Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 45
Marel hf. stofnar dótturfélag í Chile Marel hefur markaðssett búnað 1 Chile frá f988 og afhent búnað til helstu fyrir- tækja í laxa-, fisk- og kjúklingavinnslu í Chile. Marel hefur haslað sér völl sem einn helsti framleiðandi á vogum og framfeiðslueftirlitsbúnaði við Norður-Atl- antshaf og er í dag í fararbroddi í fram- leiðslu hátæknibúnaðar til matvælafram- leiðslu í fiskiðnaði og kjúklinga- og kjöt- iðnaði. Opinber stefna fyrirtækisins er að vera í fararbroddi á alþjóðamarkaði í mark- aðssetningu og þróun hátæknibúnaðar til aukinnar framleiðni í matvælaiðnaði. Sverrir Guðmundsson. Marel hf. hefur stofnað dótturfélag í Chile með aðsetur í Puerto Montt í suð- urhluta landsins og hefst starfsemin í vor. Með opnun Marel Chile SA er Marel samstæðan með rekstur á 15 dótturfélög- um í 5 heimsálfum. Marel hefur í auknum mæli selt lausnir til fyrirtækja í Chile, sem er einn stærsti framleiðandi á eldislaxi í heiminum í dag. Er opnun skrifstofu liður í því að þjónusta viðskiptavini Marel enn betur en nú er. Einnig eru sóknarfæri mörg í landinu, en Chile er stórveldi í fiskiðnaði auk þess að framleiða umtalsvert magn af kjúklingum og kjöti. Framleiðsla á laxi og öðrum laxfiskum var í fyrra 500 þús- und tonn og afli á hvítfiski, mest af lýs- ingi og hokinhala, um 300 þúsund tonn. Sverrir Guðmundsson, sem starfað hef- ur hjá Marel í rúm 16 ár, mun veita dótt- urfélaginu forstöðu. Hann starfaði tíma- kundið í Chile á vegum Útflutningsráðs Island árið 1992. Meginhlutverk starf- seminnar felst í sölu og þjónstu á Marel búnaði í Chile og sókn inn á nýja mark- aði í Suður-Ameríku. í nágrannaríkjum Chile er talsverður fiskiðnaður t.d. i Argentínu og Uruguy. Argentina er einnig eitt af stærstu kjötframleiðslu- löndum heims og því óhætt að segja að þat liggi tækifæri í sölu á kjötvinnslu- kerfum Marel. Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar Vl m s. 567 8888 • www.pmt.is rgjBETTCHER Skoöaðu hnífana í notkun á heimasíðu okkar kSflIndustries,Inc. WhiZard hringskerarnir frá Bettcher byggja á 60 ára reynslu í kjötiðnaði við úrbeiningu og snyrtingu. ODDI Patreksfirði var fyrstur til að nýta þessa tækni við að taka kinnar úr steinbít með einu handtaki. Meiri hraði & nýtni Hringskerarnir eru sérstaklega hentugir við snyrtingu fiskflaka. Munurinn samanborið við hefðbundin hníf er sambærilegur við að skera ost með venjulegum hníf eða sneiða hann með osta- skerara. Kinnfiskur úr t.d. steinbít er verðmæt afurð sem áður var oft hent. Oddi, Klofningur, Þórsberg, Fjölnir, Búlandstindur og Kópavör ná kinnfisknum með Wizard á hagkvæman hátt. Það er ekkert sem mælir á móti því að nota raf- eða loftdrifin Whizard úti á sjó. Wizard hringskerar henta alstaðar, þar sem þarf að skera og snyrta. HB notar Whizard við vinnslu á laxi. Hægt er að fá Whizard með sogbúnaði, sem skilar afskurðinum í tank. Nýtir þú allan IitufiBvu). KVÓTANN HRINGSKERAR Er engu hent ? Sjómannablaðið Víkingur - 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.