Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 27
,Já ég var frekar óheppinn. Eitt sinn þegar ég var að vinna á togaranum þá var verið að ísa grálúðu. Ég stóð við færi- bandið þar sem var búið að slægja grá- lúðurnar og var að passa að þær færu all- ar í hreinsiker. Allt í einu stökk ein grá- lúðan af færibandinu og beit í nefið á mér. Ég fékk risastóran skurð á nefið og það blæddi mjög mikið. Ég gat samt ekk- ert farið frá, ég varð að klára verkið. Maður verður að vera harður karl á sjón- um. Svo þegar allt var komið niður þá fór ég úr gallanum og hinir sáu mig al- blóðugan í framan. I’egar ég sagði þeim hvað hafði gerst þá var þetta mikið að- hlátursefni í langan tíma. Ég græddi á þessu fínt grálúðuör, beint á nefið.“ Borðaði eitraðan háf Hilmar hlustaði oft á útvarpið á sjón- urn, bæði á Rás tvö og Gufuna. Það voru reglulega útvarpsþættir um matreiðslu á hinum ýmsu fisktegundum í sjónum. „Stundum komu framandi fiskar í netið sem var bara hent í ruslið. Ég tók einn fisk frá sem mig langaði að prófa og það var háfur, sem er lítil útgáfa af hákarli. Hann var með harðan skráp en mér tókst að flaka hann og svo steikti ég hann á pönnu. Samstarfsfélagarnir höfðu ekki geð í sér að smakka með mér en ég borð- aði af bestu lyst. Það var eins gott að ég var sá eini sem smakkaði þennan háf því ég varð svo veikur eftir þetta að ég hélt að ég myndi drepast. Ég var spúandi á klósettinu í marga klukkutíma. Það eru vist tvær tegundir, ef ekki fleiri sem má borða. En þessi háfur sem ég eldaði var svartháfur og hann var baneitraður. Sem betur fer slapp ég vel.“ Missti augasteininn - Hvaða atvik er þér eftirminnilegast? „Hræðilegasta atvikið gerðist þegar ég var á Neskaupstað í byrjun ársins 1990. Ég var að sjá um viðgerðir um borð í dýpkunarskipinu einn daginn og var að skipta um legu í skóflutjakk, þetta var náttúrulega risastór grafa með risastórri legu. Hún var brotin og ég var að hamra í hana en þá skaust flís beint í augað á mér. Ég stóð uppi á legunni í margra metra hæð og var næstum því búinn að detta aftur fyrir mig því mér brá svo svakalega. En mér tókst að klóra mig niður á dekk og fór inn á klósett til að kíkja í spegil. Ég fann fyrir miklum ó- þægindum og það voru loftbólur innan í auganu. Ég fór með sjúkraflugi í bæinn °g fór beint í skurðaðgerð þar sem auga- steinninn var fjarlægður. Ég þurfti að vera með lepp fyrir auganu eins og sjó- ræningi á rneðan þetta var að gróa. Þegar það er búið að taka augasteininn þá sér maður bara mun á ljósi og myrkri og ekkert annað. Eftir nokkra rnánuði fékk eg sterka augnbnsu sem tók mig marga mánuði að venjast. Ég fékk ekki ígrædd- Það var hörkuvinna um borð í Björgvini. Við vinnu um borð í dýpkunarskipinu. an augastein fyrr árið 1998 en á þessum árum fór læknavísindum svo mikið fram í augnlækningum.“ Kynntist fyrstu ástinni - Hvernig kom það til að þúfórst að vinna á togara? „Ég var að dýpka höfnina á Dalvík 1989 og kynntist þar stúlku. Hún var að vinna í sjoppunni og ég kynntist henni eiginlega bara í gegnunt lúguna. Pabbi hennar reyndist svo vera skipstjóri á stórum togara sem hét Björgvin og ég fékk starfið þannig. Ég fékk ekki starf á togaranum fyrr en um sumarið 1991, ég keypti hús 1990 þá vorum við vorum búin að vera saman i nokkurn tíma og svo eignuðumst við dóttur haustið 1991, Andreu Sif Hilmarsdóttur. Þá var dýpk- unarskipið að fara á hausinn svo þetta kom sér vel fyrir mig, það eru betri laun á frystitogara en á dýpkunarskipi. Ég þurfti að borga af húsinu sem ég hafði keypt fyrir okkur og sjá um fjölskylduna mína.“ - Hvemig var aðfara af dýpkunarskip- inu ogyfir áfrystitogarann? „Þetta voru rosalegir harðjaxlar og ég var bara óreyndur strákur úr borginni. Ég þurfti að sýna mig og sanna fyrir þeim og lagði mig frarn við að vera dug- legur. Fyrsta ferðin á togaranum var sumarið 1991, það var grálúðutúr sem sló öll met í fyrirtækinu. Ég kom mold- ríkur tilbaka. Ég ætlaði mér aldrei að verða sjómaður en það var freistandi að Sjómannablaðið Víkingur - 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.