Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 30
að sem betur fer séu möguleikar til góðra tekna sá hvati sem er forsenda þess að ungir menn álíti framtíð í því að fjárfesta í námi við þennan skóla. Stoppa þarf upp í göt á kerfinu Ég sé engin teikn á lofti sem benda til annars en að það stjórnkerfi sem við búum við sé komið til að vera og í grunninn verði byggt á því um ófyrirséð- an tíma. Með þá staðreynd í huga er það álit mitt að það sé hlutverk samtaka sjó- manna að beita sér að megni fyrir því að færa til betri vegar þá þætti sem bersýni- lega leiða til kjararýrnunar fyrir sjómenn og hægur vandi væri að laga án þess að rústa kerfinu sem slíku. Þar er ég ekki að tala um þann eilífðar ágreining sem vaknaði strax í kjölfar kvótakerfisins og varðar sígild, eða klassísk ágreiningsefni um eignaupptöku á fjöreggi þjóðarinnar, eyðingu byggða og slíka þætti sem ör- ugglega verða harðlega gagnrýndir svo lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. I’að sem ég á við er að stoppa upp í þau göt sem við blasir að hægt væri að leið- rétta og tryggja með því að íslenskir sjó- rnenn á íslenskum skipum þiggi laun eft- ir þeim kjarasamningum sem í gilcli eru á hverjum tima og koma í leiðinni í veg fyrir að hægt sé í skjóli gallaðs kerfis að hlunnfara menn og fara á sveig við lög og reglur til þess eins að maka krókinn á siðlausan hátt. Lögin nánast sniðin til að svindla á þeim Allt of margir kvótaeigendur hafa mis- notað stöðu sina vegna laga sem reyndar eru þvi miður, nánast klæðskerasaumuð til að svindla á þeim. Til glöggvunar vil ég koma með dæmi. í 12. grein laga um stjórn fiskveiða segir meðal annars: Veiði fiskiskip minna en 50 % af samanlögðu aflamarki sínu í þorskígildum talið tvö fiskveiðár í röð fellur aflahlutdeild þess niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt dæmi þess að kvótaeign hafi nokk- urntíma fallið niður með þeim hætti sem lýst er hér að ofan. Menn passa að sjálf- sögðu upp á slíkt. Ef við reynum nú að túlka þessa grein þá er sú kvöð lögð á eiganda kvóta að hann veiði 50 % af kvótaeign sinni annað hvert ár. Sé kvóta- eignin t.d. 500 t. af þorski þá kveða lögin á um að eigandi þessa kvóta geti, á tveggja ára tímabili leigt frá sér 750 tonn, en þurfi sjálfur að hafa fyrir því að kraka upp þessi 250 annað hvert ár. Allt of margir kvótaeigendur nenna ekki einu sinni að hafa fyrir því veiða þessi 250 tonn annað hvert ár , enda hægur vandi að tækla það vandamál. Nú og hvað gera þeir þá ? Jú þeir leigja til sín einhverja tegund, t.d. rækju sem kostar nánast ekki neitt. Passa upp á að magnið sem keypt er nemi 50 % af þeirra kvóta í þorskígildum talið, senda svo einhvern pung til að fiska rækjuna og leigja síðan frá sér þessi 250 tonn af þorski sem þessi dapurlega lagagrein ætlaði þeim sjálfum að hafa fyrir að veiða. Á þennan hátt hafa kvótaeigendur getað með bros á vör leigt frá sér hvern einasta sporð árum saman. Það eru þættir af þessum toga sem um- fram annað setja þennan ömurlega stimpil misferlis á þetta umdeilda kerfi okkar. Þetta eru þættir sem flestir tengj- ast hinu óhefta framsali, sem hefur frá upphafi verið uppspretta óábyrgra út- gerðarhátta. í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar er kveðið á um að hefta skuli framsal og auka veiðiskyldu. Það eina sem búið er að framfylgja af því sem tíundað er i stjórnarsáttmálanum og snýr að sjávarútvegi er flýtimeðferð á þessu SMÁBÁTASJÓMENN ! Höfum til afhendingar - Nýjar C6000Í vindur. C6000Í - Aldrei betri en nú ! Þúsundir ánægðra notenda tala sínu máli. Berið saman verð og gæði. DYKK0RN A5 vplar Mustad ALLT TIL FÆRAVEIÐA Skútuvogi 6-104 Reykjavík Sími 553 3311 - Fax 553 3336 www.sjo.is - sjo@sjo.is blessaða atvinnubótafrumvarpi um svo- kallaða línuívilnun, sem að mínu mati er hrein tímaskekkja. Ég skora hér með á stjórnvöld að einhenda sér í að fram- fylgja þeirri mörkuðu stefnu sinni að taka með afgerandi hætti á framsali afla- heimilda og stuðla þar með að heilbrigð- ara og gegnsærra fiskveiðistjórnunar- kerfi. Stórefla Hafrannsóknastofnunina Þeir sem hófu sjómennsku á svipuðu róli og ég, eða í kringum 1970, eru alveg örugglega síðasta kynslóð íslenskra sjó- manna sem hóf sína sjómennsku í frjáls- ræði þar sem engar hömlur ríktu. Þá voru lausnarorðin: Því meiri veiði því betra. Hugtök eins og brottkast voru ekki til, þótt ég viti líka að það var til staðar á þeim tíma, trúlega i meira mæli en verið hefur undanfarin ár þótt ástæðurnar séu af allt öðrum toga á þessurn síðustu og verstu tímum. Þetta kerfi sem fyrst og fremst var sett á til að byggja upp fiski- stofnana hefur ekki staðið undir vænt- ingum hvað það varðar. Mín skoðun er, að sú fiskifræðilega þekking sem til staðar er sé langt í frá nægjanleg tii þess að nokkur maður geti fullyrt hvort stjórnkerfi fiskveiða sé or- sökin fyrir slöku ástandi fiskistofnanna. Brýnasta þjóðþrifamálið nú vil ég meina að sé að stórefla starfsemi Hafrannsókna- stofnunar og sjá henni fyrir stórauknu fjármagni. Það gefur auga leið að þegar horft er upp á þær sparnaðar- og sam- dráttaraðgerðir sem nú eru á döfinni, að umtalsverða fjármuni vantar til þess að mögulegt sé að halda uppi þeirri starf- semi sem bráðnauðsynleg er. Hafrann- sóknaskipin okkar gera ekkert gagn bundin við bryggju í Reykjavík. Ýmislegt hefur færst til betri vegar samfara stjórnkerfi fiskveiða. Sumir nefna til sögunnar jákvæða þætti svo sem hagræðingu og samlegðaráhrif á meðan aðrir segja að við séum á góðri leið með að hagræða okkur í hel. Út frá eigin reynslu fullyrði ég að hugarfar sjó- manna og viðhorf hafi breytst verulega og gangi nú fremur út á að leggja sig fram um að gera mikil verðmæti úr litlu fremur en að fiska mikið magn sem skila litlum verðmætum. Mín skoðun er sú að engin mannanna verk séu gallalaus, en þau eru hinsvegar misgölluð. Einn af þessum gallagripum er íslenska fiskveiðstjórnunarkerfið. Ég tel engar likur á að það sé á förum á næstunni og í ljósi þess ættum við í sam- einingu að leggja áherslu á að reyna að lappa upp á það. Að lokum vil ég segja að stjórnkerfi, sem hefur þær afleiðingar að stjórnvöld telji sig tilneydd hvað eftir annað til að binda enda á kjaradeilur sjó- manna og útvegsmanna með lagasetn- ingu, slíkt kerfi þarf bersýnilega að end- urskoða. 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.