Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 22
Norrœna Ijósmyndakeppni sjómanna 2003 Sænskur matsveinn hlaut 1. verðlaun Arleg norræn ljósmyndakeppni sjó- manna var haldin í Stokkhólmi mánudaginn 16. febrúar s.l. Er þetta í annað sinn sem Sjómannablaðið Víking- ur er aðili að þessari keppni meðal nor- rænna sjómanna, nú með stuðningi lceland Express. Mikill fjöldi ljósmynda barst öllum aðilum keppninnar en hvert þeirra sendir síðan 15 ljósmyndir í loka- keppnina. Að þessu sinni fór val á bestu norrænu ljósmyndum sjómanna hjá Handelsflottan kultur och fritidsraad. Sjötíu og fimm myndir bárust í keppn- ina. Dómnefndin var skipuð þremur einstaklingum, þeim Anitu Fors ritstjóra SEKO-Magasinet, Piu Fránde frá Sjöhi- storiska Museet og Rolf Öström skip- stjóra og teiknara. Niðurstaða dómnefndar var eftirfar- andi 1. verðlaun: Jörgen Sprang frá Svíþjóð matsveinn á olíuskipinu Oktavius. Mynd hans var jafnframt í öðru sæti sænsku keppninnar. Á myndinni má sjá Rolf Öström einn þriggja dómara að þessu sinni virðafyrir sér mynd- imar. Auk hans eru á myndinni Sirpa Kittilá fulltrúi Finlands (í míðju) og Anja Moberg fulltrúi Svíþjóðar. 2. verðlaun: Kristian Bertelsen frá Dan- mörku vélstjóri á kapalskipinu Heim- dal. 3. verðlaun: Finn Nielsen frá Danmörku vélstjóri á gámaskipinu Baltic Ocean. 4. verðlaun: Geir A. Thue-Nilsen frá Nor- egi skipstjóri á skemmtiferðaskipinu Seabourn Legend 5. verðlaun: Jessica Jönsson frá Svíþjóð matsveinn á Bro Sincero. Þá fengu fimm ljósmyndarar sérstaka heiðursviðurkenningu: Halvard T Aasjord rannsóknarmaður frá Noregi, Kristian Bertelsen vélstjóri frá Dan- mörku, Kenneth Hansen yfirstýrimaður frá Noregi, Harri Manninen vélstjóri frá Finlandi og Kari Ruohomaa háseti einnig frá Finlandi. Engin vinningur kom að þessu sinni í hlut íslenskra þátttakenda keppninnar en á síðasta ári komu 4. verðlaun til íslands. Á næsta ári mun keppnin fara fram í Reykjavík. Eru allir sjómenn hvattir til að munda myndavélarnar í gríð og erg og taka þátt í næstu keppni. Þessa mynd Jörgen Sprang valdi dómnefndin til 1. verðlauna í norrænu keppninni. 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.