Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 50
XX / 400 gerðin Um leið og DHB-röðin var sett á markað var tveimur nýjum stærðum bætt við XX/400 gerðina, DN200 og DN250. Með þeim nær geta dælnanna upp á efsta hluta vinnslusviðsins. Dæluhjólin eru hönnuð með aðstoð nýjustu tölvutækni til að mæta sífellt auknum kröfum um hægan snúning, háan þrýst- ing, lágt NPSH-gildi og mikla nýtni. Nýju /400 gerðirnar eru fáanlegar bæði í CN- og DHB-línun- um. Maskinfabriken Iron A/S var stofnuð árið 1906. Nokkrum árum síðar var fyrsta dæla fyrirtækisins hönnuð. Pað var spjaldadæla sem seldist vel árum saman. Henni var komið fyrir í fyrsta díselknúna úthafsskipi heims, M/S Selandia. Þróun spjaldadælunnar hafði áhrif á frekari vöruþróun fyrir- tækisins og í dag einbeitir það sér nær eingöngu að dælum. Vörur Maskinfabriken Iron A/S eru notaðar í skipaútgerð, á olíuborpöllum, i orkuverum, hitaveitum, vatnsveitum, áveitum, vatnshreinsistöðvum og fjölmörgum öðrum iðngreinum. Vegna aukinnar alþjóðlegrar markaðssækni var nafninu fyrir- tækisins breytt árið 2000 í Iron Pump A/S. Afkastageta, skýringarmynd - CN / DHB Hm< (mVl| iH □ JSOOrpm O «00rom ■ t200rom C!3ao/joo at 120ORPH 60/260 250/400 80/200 100/200 |l 25/250 160/260 66/200 .200/400 200/316' 260/311 100/2501 125/250^11! 50/250 2QP/250 200/400? - — ^ 65/180 \ 80/316 Eiginleikar sem láta engan bíða Sauer-Danfoss, Series 45 stimpildcelur - hlaðnar orku Sauer-Danfoss, Series 45 línan er tilbúin til að mæta þörfum allra opinna vökvakerfa. Stimpildælurnar frá Sauer-Danfoss hafa aldrei boðið upp á svo mörg tækifæri fyrir svo marga notkunarmöguleika. Tvö ný hús til viðbótar hafa aukið svigrúm hönnuða og framleiðenda á bún- aði fyrir vökvakerfi. Series 45 dælurnar svara öllum kröfum þýðgengra vökvakerfa vegna þess hve skilvirkar, áreiðanlegar og hljóðlátar þær eru . Með álagsstýrðri “LS”- og þrýstiháðri “PC” flæðistýringu eru dælurnar heppilegur kostur til notkunar með PVG Proportional stjórnlokunum og PVE rafstýringum frá Sauer- Danfoss. Hæfileiki “LS” stýringarinnar til að stilla dæluflæðið eftir raunverulegri þörf vökvakerfisins tryggir hagkvæman rekstur og lengri líftíma á dælu og öðrum búnaði kerfisins. Á sjó eða landi? Algeng notkun á Series 45 dælum eru meðal annars kranar, skotbómulyftarar, gaffallyftarar, hjólaskóflur, traktorsgröfu og fl. Notkun á stimpildælum um borð í skipum og bátum fer stöðugt vaxandi. Algeng notkun á Series 45 dælunum með PC stýringu eru td. færibandakerfin i skipunum. Dælurnar eru jafn- framt notaðar með LS stýringu fyrir spilkerfi, skipskrana og hliðarskrúfur auk margra annara nota þar sem þörf er á rekstr- aröruggum og hagkvæmum vökvakerfum. Margir vélaframleiðendur fyrir báta leitast við að minnka snúningshraða á vélum af ýmsum ástæðum. Minni snúnings- hraði vélar þýðir að þörf er á stærri dælum til að fá óskað flæði. Með fyrirferðalitlum stimpildælum eins og Serise 45 er því hægt að fá meira flæði á lægri snúningshraða. Meira afl úr fyrir- ferðaminni búnaði. Kostir stimpildælunar eru auk þess þeir að hún skilar engu flæði nema vökvakerfið kalli eftir þvi og er því mjög orkusparandi í rekstri. PVG32 with joystick Áhugaverðir eiginleikar. Nýju dæluhúsin hafa kenniheitin E ogj. Meðal þess sem Sauer-Danfoss vekur athygli á í nýju stærð- unum er lítil fyrirferð sem gefur þá meira pláss fyrir annan búnað. Einnig eru stýritjakkar staðsettir mjög nálægt dælustýr- ingu en það tryggir hraðvirka svörun. Fjögurra bolta samsetn- ing fækkar mögulegum lekaleiðum og fækkar einnig íhlutum. Báðar stærðirnar eru hljóðlátar sem minnkar vinnuálag og þreytu þeirra sem vinna nálægt búnaðinum. Series 45 dælurnar voru fyrst kynntar 1995 og hafa síðan þróast upp í að innihalda 6 hússtærðir. Heildar sviðið nær nú yfir stærðirnar 25 til 147 cm3/sn. og er boðið upp á þann möguleika að byggja saman fleiri en eina dælu. 50 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.