Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 19
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Sindri Félagssvæðið náði frá Borgarfirði að Djúpavogi Skipstjóra og stýrimannafélagið Sindri var stofnað í Neskaupstað 25. mars 1978 af 28 skipstjórnarmönnum sem bú- settir voru á staðnum. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Hólmgeir Hregg- viðsson og með honurn í stjórn Gísli B. Gíslason gjaldkeri og Birgir Sigurjónsson ritari. Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn 23. desember 1978. Á félags- fundi sem haldinn var 13. apríl 1979 var samþykkt að stækka félagssvæðið þannig að það næði yfir svæðið frá Borgarfirði eystri suður með Austfjörðum að Djúpa- vogi í suðri að báðum stöðum meðtöld- um. Þeim skipstjórnarmönnum sem bú- settir voru á svæðinu var gefinn kostur á að gerast félagar og munu flestir þeirra hafa gengið í félagið. Á stjórnarfundi sem haldinn var í Nes- kaupstað 23. maí 1980 sagði formaður félagsins starfi sínu lausu vegna búferla- flutninga og var varaformaður, Guð- mundur Stefánsson, skipaður formaður í hans stað. Gegndi hann því starii til aðal- fundar 30. desember 1982 en þá var Ás- mundur Ásmundsson kjörinn formaður. Hann gegndi því starfi til 21. desember 1984 að Ólafur Gunnarsson tók við for- mennsku og var formaður til 22. desem- ber 1986 að Skafti Skúlason kom í hans stað. Næsti formaður var svo Birgir Sig- urjónsson sem tók við formennsku 30. desember 1991, en 29. desember 1993 var Sturlaugur Stefánsson kjörinn og var hann formaður til 30. desember 30. des- ember. Pá tók Aðalsteinn Valdimarsson við formennskunni og gegndi hann for- mennsku til 24. janúar 2004 að félagið sameinaðist Félagi íslenskra skipstjórnar- manna, Skipstjóra- og stýrimannafélagi Norðurlands og Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Öldunni. Sameining samþykkt Fljótlega eftir stofnun Sindra keypti fé- lagið íbúðarhús á jörðinni Firði i Mjóa- flrði til að nota sem sumarhús fyrir fé- lagsmenn og átti það hús í allmörg ár. Það var svo selt vegna lítillar notkunar félagsmanna. Þá var keyptur tjaldvagn og fellihýsi sem félagar gátu tekið á leigu. Notin af þeim voru ekki góð en viðhalds- kostnaður mikill og voru þessi tæki því fljótlega seld. Árið 1994 var svo sam- þykkt að kaupa íbúð í Reykjavík og var keypt 95 fermetra íbúð með 25 fermetra bílskúr að Boðagranda 3 til afnota fyrir félagsmenn. í ágústmánuði 2003 var félagsmönnum sendur atkvæðaseðill þar sem spurt var um hvort sameinast ætti öðrum félögum í eitt stórt félag. Þátttaka var góð og sögðu allir þeir sem svöruðu já við sam- einingunni. Von okkar er sú að nú verði slagkraftur hins nýja félags enn meiri og geta þess til að ná fram góðum málum. Aðalsteinn Valdimarsson. Félag íslenskra skipstjórnarmanna Skipstjóra- og stýrimannafélagið Hafþór, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári og Skipstjóra- og stýrimannafélag íslands stofnuðu með sameiningu sinni 20. ágúst 2000 Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Formaður var kosinn Eiríkur Jónsson og gegndi hann embættinu við sameininguna í FS. Starfsmenn FS Árni Bjarnason, fonnaður. Guðjón Ármann Einarsson, framkvœmdastjóri. Guðjón Petersen, far- manna- og varðskipadeild. Guðmundur Steingrímsson, Norðurlandsskrifstofa. Olga Herbcrtsdóttii; ritari.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.