Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 49
DANFOSS HF Danfoss hf hefur undirritað samning við danska dælufram- leiðandann Iron Pump. Með samningnum verður Danfoss hf. dreifiaðili fyrir framleiðsluvörur þeirra. Pjónustukerfi Iron Pump nær um allan heim eins og sölukerfi þeirra, og nú hefur Danfoss hf bæst i hóp sölufyrirtækja Iron Pump. Nýja DHB-dælulínan frá Iron Pump Frá því um sumarið 2000 hefur Iron Pump A/S (IRONPUMP) unnið að þróun nýrra dælna. Pær eru í hinni svonefndu DHB- línu og voru settar á markað í mai 2002. Vörulínan samanstendur af línu- (in-line) miðflóttaaflsdælum með millitengi og myndar nýja kynslóð CN-línunnar. Þrýstingssvið þeirra er á bilinu 10-100 mWc og afköst 5-1000 m3/klst. Dælurnar eru sérhannaðar til notkunar til sjós. Meðal sér- tækra notkunarmöguleika eru: -Almenn vatnsdæling -Almenn ferskvatns- og sjódæling -Kæling Hugsunin á bak við nýju línuna í DHB-línunni hafa fyrri dælutegundir verið sameinaðar í ferri gerðir þannig að stærðirnar nýtast betur og hver dæla býð- ur upp á fleiri möguleika. Öllum dælunum fylgja millitengi sem gerir notendum kleift að skoða hlutinn sem snýst án þess að fjarlægja mótorinn eða aftengja dæluna. Dælurnar eru hannaðar með lokuðum og viðhaldsfríum legum. DHB-dælulínan var þróuð með svonefndum DFM-aðferðum (Design For Manufacture). Þessi hugmyndafræði sem varð til við Tækniháskóla Danmerkur (Danmarks Tekniske Universitet) byggir á því að byrja á grundvallaratriðum - þ.e. að flytja vökva ■ og enda á því að hanna smæstu einingar. Almennt séð er hug- myndin byggð á aðlögun hönnunarinnar að nýjustu tölvuvæddu hamleiðsluvélum Iron Pump A/S. Hugmyndin að baki nýju DHB-línunni Meðan á þróunarvinnu stóð var athyglinni beint að sjö aðal- þáttum: * Notkun um borð í skipum * Gæðum * Framleiðslukostnaði * Sveigjanleika * Áhættu * Nýtni * Umhverfi Þessi markmið voru sett áður en hönnun hófst og voru höfð í öndvegi meðan á verkefninu stóð. Iron Pump setti sér að smíða hágæðavöru sem væri ítarlega prófuð, þyrfti stuttan fram- leiðslutíma og væri á samkeppnishæfu verði. Aðalmarkmiðið var einföldun þannig að færri íhluti þyrfti til framleiðslu. Til að aðlaga framleiðsluna að nýjustu tækni í tölvustuddri hönnun og framleiðslu (CAD/CAM) hjá Iron Pump A/S voru íhlutirnir hannaðir þannig að aðeins þyrfti að vinna hvern þeirra í einni vél. Vegna kröfunnar um fækkun í- hluta voru nýir hannaðir. Hver þeirra kemur í stað nokkurra eldri íhluta og þannig fækkar íhlutum í hverri dælu. Fækkun þeirra er næstum því 30 prósent. Enn frekari kostur felst í því að dælurnar eru lægri og léttari en áður. Árangurinn Mótorsæti Asþétti Dæluhús Takmarkanir DHB-línunnar Til að mæta sífellt vaxandi kröfum um stuttan skilatíma, lágt verð og mikil gæði voru nokkrar takmarkanir ákveðnar til að fækka nauðsynlegum íhlututn. Meðal þessarra takmarkana má nefna að aðeins er hægt að nota staðlaða vélræna IRON öxul- þétta og stöðluð IRON millitengi og hámarkshitastig vökva er 120°C. Jafnframt er dælan aðeins hönnuð í línulegri. Allar útgáfur CN-gerðarinnar verða þó áfrant í boði til að mæta sérþörfum. Vöruheiti Vöruheiti DHB-raðarinnar eru þau sömu og í CN-röðinni. Jafnframt er greinilega merkt hvort millitengið er sveigjanlegt (DHBF) eða stíft (DHBS). Til dæmis má nefna gerðina DHBF 125-100/250, sem er úr DHB-línunni með sveigjanlegum tengj- um, dæluinntak 0125mm, dæluúttak 01OOmm og með stöðl- uðu dæluhjóli 025Omm. Sjómannablaðið Víkingur - 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.