Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 32
Hilmar Snorrason skipstjóri ur heimi Risi hverfur úr skipaheiminum Á síðasta ári var tilkynnt að skiparisinn Niarchos ætlaði að hætta starfsemi eftir 70 ár. Mörgum mun verða eftirsjá af Ni- archos sem á sínum tíma sameinaðist flota Onassis. í kjölfar til- kynningarinnar urðu keppinautarnir æstir í að verða fyrstir til að kaupa ódýrt þau skip sem útgerðin átti í smiðum en það voru „bara“ þrjú risaolíuskip (VLCC) í, tvö aframax olíuskip og tvö nýlega afhent panamax búlkskip. Ekki ánægðir með leiguna Ekki er alltaf hægt að segja að Norðurlöndin standi ávallt saman og að sameiginlegur norrænn vinnumarkaður sé til fyrir- myndar. í október s.l. tókst finnska sjómannafélaginu að koma í veg fyrir að finnska ekjuskipið Bore Mari fengi leigusamning til siglinga til Bornhólms. Leigutakinn hafði sett þau skilyrði að hluti áhafnar finnska skipsins yrði að vera danskur en sjó- mannafélagið hafnaði því með öllu og mótmæli þeirra urðu til þess að útgerð skipsins ákvað að hætta við leiguna. Siðan þá hefur skipið verið i reiðileysi þar sem erfitt hefur reynst að finna verkefni fyrir það. Ósamlyndi Sá sorglegi atburður varð um borð í spænsku ferjunni Volcán de Tauce, að ágreiningur kom upp á milli stýrimanna skipsins með þeim afleiðingum að annar stýrimaður drap yfirstýrimann- inn. Skipið lá við bryggju á Las Palmas á Kanaríeyjum þegar at- burðurinn gerðist en báðir mennirnir höfðu starfað saman til margra ára. Að ferðast með skemmtiferðaskipi getur breytst í martröð eins og dcemin sanna. Vænt sem er grænt Það varð uppi fótur og fit um borð í skemmtiferðaskipinu Oceana þegar margir kvenkyns farþegar fóru að fá grænt hár eft- ir að hafa stungið sér til sunds í sundlaug skipsins. Eftir tals- verða rannsókn varð ljóst að ekki var vatninu í lauginni um að kenna. í ljós kom að konurnar með græna hárið höfðu allar not- að tækifærið, þegar þær komu um borð, að fara í hárgreiðslu og litun á hárgreiðslustofu skipsins. Efni það sem notað var við háralitun tók efnabreytingum með fyrrgreindum afleiðingum þegar frúrnar skelltu sér í laugina. Þetta voru reyndar ekki einu raunirnar sem farþegarnir urðu fyrir i þessari ferð skipsins því yfir 100 farþegar fengu slæma magakveisu. Nýja drottníngín verður ekki lengi stærst farþegaskipa á heimshöfun- um Stærra skal það vera Það var ekki fyrr búið að sjósetja Queen Mary 2 og dást að henni sem stærsta farþegaskipi heims en að búið var að leggja inn pöntun á smíði enn stærra farþegaskips. Það er einn af keppinautum Cunard sem það gerði Royal Caribbean Cruises. Skipið sem mun geta tekið 3600 farþega verður smíðað hjá Kværner skipasmíðastöðinni í Finlandi. Verður það tilbúið árið 2006 og mun kosta litlar 760 milljónir US dollara. Bendir allt til að nú sé skemmtiskipaútgerðir að rétta aftur úr kútnum eftir erfið ár að undanförnu. Alvarlegur samdráttur Verulegar áhyggjur eru í Japan vegna fækkunar þarlendra sjó- manna. Samkvæmt nýlegum spám er gert ráð fyrir að fjöldi jap- anskra sjómanna verði einungis 2.500. Fjöldi erlendra sjó- manna á japönskum skipum hefur aukist stöðugt eftir að þar- lend yfirvöld heimiluðu útlenda sjómenn um borð í kaupskipin. Á síðasta ári voru 33.000 erlendir sjómenn við störf á japönsk- um skipum. Gylliboð? Harla erfitt getur verið fyrir þjóðríki að verjast innreið er- lendra sjómanna á skip sín en einnig getur verið erfitt að finna þeim störf á annara ríkja þjóðfánum. Pakistanar hafa sett nýjar reglur sem þeir vona að stuðli að auknum störfum þarlendra sjómanna á skip sem sigla til landsins. Yfirvöld bjóða nú út- gerðum sem til landsins sigla með allt að 80% pakistanska sjó- menn um borð 25% afslátt af hafnargjöldum. Fyrir 11. septem- ber voru pakistanskir sjómenn vinsælir og ódýrir sjómenn en hryðjuverkaótti heimsbyggðarinnar gerðu þá að hættulegustu 32 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.