Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 8
Slysa- og bráðalœkningar Ahyggjur af óvissu um starf lækna í þyrlum Gæslunnar Stjórn Félags slysa- og bráðalækna (FSBL) hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum vegna þess óvissuá- stands sem ríki varðandi starf lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar. í ályktun- inni segir að síðastliðin 20 ár hafi læknar verið í áhöfn þyrlanna. Ljóst sé að um- gengni um þyrlurnar, vinna um borð, sigæfingar og teymisvinna sé mjög sér- hæfð og krefjist mikillar þjálfunar svo og viðhalds hennar með stöðugum æfing- um. Samhæfing áhafnar sé grundvallarat- riði til að hámarksárangur náist. Geir H. Haarde. Fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn Málið er 1 biðstöðu Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, lagði fram frumvarp á Alþingi um breytingu á skattalögum sem felur i sér að sjó- mannaafslátturinn verði afnuminn í áföngum. Síð- an hefur ekki verið minnst á málið í þingsölum. Sjó- mannablaðið Víkingur sendi fjár- málaráðherra því eftirfarandi fyrir- spurn: Hefur frumvarp fjármálaráðherra um afnám sjómannaafsláttar verið sett í salt um óákveðinn tíma eða hefur verið fallið frá því að afnema afsláttinn að svo stöddu? Geir H. Haarde sendi eftirfarandi svar: Nei, frumvarpið hefur ekki verið sett í salt, né hefur verið fallið frá því að svo stöddu. Ég hef hins vegar margítrekað að ekki sé réttlætanlegt að afnema þennan hluta af kjörum sjómanna án þess að eilthvað annað kæmi í staðinn. Hefur það verið mitt viðhorf að eðlilegast væri að útgerðin stæði straum af þeim kostnaði að stærstum hluta, en að um slikt yrði að semja í viðræðum milli sjómanna og útgerðar. Það hefur ekki verið gert og er málið að því leyti í bið- stöðu á meðan. „Útköll þyrlunnar eru oft óljós í upp- hafi og upplýsinga- flæði stundum þannig að taka þarf skjótar læknisfræði- legar ákvarðanir, jafnvel eftir að lagt hefur verið af stað. Stundum gerist slíkt vegna nýrra upplýsinga og jafnvel vegna nýrra verkefna. Ljóst er að tæknileg at- riði flugsins eru ekki í höndum lækna heldur flugmanna en læknisfræðileg ákvarðanataka og ábyrgð er í höndum læknanna. Stýrimaður í áhöfn þyrlunnar hefur hlotið menntun i sjúkraflutningum sem hefur verið til mikillar hjálpar. Ljóst er að meðan á flutningi sjúkra/slasaðra stendur getur ástand viðkomandi breyst skjótt og þarf þá að hafa hröð handtök og fumlausan huga. Einnig er það ljóst að með fækkun lækna víða á lands- byggðinni hefur aðstaða til fyrstu mót- töku slasaðra víða versnað og vaxandi traust hefur verið lagt á hjálp aðkomuað- ila t.d. þyrlulækna svo og sjúkraflugs t.d. frá Akureyri. Við mótmælum því öllum hugmyndum um minnkun eða niðurfell- ingu á þessari þjónustu lækna sem yrði til mikils skaða og gengisfellingar á bráðaþjónuslunni í landinu,” segir i ályktun stjórnarinnar. Helmingur Kínaskipanna hefur skipt um eigendur Rúna í Hafnarfjarðarhöfn skömmu eftir komuna til landsins. (Ljósm. Víkingur) Um helmingur þeirra fiskiskipa sem smíðuð voru fyrir íslendinga í Kína og afhent á árunum 2000-2002 hafa skipt um eigendur. Alls voru 16 skip smíðuð fyrir íslenskar útgerðir á þessum tírna, þar af níu svokölluð fjölveiðiskip. Af þeim skipum sem seld hafa verið fóru fjögur til útlanda. Þetta eru miklar breyt- ingar á eignarhaldi nýrra skipa á ekki lengri tíma. Yfirleitt hafa þessi skip hlot- ið góða dóma en fjölveiðiskipin níu komu til landsins öll á einu bretti með nutningaskipi. Þessi skip eru 116 brúttó- tonn að stærð. Aðeins þrjú þeirra eru enn í eigu sömu útgerða og þau voru smíðuð fyrir. Það eru Rúna RE, Ársæll Sigurðsson HF og Vestri BA. Skipin sem seld hafa verið til útlanda eru: Ólafur KE sem fór til Grænlands, Eyvindur KE sem seldur var til Noregs og nú síðast var Sig- urbjörg ST seld til Englands. Skipin sem seld voru hér heima eru: Sæljón RE sem heitir nú Benni Sæm GK og Nesfiskur gerir út, Garðar BA sem heitir nú Sólborg RE og Útgerðarfélagið Tjaldur gerir út og loks Ýmir BA sem ber nafnið Siggi Bjarna GK og Nesfiskur gerir út. Sjávarútvegsvefur Fiskifrétta 8 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.