Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 37
kolsýrlingur og hann er talinn helsta or- sök æðaskemmda hjá reykingafólkiHann dregur úr getu blóðsins til að flytja súr- efni og stuðlar að því að vöðvar líkam- ans, þar með talinn hjartavöðvinn, fá minna súrefni en ella. Við það starfar hjartað ekki eins vel og æskilegt er. Reykingar hafa einnig áhrif á hjarta- og æðakerfi af öðrum sökum. Vitað er að: Reykingar auka magn blóðfitu (kól- esteról í blóði). Reykingar auka likur á blóðtappa- myndun (auka samloðun blóðflagna sem getur leitt til blóðtappa). Reykingar herða á púlsinum, sem er aukin vinna fyrir hjartað. Um leið og hætt er að reykja batnar súrefnisflæðið lil hjartans. Ef viðkomandi hefur fengið kransæðastíflu og hætt reyk- ingum í kjölfarið, minnkar hættan á annarri kransæðastíflu unt helming. Að hætta að reykja er einnig það besta sem hægt er að gera gegn æðakölkun í fótum. Ef hætt er að reykja minnka líkurnar á hjartaáfalli stórlega. Hreyfingarleysi Áhrif hreyfingarleysis eru m.a. minnk- að þol og úthald, vöðvaslappleiki,offita o.fl. Rannsóknir sýna að regluleg líkams- þjálfun dregur úr líkurn á kransæðasjúk- dómi, eykur afkastagetu hjartans og hef- ur góð áhrif á blóðflæði um líkamann. Auk þess veitir þjálfun vellíðan, losar um streitu, eykur sjálfstraust, styrkir vöðvana, lækkar blóðfitu og hjálpar fólki að losna við aukakílóin. Með reglulegri líkamsþjálfun er átt við 30 mínútna þjálfun daglega, t.d. röska göngu. Mælt er með þjálfun sem reynir á hendur og fótleggi, t.d. göngu, sund, hjólreiðar eða dans. Gott er einnig að auka hreyfingu í dagsins önn; velja stig- ann í stað lyflu, fara gangandi stuttar vegalengdir í staðinn fyrir að nota bílinn o.s.frv. Ráðlegt er að gera þjálfunaráætlun sem hentar viðkomandi og honum finnst skemmtileg. Þá er auðveldara að fylgja henni. Offita Offita er einn áhættuþáttur kransæða- sjúkdóma sem oft er rætt um en allt of sjaldan tekinn alvarlega. Þeir, sem er of þungir, hafa oftar en aðrir háan blóð- þrýsting, hátt kólesteról og skert sykur- þol. Þeir eur því í margfalt meiri hættu en aðrir að fá kransæðasjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að ef þeir, sem eru of þungir, létta sig, hefur það áhrif á þessa þætti, þ.e. blóðþrýstingur lækkar,kólesteról lækkar og sykurþol eykst. Þannig mælir allt með því að ntegrun sé besti kosturinn fyrir þann sem er of þungur. Mittismálið er góður mælikvarði á það hvort viðkomandi er of feit/ur. Fitan, sem sest á maga og mjaðmir, virðist auka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Oft nægir að léttast um 5-10% af lík- amsþyngdinni til að draga verulega úr aukaverkunum offitu. Mikil og/eða hröð megrun er ekki æskileg til að ná auknu heilbrigði. Það eru litlu hlutirnir sem við gerurn dag eftir dag sem skipta máli. Það að gera lítils háttar breytingar á daglegum venjum, eins og að ganga eða hjóla til og frá vinnu, ganga stiga í stað þess að nota lyftu, fara i sund og gönguferðir, er oft vænlegra til árangurs en krefjandi í- þróttaiðkun sem tiltölulega fáir geta stundað. Röskleg ganga í 30 mínútur á dag eykur brennsluna. Gerðu þjálfunará- ætlun sem hentar þér og farðu eftir henni. Hvað mataræðið varðar skiptir mestu máli að fæðið sé fjölbreytt, að fitu og sykri sé stilll í hóf en borðað sé mikið af grænmeti og ávöxtum. Ef viðkomandi borðar meira en hann brennur fær lík- aminn of mikla orku sem hann safnar upp senr fituforða. Æskilegt er að ternja sér að útbúa góð- an mat án óþarfa fitu eða sykurs, t.d. úr matreiðslubókunum Af bestu lyst I og Af beslu lyst II. óhófleg streita getur haft já- kvæð áhrif og aukið dagleg afköst en fari hún yfir visst mark skaðar hún heilsuna og er þá orðin ein af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Streita Heirnur nútímamannsins er hlaðinn alls konar áreiti og spennu. Hraðinn er mun meiri en áður tíðkaðist. Stundum þarf að fást við langvinna streitu eða dag- legt áreiti sem sífellt endurtekur sig. Lík- aminn bregst við slíku áreiti með streitu- viðbrögðum. Ótal breytingar verða á lík- amsstarfseminni sem eiga að gera lík- amann hæfari til að takast á við mögu- lega hættu eða flýja hana. Þetta veldur auknu álagi á hjartað. Ef líkaminn nær ekki að slaka á leiðir það til stöðugrar spennu sem getur valdið vöðvabólgu, svefntruflunum, magasári og hjartasjúkdómum. Langvinn streita er óheppileg fyrir hjartað, meðal annars vegna þess að hún hækkar blóðþrýsting- inn, herðir á hjartslættinum og eykur magn storkuþátta í blóðinu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvað veldur streitu í eigin lífi og hvernig hægt er að bregðast við henni. Ákveðnir þættir auka neikvæð áhrif streitunnar, t.d. óhófleg kaffidrykkja, reykingar, óreglulegt mataræði, mikið sælgætisát og sykurdrykkir. Þeir sem eru haldnir streitu: Finnst þeir alltaf þurfa að flýta þér. Finnst þeir alltaf vera á síðustu stundu. Verða fljótt pirraðir. Eiga erfitt með að einbeita þér. Eru gleymnir. Finnst þeir alltaf vera þreyttir. Eru óþolinmóðir. Njóta ekki lífsins eins vel. Nokkur góð ráð til að draga úr streitu: Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir hvað veldur streitunni. Hafa ber í huga að enginn er ómissandi. Ekki er hægt að þóknast öllum. Læra að hlusta á fólk. Forðast pirring. Ekki reyna að gera 100 hluti í einu. Skipuleggja tíma sinn. Raða verkefnum í forgangsröð. Draga úr koffínneyslu og sykuráti. Hreyfa sig reglulega. Hafðu í huga: Hvers ætlast þú til af sjálfri/sjálfum þér? Minnkaðu við þig vinnuna ef þú ert und- ir álagi. Ertu tilbúin/n að fórna heilsunni fyrir vinnuna? Lærðu að segja „nei“. Reyndu að forðast tilfinningalegt upp- nám. Talaðu um vandann. Slökun getur verið hjálpleg. Kranavogir margar stærðir Frá 600kg - 10.000kg vogaþoli 2000kg vog til sýnis hjá okkur tm* EXCELl Einfaldar í notkun með fjarstýringu. Hleðslubatterí dugar I 150klst. Voganemi hannaður fyrir 200% yfirþyngd upplýsingar hjá sölumönnum í síma 567 8888 Krókhálsi 1 • www.pmt.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.