Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 28
vinna á frystitogara þegar ég komst að því að þetta getur gefið svona vel af sér. Þetta var líka svakalega flott skip. Það voru tveir í káetu og þeir sem voru sam- an voru yfirleitt á sitthvorri vaktinni, svo maður hafði næði fyrir sig. Þarna voru ljósabekkir, gufubað, þreksalir og ýmis- legur lúxus. En þetta var mikil vinna og i rauninni leiðinlegt starf, sérstaklega vegna þess að maður var svo lengi að heiman í einu“ - Hvemig var að vera alvöru sjómaður? „Þegar ég var að byrja þá var ég svo ó- reyndur. Ég átti að verka fiskinn áður en hann var settur i frystingu og eftir mjög stuttan tíma var ég að drepast úr sina- skeiðabólgu. Þetta var mikil vinna og maður varð að standa sig. Þetta voru allt reyndir sjómenn svo ég varð að vera duglegur til að vera ekki minni maður.“ - Hvers vegna hœttirðu á togaranum? „Samband mitt við konuna gekk ekki upp og ég hætti á togaranum þegar við hættum saman. Ég bjó með henni á Dal- vík þennan tíma sem vorum saman en ég sá enga ástæðu að vera þar áfram þegar við vorum hætt saman. Öll fjölskyfan mín var fyrir sunnan og ég fór bara þangað. Það var samt svolítið erfitt því ég var nýbúinn að eignast barn sem bjó auðvitað hjá móður sinni á Dalvík. En svona er lífið.“ - Fórstu aftur á sjóinn eftir að þú hœttir á togaranum? ,Já, eftir að ég hætti á togaranum byrj- aði ég að vinna á línubát sem hét Eldeyj- ar Hjalti. Það var mikið viðbrigði fyrir mig að fara af þessum flotta togara með öllu og yfir á þennan línukopp sem var að grotna í sundur. Þetta var hryllingur og þá fékk ég ógeð á sjómennsku. Ég fór i tvo túra á þessum línubáti og svo hætti ég endanlega á sjó.“ Hamingjusamur landkrabbi Hilmar er nú hamingjusamlega giftur konu sem heitir Ágústa Kristín Ágústs- dóttir og eiga þau saman tvo drengi, Guðmund Högna og Axel Mána Hilmars- syni. Hann er ánægður í núverandi starfi sínu í álverinu í Straumsvík. - Gætirðu hugsað þér að fara aftur á sjóinn? „Nei, alls ekki. Ég mundi ekki nenna þessu í dag því mér finnst þetta vera of langur tími úti á sjónum, útlegðin er alltof erfið. Ég styð sjómenn sem vilja eiga sinn sjómannaafslátt, þar sem nú er í umræðunni að afnema hann, því þetta er rosalega erfið vinna og það er gott að einhver nennir þessu útilegustarfi. Þetta var fínt á sínum tíma en ég vil miklu frekar geta unnið mína vinnu og koma svo heim, fara í bió eða horfa á sjónvarp- ið í faðmi fjölskyldu minnar,“ sagði Hilmar Vignir Guðmundsson. Tjón íslenskra skipa í seinni heimsstyrjöld í 4. tbl. Víkings 2003 birtist fróðleg grein Skúla Sælands sagnfræðings um tjón íslenskra skipa vegna hernaðarbrölts Þjóðverja og bandamanna í seinni heimsstyrjöld. Með greininni átti að fylgja tafla, sem féll niður við vinnslu blaðsins. Birtist taflan hér með og er höfundur beðinn afsökunar á þessum mistökum sem og lesendur blaðsins. Skip Orsök Dags. Staðsetning Mann- fall mb. Pálmi S1 66 Tundurdufl? 29.09. 1941 Við Vestfirði 5 Sviði GK 7 Tundurdufl eða skert jafnvægi? 2.12. 1941 Suður af Kolluál, um 10 sjómflur út af Öndverðarn esi 25 mb. Vigri Tundurdufl 31.10. 1942 Rúmlega 4 sjómílur undan Vattarnesi á Austurlandi 3 mb. Hilmir ÍS 39 Tundurdufl? 26.11. 1943 Á leiðinni á milli Reykjavíkur og Arnarstapa á Snæfellsnesi 11 Max Pemberton RE278 Tundurdufl eða skert jafnvægi? 11.01. 1944 í Faxaflóa á leið til Reykjavíkur frá Patreksfirði. 29 Tafla 1: Þau skip sem fórust af völdum tundurdufla eða annara ástæöna tengduni styrjöldinni s.s. ójafnvægi Skip Dagsetning Staðsetning Ásiglingarskip Mann-fall Bragi RE 275 30. október 1940 Við Fleetwood, Bretlandi Duke of York. Breskt 3.743 lesta flutningaskip 10 Olga VE 339 7. mars 1941 Skammt vestan við Álsey Vestmannaeyjum Breskur togari 1 mb. Græðir GK 310 13. febrúar 1942 Til móts við Gróttu á leið til Keflavíkur Bandaríski lundurspillirinn U.S.S. Ericsson 1 Garðar GK 25 21. maí 1943 Við Skotlandsstrendur Miguel de Larrinaga, breskt 5.400 brl. flutningaskip 3 Fjölnir ÍS 7 9. apríl 1945 Við Irlandsstrendur Póstskipið Lorid Growe 5 Tafla 2: íslensk skip sem sukku vegna ásiglingar sökum sérstakra styrjaldaraðstæðna. 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.