Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 35
Nýr fáni? Fyrir nokkrum árum var talað um það innan Evrópubanda- lagsins að öll skip bandalagsríkjanna skyldu sigla undir stjörnu- prýddum bláfána sambandsins. Hart var barist gegn þessum áformum sem á endanum var horfið frá. Þá var reynt að koma stjörnuhringnum upp í vinstra horn þjóðfánanna og naumlega tókst að afstýra þeirri að gerð. Nú hafa spánverjar lagt til að settar verði evrópskar skipaskráningareglur sem vonir þeirra standi til að verði að veruleika í ár. Þetta hefur mælst misvel fyrir meðal hagsmunaaðila sem ekki vilja sá slíkar aðgerðir sem geta haft veruleg áhrif á skiparekstur Evrópurlkja. Nú er að sjá og bíða því ekki höfum við möguleika á öðru en að taka við því sem ákveðið er i Brussel. Með herskipahönnun gámaskipa mun svona útlit gámaskips heyra sög- unni til. Mútur eður ei Hann hafði nú ekki neitt slæmt i hyggju sænski skipstjórinn sem var að endurnýja atvinnuskírteini sitt fyrir skömmu. Hann vissi að greiða þyrfti fyrir endurnýjunina rúmar 2000 kr. sænsk- ar en ákvað að láta samt rúmlega þá upphæð fara með í umslag- inu með umsókninni. Fimm þúsund krónur i peningum var sú upphæð sem hann lét í umslagið og ætlaði hann umframfjár- hæðina sem framlag til stofnunarinnar og sem þakklætisvott. Eitthvað fór þetta þó öðru vísi en til stóð því karlinn var um- svifalaust kærður fyrir mútur og var síðar dæmdur til sektar. Svona er farið með menn í sviaríki sem vilja styrkja opinberar stofnanir. Misskilin regla Samkvæmt upplýsingum frá tryggingaklúbbnum North of England þá er siglingaregla 10 mest ntisskilda siglingareglan meðal skipstjórnarmanna. Sú regla fjallar um siglingar á að- skildum siglingaleiðum og þrátt fyrir að þessi regla orsaki marg- an áreksturinn þá séu reglur um aðskildar siglingaleiðir mjög góðar og hafa skilað öruggari siglingum. Málið sé fyrst og fremst misskilningur á túlkun siglingareglna. Við athugun þeirra hefur komið í ljós að árverkni skipstjórnarmanna minnk- ar til muna þegar þeir eru komnir í aðskyldar siglingaleiðir þar sem þeir telja sér trú urn að öryggi sé tryggt með þeim. Þessu er því miður ekki þannig varið. Þá eru margir sem setja stefnur skipa sinna i miðja siglingaleiðina sem gerir þar með skipum með meiri ferð erfiðara að komast frarn úr. Af þeirri ástæðu að siglingaregla 10 er misskilin hefur NoE gefið út veggspjald lil að minna skipstjórnarmenn á regluna. Sjá nánar í greininni Sigling um Netið. Framtíðin Oft hefur á þessum síðum verið hugað að framtíðarsýn í hönnun skipa en nú er enn ein ný hugmynd á lofti gagnvart hönnun gámaskipa. Gámaskipin verða að vera þannig hönnuð að þau geti staðist hryðjuverkaárásir en það er mat manna að sú tegund skipa sé skotmark hryðjuverkamanna. Hafa skipaverk- fræðingar horft til hönnunar herskipa með framtíðarhönnun gámaskipa í huga. Þau verða þá væntanlega brúkleg í rneira en að flytja gáma sérstaklega ef þau verða vopnuð fallbyssum í framtíðinni! Góður kostur Stöðugt bætast áhugaverðir siglingafánar í hópinn sem lokka skipaeigendur til að flytja skip sín frá eigin þjóðfána og á „þægi- legri“ fána. í byrjun þessa árs var til dæmis íslenska olíuskipið Keilir færður af íslenska fánanum yfir á færeyskan fána þar sem það þykir rneira spennandi og ódýrara en að hafa okkar fallega fána í skut. Nýjasti fáninn sem dregur til sín skipaeigendur er belgíski fáninn. Belgísk alþjóðaskipaskráning var opnuð á síð- asta ári og voru þá strax skráð undir fánann skip sem áður höfðu verið á fána eyjunar Mön og Bahama fána. Belgíski kaup- skipastóllinn hafði á síðustu 12 árurn horfið smátt og smátt yfir á fána Luxemburg en stjórnvöld sáu sig knúin til aðgerða til að endurheimta kaupskipastól á ný. Þá er Suður-Afríska skipafélag- ið Safmarine, sem er í eigu Mærsk Sealand risans danska, að setja öll sín skip undir þennan fána. Nú er spurningin sú hvort íslensk stjórnvöld hafi einhvern áhuga á því að lokka til sín stórar útgerðir með því að bjóða upp á íslenska alþjóðaskrán- ingu skipa. Við verðum brátt meðal ríkja heims sem ekki búa yfir kaupskipaflota vegna ofurstolts og trúar á, að ekki þurfi að liðka til, svo farmennska leggist ekki endanlega af. VARAHLUTIR - RÁÐGJÖF - EFTIRLIT - ÞJÓNUSTA M pJ mitech K. can Gtkuíp 'NTERNATIONAL #DAEVUOO IMIWOO Hf AVY INOUtlTBir.S irO B5Ífl[kyZ1íralannl Sa'fepsÍp’seGg Sjókopar Leg u r Pakkdósir Varahlutir Dælur Austurskiljur) Lokar Bindivélar Vélar Raskjulínur Frystipönnur Tengi Ásþétti SKIPA & VÉLAEFTIRLITIÐ M.SIGURÐSSON EHF Smiöshöfði 13-110 Reykjavík Sími: 587 1503 Fax: 587 4167 GSM: 894 4790/899 4790/893 4790 E-mail: msig@msig.is -www.msig.is W Sjómannablaðið Víkingur - 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.