Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 39
Öll félög og samtök sjómanna á far- skipum hafa nú sameinast um að berjast fyrir því að tap sjálfstæðis íslensku þjóð- arinnar í siglingum verði endurvakið. Að frumkvæði nemendafélaga Stýrimanna- skólans í Reykjavík og Vélskóla íslands var haldið málþing í Sjómannaskólanum s.l. haust um stöðu siglinga til og frá landinu. 1 kjölfar þess málþings sneru bökum saman ofangreind nemendafélög og öll samtök og félög sjómanna sem stunda siglingar lil og frá landinu, og með ströndum þess, um að skora á ríkis- stjórn íslands og Alþingi að skapa ís- lenskri kaupskipaútgerð það samkeppn- isumhverfi sem þarf til að siglingar landsmanna komist aftur í þeirra hendur. Fylgir áskorun þessara samtaka og félaga hér á eftir og fulltrúar þeirra afhentu samgöngunefnd Alþingis áskorunina formlega á fundi nefndarinnar fimmtu- daginn 25. mars. Þann 15. nóvember 2003 var haldið málþing í Sjómannaskólanum í Reykja- vík að, tilhlutan nemendafélaga Stýri- mannaskólans í Reykjavík, Vélskóla ís- lands og ofangreindra samtaka. Mættu á þingið auk fulltrúa þeirra skólameistari og kennarar skólans, fulltrúi samgöngu- ráðuneytisins og alþingismenn. Varð að samkomulagi meðal málþingsmanna að fulltrúar þeirra samtaka sem að málþing- inu standa sendi hlutaðeigandi stjórn- völdum sameiginlega ályktun og áskorun um að snúa þeirri þróun sem orðin er á íslenskum siglingamarkaði til endurnýj- aðrar sóknar. Hafa samtökin kornist að sameiginlegri niðurstöðu sem hér fylgir: Ráðstafanir nú þegar Hraðfara breytingar undanfarinna ára- tuga á alþjóðlegum kaupskipamarkaði hafa orðið til þess að kaupskip eru flest skráð undir þjóðfánum þeirra ríkja sem lægstar kröfur gera til opinberra gjalda af rekstrinum, atvinnutekjur taka mið af lágum lífsgæðum og öryggismál eru af- gangsstærð, sem og kröfur um menntun og færni þeirra sem sinna störfunr á skip- um. Þessu hafa þjóðir Evrópu, aðrar en Island, svarað með afgerandi hætti, hver rneð sínu sniði og eru ráðstafanir hinna Norðurlandaþjóðanna dæmi um mjög af- dráttarlausar aðgerðir, sem eru reglulega Skaftafell ífyrstuferð til landsins. í endurskoðun út frá þessum alþjóða- markaði. Hafa þær brugðist við með al- mennum og sértækum skráningarreglum og skattalegri hagræðingu vegna þeirra skipa sem gerð eru út undir þjóðfánum þeirra og þannig varið viðskiptalega ör- yggishagsmuni sína og atvinnulíf f þess- um greinum með því að halda yfirráðum yfir siglingum til og frá löndunum sem mest í eigin höndum. Einnig hafa þau með því viðurkennt á borði að kaupskip lúta ekki svæðisbundnum samningum um vinnumarkað eða reglum ríkjahópa um fjölþjóðlegar samkeppnisreglur, þar sem siglingar eru að mestu frjálsar. Ofangreind samtök atvinnurekenda og sjómanna hafa um árabil haft áhyggjur af þeirri einangrun sem ísland hefur stefnt í á sviði viðskipta, siglinga og þekkingar í þessari grein atvinnulífsins. Því eru þau einhuga um að skora á íslensk stjórna- völd að gera nú þegar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar þykja til að skapa ís- lenskum kaupskipaútgerðum jafnræði í því alþjóðlega samkeppnisumhverfi sem þær starfa í og mæla sérstaklega með að teknar verði upp þær reglur sem gilda 1 Svlþjóð um skráningu skipa, skattalegt hagræði kaupskipaútgerða og vinnu- markaðsaðgerðir innan greinarinnar sem nú virðast skila mestum árangri til hags- bóta fyrir kaupskipaútgerð á Norður- löndum. Greinargerð í farskipagreininni á fslandi er orðin ó- heillavænleg breyting sem nú hefur séð fyrir endann á með útflöggun Keilis, síð- asta skráða kaupskipinu undir íslenskum fána. Allar siglingar milli íslands og ann- arra landa eru nú með erlendum skipum ýmist með íslenskum áhöfnum að hluta til eða öllu, á s.k. þurrleigusamningum, eða erlendum skipum með erlendum áhöfnum. Þessi staða ógnar alvarlega at- vinnuöryggi íslenskra sjómanna þ.m.t. þeirra sem eru með margra ára verk og bóknám að baki. Á meðan annast erlend- ir menn störfin án þess að arður af þeirri vinnu skili sér inn í íslenskt samfélag. Hefur sú þróun sem hér er orðin veruleg áhrif á öryggishagsmuni íslendinga, en öll mönnun, atvinnu- og réttindaskrán- ing á þau kaupskip sem íslenskar útgerð- ir gera nú út er í höndum erlends valds, sem íslandingar hafa enga lögsögu yfir, auk þess sem eftirlit með þessum skipum er í höndurn annarra siglingayfirvalda í fjarlægum löndunr. Yfirráð yfir siglingum með afurðir á markað, nauðsynjar til landsins og nrilli staða innanlands eru forsenda viðskipta- legs sjálfstæðis þjóðarinnar, enda mikil- vægasta baráttumál íslendinga í upphafi síðustu aldar. Þessi yfirráð felast einkurn i tvennu þ.e. annars vegar nægilegum kaupskipastóli undir íslenskum fána og hins vegar íslenskum mannauð nreð þá siglingaþekkingu sem þarf til að reka og stjórna kaupskipunr samkvæmt innlend- unr og alþjóðlegum kröfunr. Mikill samdráttur hefur orðið í fjölda þeirra kaupskipa sern þarf lil að þjóna nulningaþörf landsmanna vegna tækni- byltingar en þær hafa stóraukið afkasta- getu hvers skips. Hafa ofangreind samtök fullan skilning á þeirri hagræðingu. Hins vegar hefur skipunr með erlendunr á- höfnum farið ört fjölgandi á íslenskunr flutningamarkaði. Þessi breyting á kaup- skipanrarkaði íslendinga hefur valdið því að áralöng stöðnun hefur orðið í flæði sjómanna í gegnum þær stöður sem manna þarf og meðalaldur þeirra því hækkað geigvænlega ár frá ári. Á næstu árunr má því ætla að stór hluti þeirra sjó- manna sem nú sigla erlendum kaupskip- unr nreð íslenskum áhöfnunr hverfi úr starfi vegna aldurs eða annarra eðlilegra jrátta, en nýliðun í stétt sjónranna svarar ekki kröfunr utn endurnýjun. Samkvæmt lauslegri athugun myndu yfirráð íslendinga yfir kaupskipaflotan- unr krefjast á hverjum tírna u.þ.b. 6-700 starfa sjónranna nriðað við núverandi Sjómannablaðið Víkingur - 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.