - I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum. - Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð. - Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á aftur- fótunum. - He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka. - It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi. - He stood ond the duck = Hann stóð á öndinni. - 1 teach in breast of him = Ég kenni í brjóstum hann. - On with the butter!!! = Áfram með smjörið. - She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn. Blindur á kvennabarnum Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við bar- borðið og pantar sér i glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann í barþjóninn: - Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara? Á sömu stund dettur allt í dúnalogn á barnum þar til konan sem situr við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri dimmri röddu: - Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, skal ég af því þú ert blindur, fræða þig um nokkur atriði. Barþjóninn er ljóshærð kona. Útkastarinn er ljóshærð kona. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og með svarta beltið í karate - og er ljóshærð. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og meistari í lyftingum. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og meistari í vaxtarrækt. Hugsaðu þig vel um vinur minn. Langar þig enn að segja þennan brandara? Blindi maðurinn hugsar sig um smástund, hristir svo höfuðið og segir: - Nei, ætli það. Ekki ef ég þarf að útskýra hann fimm sinnunr. Hágæða síur verja dýrmætan vélbúnað VÉLASALAN Ánanaust 1, Reykjavík. Sími 580 5300. Fax 580 5301. Netfang: velasalan@velasalan.is Veffang: http://www.velasalan.is 40 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.